Leita í fréttum mbl.is

Jón Kaldal í Fréttatímanum um Haftakrónuna

Jón KaldalLeiðari Fréttatímans, sem kom út í dag, fjallaði að mestu um gjaldmiðismál. Höfundur hans Jón Kaldal ræddi Icesave lítillega og sagði að sennilega myndi það mál leysast farsællega. Það væru góðu fréttirnar. En síðan sneri hann sér að þeim slæmu og segir:

"Boðberi þeirra var efnahags- og viðskiptaráðherra sem tilkynnti að enn þyrfti að herða á gjaldeyrishöftunum...Umræðan um þau samvöxnu fyrirbrigði, gjaldeyrishöftin og gjaldmiðil landsins, hefur hins vegar verið í algjöru aukahlutverki. Þó er það málið sem öllu skiptir fyrir efnahag landsins. Hvernig skyldi standa á þessu? Af hverju hefur umræðan snúist hring eftir hring um mál sem í raun er algjört aukaatriði? Líklegasta skýringin er þrekleysi þjóðarinnar og hinna talandi stétta. Icesave var hægt að mála í einföldum litum. Svart eða hvítt. Já eða nei. Gjaldmiðillinn er aftur á móti flóknara fyrirbrigði sem erfiðara er að tala um, sérstaklega ef þeir sem hafa tekið að sér að veita mismunandi pólitískum sjónarmiðum forystu, hafa ekki einu sinni mótað sér afgerandi skoðun á því hvert skal stefna í þessum efnum. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur skýra stefnu um hver skal vera framtíðar gjaldmiðill Íslands. Samfylkingin vill ganga í ESB og taka upp evru eins fljótt og auðið er." Jón Segir Samfylkingu hinsvegar skorta plan B í þessum efnum en segir það vera ..."vissulega mun skárra en að vera ekki einu sinni með plan A eins og hinir flokkarnir. Í því samhengi er ekki trúverðugt þegar sagt er að við eigum að halda krónunni, bara vanda okkur meira en við höfum gert hingað til við hagstjórnina svo að nauðsynlegum stöðugleika sé náð. Liðnir áratugir hafa tekið af allan vafa um að króna og stöðugleiki geta ekki haldist í hendur."

Að lokum segir Jón Kaldal: "Haftakrónan hefur...verið stórkostlegur farartálmi í meira en ár. Það er löngu tímabært að umræðan um hana verði tekin af alvöru og dýpt. Of stór hluti stjórnmálaflokkanna hefur skotið sér undan því að ræða hvernig leysa eigi þetta langstærsta vandamál íslensks efnahagslífs."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að lesa frumvarpið? 

Enginn Evrópuflokkur myndi leggja svona frumvarp fram.

Við sem eigum fjölskyldur erlendis getum ekki lengur séð fyrir okkur.

Þetta er ekki gott.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 23:03

2 identicon

Mér var ráðlagt af þjónustufulltrúuanum mínum að millifæra 350.000 á mánuði á reikning kærustunnar minnar sem svo myndi millfæra á mig.  Þetta er það sem alment er ráðlagt af bönkunum. Nú stendur í athugasemdum með fyrirliggjandi frumvarpi varðandi gjafir og peningasendingar til útlanda „eðil málsins samkvæmt geta gefandi og þyggjandi ekki verið einn og sami aðilinn“.  Þetta stendur á bls. 17 í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, mál 788.   Þessi athugasemd með frumvarpinu eykur enn á óvissu okkar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 23:05

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég skil ekki vandamálið Stefán. Afhverju ættirðu að vilja millifæra 350.000 á kærustu þína einungis til að fá hana til að millifæra aftur á þig. Þetta er eins og að segja þú þurfir að kasta bolta í hausinn á einhverjum til að fá hann til baka.

Þetta er eitthvað mjög sérstakt tilfelli sem þú ert að tala um.

Ég er hinsvegar mjög mótfallinn gjaldeyrishöftununum, þetta gerir verðmyndun mjög skrítna hér á landi. Ég legg til dæmis mánaðarlega í sparnað en er nauðbeygður til að setja það á íslenska hlutabréfa og skuldabréfamarkað þegar maður myndi kannski vilja geta dreift eignarhaldinu á fleiri gjaldmiðla(verðtryggingin nýtist hérna reyndar einstaklega vel).

Vandamálið er að maður byrjar að hugsa, ok, kannski eru bara flestir fjárfestar eins og ég, þeir geta ekki fjárfest í öðrum hlutabréfum en þeim íslensku, svo íslensku hlutabréfin hækka vegna þess að innlendir fjárfestar eru neyddir til að fjárfesta þar, svo er gjaldeyrishöftunum létt(og ég er vel á tánum með öllum fréttum hvað það varðar, ætla að færa mig strax yfir í verðtryggð skuldabref), svo þegar höftunum verður létt, þá hrynur hlutabréfaverðið þar sem íslenskir fjárfestar vilja dreifa eignarhaldinu(þar á meðal lífeyrissjóðir) og þannig draga fé úr íslensku sjóðunum til að færa yfir á erlanda. Erlendir fjárfestar sem loksins koma svo inn í landið til að fjárfesta koma svo inn á markað sem er miklu lægri og íslensku fjárfestarnir tapa peningunum.

Sumsé hækkanirnar undanfarinn 2 ár voru bara "virtual" en ekki raunverulegar og þá er ég meira segja að reikna með að erlendir fjárfestar fari eitthvað að fjárfesta raunverulega á íslenska markaðnum sem er auðvitað ekkert víst.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 02:31

4 identicon

Lesa sidari athigasemd.  Hvad er serstakt, ad Folk Verdi astfangid innan ESB?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband