Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri Thorsson um gömlu tvíhyggjuna

Guðmundur Andri ThorssonGuðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skrifaði skemmtilega grein í Fréttablaðið í gær um Evrópumál, sem og annað. Fyrirsöfnin er: Tvíhyggjan gamla. Guðmundur Andri byrjar með þessum orðum:

"Það er hundur rétt hjá mér í götunni sem hrekkur alltaf í kút þegar hann sér mig og hugsar: Hvaða maður er þetta? Voff voff voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff! Ég þarf að hræða hann í burtu! Arff! Arrrf! Eigandinn kemur alltaf hlaupandi og hundskammar greyið og reynir að útskýra fyrir honum að ég sé bara nágranninn. Forgefins. Næst þegar hann sér mig hugsar hann: Hvaða maður er þetta? Voff! Hann er mjög grunsamlegur! Voff-voff! Stundum finnst manni eins og andstaðan við aðild Íslands að ESB sé af svipuðum toga, einhvers konar vanahugsun.

Horngrýtis taktíkin

Raunar beinist andstaða mest gegn því að ljúka aðildarviðræðum að ESB, sem andstæðingarnir kalla raunar alltaf „aðlögunarferli" og láta eins og Ísland hafi ekki einu sinni verið í EFTA og hvað þá EES áður en til þessara viðræðna kom. Og vilja með engu móti að vitnist hvað kann að bjóðast Íslendingum innan sambandsins.

Keppikeflið virðist fyrst og fremst að koma í veg fyrir að hagstæður samningur verði lagður fyrir þjóðina, því að þá kann svo að fara sem aldrei aldrei aldrei má gerast: að þjóðin samþykki aðild."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband