Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðir Evrópumenn álykta

Í Fréttablaðinu í dag segir: "Aðalfundur Sjálfstæðra Evrópumanna skorar á forystu Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins á framboðslistum í hverju kjördæmi verði Evrópusinnar.

Í ályktun fundarins, sem haldinn var í gær, segir að kannanir sýni að á bilinu fjórðungur til þriðjungur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styðji aðild Íslands að Evrópusambandinu. Helmingur flokksmanna vilji ljúka viðræðum um aðild og leggja aðildarsamning í þjóðaratkvæði. Með því að beita sér fyrir því að einn af hverjum þremur af efstu mönnum flokksins í hverju kjördæmi sé fulltrúi þessara sjónarmiða getur forysta flokksins tryggt að flokkurinn gangi heill til kosninga, segir í ályktuninni.

Félagið Sjálfstæðir Evrópumenn er félagskapur sjálfstæðismanna sem vilja stuðla að hagstæðum samningi um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Með aðild vilja félagsmenn standa vörð um sjálfstæði Íslands, áframhaldandi samvinnu við vestrænar lýðræðisþjóðir og stuðla að efnahagslegum og pólitískum stöðugleika."

Stórir systurflokkar Sjálfstæðisflokksins á Norðurlöndum hafa lengi verið fylgjandi aðild að ESB og sjá þar til dæmis möguleika á aukinni verslun og viðskipta milli landa. Ef til vill er sænski Moderaterna besta dæmið, en þeir eiga forsætisráðherra Svía um þessar mundir, Fredrik Reinfelt, sem og utanríkisráðherra landsins, Carl Bild, sem er mikill Evrópusinni.

Og ekki sneri breski Íhaldsflokkurinn við blaðinu í Evrópumálum, þegar hann komst til valda, heldur lagði ríka áherslu á Evrópusamvinnu strax að loknum kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Sjálfstæðir Evrópumenn" vilja, að ósjálfstæðissinnar verði meðal efstu manna á öllum frambjóðendalistum Sjálfstæðisflokksins!

Að mínu mati er þetta fjarri því að vera af velvild hugsað gagnvart flokknum, heldur sem dulbúin hótun um klofning eða mótframboð.

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 13:13

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kann enginn að ykkur Evrópusinnum að lesa lög. Ef þið hafið snefil að þjóðar stolti þá lesið þetta og svo slóðina ef þin nennið. Þetta eru lög landsins. .

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að erlend yfirráð, eða að
ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.b. Þessi umsókn um aðild getur stofnað sjálfstæði og heill þjóðarinnar í hættu. ;Það er skýlaust brot á Kafla X grein 87 og grein 10 b í ráðherralögunum.

Sjá:X kafli.Landráð.  87. gr.Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

 http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

Það væri virðingarvert að EvrópuSamtökin svöruðu og sýndu að undanþága hafi verið gefin á þeim athöfnum varðandi ESB umsóknina. Ég bara bið ykkur að sýna fram á að það megi gefa undanþágu en ekki einhvar rugl frá Alþingi. 

Valdimar Samúelsson, 26.5.2011 kl. 14:40

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Eins og þið sjáið þá er alveg sama hvernig það er farið að því að koma svona ESB umsókn í gegn þá er hún ólögleg samkvæmt hegningalögunum og líka Stjórnarskránni.

Valdimar Samúelsson, 26.5.2011 kl. 14:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, nú ritstjóri Morgunblaðsins, var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Með aðild að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar sjálfir þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður ekki breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.

"EB reglugerðir og tilskipanir eru sniðnar að þörfum EB, enda eingöngu sprottnar úr þeim jarðvegi."

Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.

Morgunblaðið er í Hádegismóum ef einhver hefur áhuga á að stinga Davíð Oddssyni í steininn fyrir landráð.

Þorsteinn Briem, 26.5.2011 kl. 15:21

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

EES-ið er nógu slæmt, að ekki bætist allt hitt ofan á !

Við þurfum ekki á Esb.lögum að halda í sjávarútvegi okkar og landbúnaði, og sízt á öllu þurfum við á því að halda, að þau lög verði hér RÁÐANDI og ryðji frá öllum þeim ráðstöfunum í þessum atvinnugreinum, sem kunna að fyrirfinnast í okkar eigin lögum, en á slíkan algeran forgang Esb.laga er einmitt fallizt í inngöngusamningi hvers nýs þátttökuríkis ("that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it," nánar hér).

Svo hefðum við einungis 0,06% atkvæðavægi í ráðherraráðinu til að reyna að föndra þar með Esb.löggjöf úr þeirri áttinni, en það er einmitt ráðherraráðið sem hefur líf eða dauða svokallaðrar "reglu" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða algerlega á valdi sínu.

Ísland væri að afsala sér æðsta valdi sínu yfir eigin fiskveiðum með því að gerast eitt tannhjólið í Esb.stórríkinu.

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 20:08

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Íslendinga hefur engan áhuga á því að Ísland segi upp aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Þorsteinn Briem, 26.5.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband