Leita í fréttum mbl.is

Malta samþykkir lögskilnað

Malta2Á RÚV segir: "Meirihluti kjósenda á Möltu hefur samþykkt að leyfa lögskilnað í landinu. Lawrence Gonzi, forsætisráðherra Möltu, greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi fyrir stundu."

En hvernig getur þetta verið? Er ekki Malta í ESB? Þá hlýtur (samkvæmt rökfærslu Nei-sinna) ESB að vera með puttana í öllu á Möltu? Deila og drottna!

Nei, Malta er evrópskt, sjálfstætt, fullvalda ríki, með aðild að ESB og nýtur góðs af!

Þeir ráða sjálfir hvort þeir leyfa lögskilnað eða ekki og hafa nú gert það! Án nokkurrar aðkomu eða afskipta ESB!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  En lögaðslilnað við ESB. Hvernig kemur það út?

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2011 kl. 16:59

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Auðvita skilur fólk hvort sem það er leyfilegt eða ekki,  það sjáum við bara hér hjá góðum vinum okkar frá hinu katólska Pólandi.  Svo ljóst er það nú hér uppi á Íslandi þar sem þau bæði blómstra í annað sinn al helg á hinu heiðna Íslandi.  

En að skilja við Evrópusambandið er annað mál og þar liggja þyngri fjötra en trúar.  Þar er helsið ræktað svo leður fáist í stólanna sem eingi veit hverjir sitja í.  

Helga mín við skulum gefa Pólverjum færi á að koma hér til okkar eftir mislukkuð hjónabönd og ekki eyðileggja þá möguleika með ESB kerfis bilun framleiddri í leðurstólum með hamingju óskum frá Jóhönnu af afglöpum.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2011 kl. 00:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel spurt hjá Helgu. Þetta yrði nú harðari raunin.

En um umfjöllunarefni ykkar hér mætti segja: Er á meðan er.

Esb. er ekki statískt fyrirbæri, það breytist, miðstýringin eykst. Þið hafið kannski ekki frétt af því?

Allt, sem valdablokkin (yfirstéttin eða nómenklatúran) í sambandsríkinu telur því hinu sama sem stórveldi nauðsynlegt, mun verða bundið í sameiginlegum lögum þess, og fyrir þeirri löggjöf verður allt undan að láta. Hjónabandsmál eru ekki meðal þeirra (efnahags-, stjórnmála- og hernaðarlegu) nauðsynjahluta.

Bandaríkin eru stórveldi, en hjónabandsmál eru þar ákvörðuð af hinum einstöku ríkjum, af löggjafarþingum þeirra. Esb. er ekkert frjálslegra í þessu tilliti en Bandaríkin.

Neitið því ekki, að með aðildarsamningi við Evrópusambandið er strax verið að veita því, formlega og hátíðlega, algeran forgang með löggjöf þess (í Brussel og Strassborg) fram yfir allt er var, er eða til stendur að verði löggjöf í hinum einstöku meðlimaríkjum.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 02:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki svona uppskrúfaður. Þetta átti að standa hér:

... fram yfir allt, sem var, er eða til stendur að verði löggjöf o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 02:59

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Miðstýring í ESB er mjög lítil og reyndar minni heldur en hjá hefðbundnu aðildarríki ESB sem dæmi. Í reynd er miðstýring svo lítil innan ESB að það er margfalt meiri miðstýring á Íslandi sem dæmi.

Jón Frímann Jónsson, 30.5.2011 kl. 09:52

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar löggjöf stórríkisins er lögbundin að vera forgangslöggjöf, sem ryður burt allri löggjöf meðlimalandanna, sem samrýmist ekki þeirri fyrstnefndu, þá er ljóst, að stórríkið er á því gífurlega mikilvæga sviði nr. 1, 2 og 3.

"Í samþykkt [Esb.-]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi árið 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.

Og ráðherraráðið ræður t.d. meira en framkvæmdastjórnin - og meira um löggjöf um sjávarútvegsmál heldur en Esb.þingið í Strassborg og Brussel.

En ég er viss um, að Jón Frímann sættir sig vel við þetta allt.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 12:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin miðstýring frá Páfagarði.

Þorsteinn Briem, 30.5.2011 kl. 13:09

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, að sumu leyti, ekki öllu, Steini. Biskuparnir hafa allveruleg völd í sínum biskupsdæmum. Og þetta er á sviði trúar og siðaboðunar, ekki löggjafar yfir ríkjum, hvað þá að páfar eða biskupar taki sér vald yfir stjórn ríkja á auðlindum sínum, eins og Esb. hins vegar áskilur sér rétt til.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 13:28

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið stjórnar ekki olíuauðlindum Bretlands og fleiri ríkja í Norðursjó.

Fiskur í Norðursjó og Miðjarðarhafi er hins vegar sameiginleg auðlind margra ríkja, þar sem hann gengur úr einni lögsögu í aðra, og því er þeirri auðlind stjórnað sameiginlega af mörgum ríkjum.

Staðbundinn fiskur á Íslandsmiðum er hins vegar eingöngu íslensk auðlind en ekki sameiginleg auðlind margra ríkja, eins og til að mynda makríllinn sem veiddur er í lögsögu margra ríkja, til dæmis íslensku lögsögunni.

Þorsteinn Briem, 30.5.2011 kl. 13:58

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.

Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.

Þorsteinn Briem, 30.5.2011 kl. 14:11

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öll sjávarlögsaga Esb. er sameiginleg. Esb. stjórnar henni.

Esb. hefur áskilið sér lagalegan úrslitarétt, m.a. getur það tekið upp löggjöf á sviði olíuvinnslu. Vitaskuld bíða Brusselmenn með það þar til EFTIR að fullreynt er, hvort þeir nái Noregi inn í Esb., jafnvel við erum nógu skynsamir til að skilja það. Þótt olía fyndist við Ísland (jafnvel undir Sléttu og Flatey nyrðra - hvort tveggja líklegt), þá yrði ekki hlaupið strax í að setja þau mál undir Esb., þótt við yrðum komin inn í það -- ekki fyrr en Noregur væri kominn þangað líka!

Svo þarftu að átta þig á því, að einungis 2/3 af fiski í okkar fiskveiðilögsögu er "staðbundinn".

Þar að auki er ENGIN TRYGGING fyrir því, að "reglan" um hlutfallslegan stöðugleika lifi lengur en ráðherrunum í hinu volduga ráðherraráði þókknast. Þar hefði hinn gírugi Spánn* t.d. 153 sinnum meira atkvæðavægi en við til að breyta henni á róttækan hátt eða fella hana niður! Þýzkaland eitt sér væri með 273 sinnum meira vægi en við, en Bretland 205 sinnum meira!

* Sjá: Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 14:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 30.5.2011 kl. 16:34

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er algerlega rangt hjá þér, Steini, að gefa hér í skyn, að Esb. myndi ekki taka sér vald yfir íslenzkri fiskveiðilögsögu. Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins EKKI AÐEINS að veiða í norskri lögsögu, heldur áttu varðskip frá veiðiríkjunum að sjá um eftirlit, EKKI norsk varðskip. Að mörgu leyti öðru var samningurinn svo óþolandi, að norska þjóðin hafnaði honum, eftir að stjórnmálastéttin þar hafði ásamt atvinnurekendum o.fl. nánast lagzt á eitt um að troða landinu í Esb.

Þú hefur ekkert fyrir þér í því, að Esb. myndi gera undantekningu með Ísland.

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 16:54

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er annar Steini, sem fer ekki alltaf rétt með þessi mál -- en stundum gerði hann það reyndar: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í Morgunblaðinu 12. marz 1994 - Innlendar fréttir :

Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra: Íslendingar hefðu ekki hag af aðild að ESB

"ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra telur hagsmuni Íslendinga bærilega tryggða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið og við hefðum ekki hag af aðild að Evrópusambandinu. Miðað við þá samninga sem séu í deiglunni milli sambandsins og Norðmanna myndi aðild Íslands að ESB ekki þýða bættan aðgang að Evrópumarkaðnum svo nokkru næmi en hins vegar þyrfum við að fórna yfirráðum yfir auðlindum sjávar.

Þorsteinn segir að Norðmenn séu ekki að bæta markaðsstöðu sína með aðild að ESB svo nokkru nemi. Hins vegar séu þeir að gefa Evrópusambandinu eftir yfirráð yfir norskum sjávarútvegi. 80% af útflutningstekjum Íslendinga komi frá sjávarútvegi og meðan við getum ekki bætt aðgang að Evrópumarkaði með aðild en þyrftum að fórna yfirráðum yfir auðlindinni komi ekki til álita að ganga í sambandið.

Þorsteinn segir Evrópubandalagið skuldbundið til þess að standa við EES-samninginn þótt hin EFTA-ríkin gangi í bandalagið. Þorsteinn segir tæknilegt úrlausnarefni að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning milli Evrópusambandsins og Íslands.

"Mér sýnist að við höfum tryggt okkur. Með hinu værum við að fórna yfirráðum yfir landhelginni. Ég held að íslenskir sjómenn myndu aldrei sætta sig við að ákvarðanir um möskvastærð og friðunaraðgerðir með lokun á ákveðnum veiðisvæðum yrðu settar undir valdið í Brussel. Við ætlum okkur að ráða þessari auðlind, hún er undirstaðan undir okkar sjálfstæði," sagði Þorsteinn Pálsson."

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=129125

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 17:04

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland, auk þess sem Ísland á aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Þorsteinn Briem, 30.5.2011 kl. 17:09

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkilegt að frétta þetta, Steini. Er Ísland í alvöru í NATO?!

Þú getur lesið þér nánar til um ömurlegan samning Noregs við Esb. (þann sem þjóðin þar hafnaði) í hinni ágætu bók Ragnars Arnalds (fæst hjá honum, s. 581-3695): Sjálfstæðið er sístæð auðlind -- mjög ódýr bók, en ekki að innihaldi!

Jón Valur Jensson, 30.5.2011 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband