Leita í fréttum mbl.is

Össur fer yfir sviðið

Össur-SkarphéðinssonÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra,  skrifar grein í Fréttablaðið í dag um utanríkismál og fer þar yfir sviðið eins og sagt er. Hann kemur inn á ESB-málið og segir:

"Sögulegasta nýmælið sem ég hef flutt á 20 ára ferli er þó tillagan sem Alþingi samþykkti um að gjörbreyta utanríkisstefnunni með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja niðurstöður samninganna undir dóm þjóðarinnar. Það snýst um að bæta lífskjör og tryggja fullveldi og öryggi þjóðarinnar. Þetta er stærsta verkefni utanríkisráðuneytisins fyrr og síðar. Alþingi lagði niður rauðu strikin, og við, þjónar almennings í ráðuneytinu, höfum í hvívetna gætt þess að vinna málið í fullu samræmi við ítarlegan vegvísi Alþingis, og þar með hagsmuni Íslendinga. Virk og breið þátttaka fjölmargra hagsmunasamtaka hefur tryggt aðkomu ólíkra sjónarmiða. Ég hef gætt þess að hafa ferlið eins gagnsætt og unnt er. Hvert skref hefur verið kynnt og útskýrt fyrir utanríkismálanefnd, eða starfshópi hennar um Evrópumál. Óskum fagnefnda þingsins og þingflokka um yfirferðir um tiltekna málaflokka er jafnóðum sinnt. Öll gögn eru lögð út á Netið um leið og íslenskir hagsmunir leyfa.
 
Nú er að ljúka svokallaðri rýnivinnu þar sem skilgreindir eru þeir þættir sem um þarf að semja. Samningarnir sjálfir hefjast síðar í þessum mánuði. Þá verða söguleg kaflaskipti í umsóknarferlinu. Athyglisvert er hversu sterkur meirihluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst í könnunum að hún vill ljúka samningunum og fá sjálf að taka endanlega afstöðu í þjóðaratkvæði. Sá réttur verður ekki frá þjóðinni tekinn, enda núorðið fáir sem fyrir því mæla ef undan eru skildir nokkrir af glæstustu fulltrúum gamla Íslands."

Greinin: Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband