Leita í fréttum mbl.is

Evrópuvefurinn opnaður

Háskóli ÍslandsEvrópuvefur Háskóla Íslands var formlega opnaður í dag. Í frétt á Visir.is segir: "Alþingi hefur gert þjónustusamning við Vísindavef Háskóla Íslands um samningu og rekstur Evrópuvefs. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, opnaði vefinn í dag á Háskólatorgi og mun Evrópuvefurinn starfa í nánum tengslum við Vísindavefinn.

Tilgangur vefsins verður að veita hlutlægar og málefnalegar upplýsingar um hvað það sem fólk kynni að vilja vita og inna um varðandi Evrópumál og Evrópusambandið. Vefurinn verður með svipuðu sniði og Vísindavefurinn.

Aðspurður hvernig vefurinn hyggðist gæta að hlutleysi í svörum sínum sagði Þorsteinn Vilhjálmsson, aðalritstjóri vefsins að starfsmenn vefsins hefðu verið vandlega valdir úr hópi 108 umsækjenda. Þær væru báðar einstaklega vel að sér um Evrópumál en væru hvorki harðir stuðningsmenn né andstæðingar evrópuaðildar. Auk þess verði opið fyrir málefnalegar athugasemdir og leiðréttingar lesenda vefsins.

Í fréttatilkynningu vefsins segir ennfremur:

Í umfjöllun um Evrópusambandið verður aðildarumsókn Íslands að sjálfsögðu höfð í huga en einnig verður reynt að veita almennar upplýsingar enda er Evrópusambandið hluti af umhverfi okkar hvort sem Ísland gengur í það eða ekki. Í fyrstu verður lögð nokkur áhersla á sögu Evrópu og ESB enda má þar finna skýringar á ýmsum atriðum í umræðunni.

Stefnt er að því að svör á Evrópuvefnum verði vönduð, einföld og skýr almenningi og án rökvillna. Sérhæfð fræðiorð eru útskýrð, yfirleitt í sérstakri skrá, og samsvarandi orð á ensku sýnd þannig að lesandi geti aflað sér meiri upplýsinga á því máli. Málefnalegar athugasemdir undir fullu nafni verða leyfðar við svör."

Öll frétt Vísis og Evrópuvefurinn sjálfur.

Hér er t.d. svar um Heimskautalandbúnað, hvað það þýðir í umræðunni um ESB og hér er annað sem snýr að hinni margumræddu verðtryggingu.

Þá er DV einnig með frétt um þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, árið 2010, fengu 2.248 Íslendingar lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna til að stunda nám erlendis og þar af stunduðu 1.850, eða 82,3%, nám á Evrópska efnahagssvæðinu og 1.263, eða 56,2%, í löndum sem eru með evru eða gjaldmiðil bundinn við gengi evrunnar.

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 16:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Upp úr viðræðum um skuldavanda Bandaríkjanna slitnaði í dag þegar fulltrúar repúblikana gengu út af samningafundi um málið.

Reynt hefur verið að ná samkomulagi á Bandaríkjaþingi að undanförnu um að hækka heimild bandaríska ríkisins til að skuldsetja sig."

Repúblikanar gengu út


"Fjárlagahalli bandaríska ríkisins á þessu ári er talinn verða um 1,4 trilljónir dollara."

Kanada hvetur Bandríkin til að forðast greiðsluþrot

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hlutlaus vefur um Evrópu" er yfirskrift Rúv.is um þessa frétt.

Ef Rúvarar kalla þetta hlutlausan vef, er full ástæða til tortryggni, því að ekki eru þeir sjálfir hlutlausir gagnvart Esb., heldur rækilega hlutdrægir -- og það EKKI í þágu þess ríkis, sem fæðir þá og klæðir -- borgar þeim þeirra háu laun.

Þorsteinn frændi sagði, að þær tvær, sem voru ráðnar til starfa, væru "hvorki harðir stuðningsmenn né andstæðingar evrópuaðildar."

2 athss.:

Þessi orð útiloka ekki, að þær séu t.d. báðar stuðningsmenn s.k. "evrópuaðildar"! Við viljum sannleikann á borið. Menntun þeirra gæti byggzt á því, að þeim hafi verið ungað út úr einhverri "Evrópufræðadeild" eða skor í HÍ, HR eða Bifröst, hjá t.d. jafn-Esb-sinnuðum kennurum og Baldri Þórhallssyni, Aðalsteini Leifssyni og Eiríki Bergmann Einarssyni (a.m.k. sá 1. og sá 3. hafa verið styrkþegar eða launaðir af Esb.). -- Slík menntun tryggir ekki hlutlægni.

Í 2. lagi: "evrópuaðild" er fáránlegt orð. Ísland er vitaskuld í Evrópu og þarf ekkert á þvi að halda að innlimast í stórveldi þar.

Esb. er ekki Evrópa. Evrópa er 10.180.000 ferkm. Esb. er ekki helmingurinn af því, aðeins 4.324.782 ferkm.

Jón Valur Jensson, 23.6.2011 kl. 22:43

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fólk búsett hérlendis á aldrinum 16-74 ára fór í samtals 393.160 ferðir til útlanda frá maí 2007 til apríl 2008, þar af 328.079 ferðir til Evrópu, eða 83,4%, og af þeim voru 178.787, eða 54,5%, til sex landa sem eru með evru eða gjaldmiðil bundinn við gengi evrunnar, Spánar, Danmerkur, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Hollands, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 23:16

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hefur þú farið í ferð til meginlandsins í boði Esb., Þorsteinn Briem?

Jón Valur Jensson, 24.6.2011 kl. 00:24

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef ekki einu sinni farið til Vestmannaeyja í boði ESB eða KFUM.

Hins vegar hef ég sofið hjá konum í öllum íslenskum stjórnmálaflokkum.

Gera verður fleira en gott þykir, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 24.6.2011 kl. 00:38

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eru þær svona slæmar í Samfylkingunni?

PS. Heldurðu að þú sért ekki enn búinn að vinna þér inn fyrir Brusselferð? -- eða kannski bara hræddur við að fara þangað?

Jón Valur Jensson, 24.6.2011 kl. 06:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Franskar kartöflur eru upprunnar í Belgíu en ekki Frakklandi og Belgar bera fram franskar kartöflur með öllum mat.

Þess vegna hef ég reynt að forðast Belgíu.

Sandra Kim - J'aime les frites (Ég elska franskar) - Eurovision 1986

Þorsteinn Briem, 24.6.2011 kl. 14:47

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir tala líka belgísku þar, og hana skilur enginn.

Annars er ég að snúa hér við gamalli smásögu úr samkvæmissölum diplómata í Evrópu. Einhverju sinni mun hofmóðugur Belgi úr corps diplomatique hafa verið kynntur fyrir Grími Thomsen og fundizt lítið til um, að hann væri frá Íslandi, þótt sagt væri bókmenntaland, og spurði svo í framhaldinu: "Og hvaða mál talið þið þarna á þessu Íslandi?" - Það stóð ekki á svari hjá Grími: "Nú, við tölum auðvitað belgísku!"

Jón Valur Jensson, 24.6.2011 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband