Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Schram skrifar bréf til Styrmis Gunnarssonar

Bryndís SchramÞað er eitthvað rómantískt og einlægt yfir bréfi Bryndísar Schram til Styrmis Gunnarssonar, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem Eyjan hefur verið að skrifa um. Bryndís og Styrmir eru skólasystkini og það einkennir bréfið, sem er langt.

Morgunblaðið neitaði að birta bréfið.Í því kemur Bryndís að sjálfsögðu inn á Evrópumálin og segir um þau: "Við erum svo fá og smá, segir þú, að við verðum utangátta og áhrifalaus. Þú segir, að aðild að ESB feli í sér framsal fullveldis (sjálfstæðis) í hendur rísandi stórríkis, sem muni gleypa okkur með húð og hári (þetta hljómar eins og slitin plata með Hjörleifi Guttormssyni). Í staðinn boðar þú, að við eigum að „búa að okkar“ og „rækta okkar eigin garð“ – eins og við getum ekki gert það ekki áfram, líkt og aðrar þjóðir gera í Evrópusamstarfinu? Þú verður að bera fram haldbetri rök fyrir sinnaskiptum þínum, því að mótbárur þínar standast ekki gagnrýna skoðun.

Smáþjóðir Evrópu – sem eru í miklum meirihluta innan Evrópusambandsins – sóttust ekki eftir aðild að Evrópusambandinu með það fyrir augum að farga fullveldi sínu. Þvert á móti. Þær gerðu það til þess að tryggja fullveldi sitt í framtíðinni í krafti samstöðunnar og til að styrkja hagsmunagæslu sína í reynd.

Það er misskilningur hjá þér, Styrmir minn, að Evrópusambandið sé miðstýrt risaveldi, þar sem hagsmunum smáþjóða er fórnað að geðþótta stórþjóða. Evrópusambandið er samstarfsvettvangur fullvalda ríkja. (JB segir mér, að það taki til sín rétt rúmlega 1% af þjóðartekjum aðildarþjóðanna. Það er allt og sumt). Þú segir sjálfur, að smáþjóðir eigi að einbeita sér að því að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína en láta önnur mál – sem þær fá engu um ráðið – afskiptalaus. Látum það vera. En þess eru engin dæmi, að stórþjóðir innan Evrópusambandsins hafi borið smáþjóðirnar ofurliði í málum sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni þeirra. Spurðu hvaða sérfræðing sem er.

Aðildarsamningur okkar mun skera úr um það, þegar þar að kemur, hvort okkur tekst að tryggja okkar brýnustu þjóðarhagsmuni í þessu samstarfi. Öðrum smáþjóðum hefur tekist það. Og því skyldum við óttast, að við getum það ekki líka?

Þú hefur opinberlega dregið upp hrollvekjandi mynd af okkar þjóðfélagi og lýst því, hvernig eiginhagsmunapot og sérhagsmunagæsla hefur tröllriðið því á undanförnum áratugum. Þú hefur jafnvel gengið svo langt að kalla þetta „ógeðslegt þjóðfélag“ – bæði spillt og rotið. Ég þykist vita, að þarna talir þú af mikilli reynslu. Ég vona, að þú sért mér sammála um, að það sé mikið til vinnandi að koma í veg fyrir að spilling sérhagsmunanna verði alls ráðandi í þjóðfélaginu á ný. Við þurfum að koma í veg fyrir, að sagan endurtaki sig, Styrmir.

Aðild að Evrópusambandinu – með þeim kröfum sem þar eru gerðar um virðingu fyrir mannréttindum, opna stjórnsýslu, neytendavernd og aðhaldi sjálfstæðra dómstóla – er skref í þá átt. Við erum nú þegar – af brýnni nauðsyn – á kafi í samstarfi Evrópuþjóða gegnum EES og Schengen (landamærasamstarfið). En hingað til höfum við sætt okkur við að vera áhrifalausir aukameðlimir – eins konar laumufarþegar um borð. Hvers vegna ættum við ekki að þora að stíga skrefið til fulls?

Þú skildir þetta með NATO. Þú skildir þetta með varnarsamstarfið við Bandaríkin. Þú skildir þetta með EFTA og EES. Hvaðan er hún sprottin allt í einu þessi vanmetakennd um, að við séum slíkt undirmálsfólk, að við getum ekki gætt hagsmuna okkar í samstarfi við aðrar þjóðir? Þeir sem hafa eitthvað að segja, sem máli skiptir – þeir hafa áhrif. Það er bara þannig. Að vera – eða vera ekki? – Það er spurningin!

Salobrena 21. júní, 2011

Með vinarkveðju,

Bryndís"

Allur pistill Bryndísar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 51:

Samtök iðnaðarins
töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu MINNKAÐI um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má ætla að ef Ísland gengi í Evrópusambandið gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til sambandsins orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að HÁMARKI um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til Evrópusambandsins mun SKILA SÉR TIL BAKA til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum Evrópusambandsins árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna (HÁMARKSgreiðslu Íslands) eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn, eða NETTÓgreiðslur Íslands, hefðu því  verið 1,7 milljarðar króna AÐ HÁMARKI árið 2005.]

En nýju aðildarríkin, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá MEIRI greiðslur frá Evrópusambandinu en þau greiða til sambandsins."

Þar að auki var BEINN KOSTNAÐUR Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið rúmlega 1,3 milljarðar króna árið 2007, eða um 2,5 milljarðar króna á núvirði, að mati meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis.

Og
árið 2002 var kostnaður í íslenska hagkerfinu talinn minnka um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru, sem er að sjálfsögðu mun hærri upphæð nú.

Þorsteinn Briem, 22.6.2011 kl. 22:33

2 identicon

Hörku bréf hjá Bryndísi.  Hvenær koma fleiri Evrópusinnar með svona góða innsýn inn í ESB í staðin fyrir að elta Nei-sinnana og þeirra vitleysu?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 23:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu:

"Hvað skattlagningu innan aðildarríkja Evrópusambandsins varðar er hún alfarið í höndum ríkjanna sjálfra, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem nefndin hefur aflað sér hefur aðild að Evrópusambandinu ekki áhrif á tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða fyrirtækjaskatta, svo dæmi séu nefnd.

Öll afskipti Evrópusambandsins af skattamálum eru háð einróma samþykki aðildarríkjanna
."

"Innan Evrópusambandsins gilda reglur um hámarks- og lágmarkshlutfall virðisaukaskatts með það að markmiði að tryggja eðlileg viðskipti á innri markaði, en grunnhlutfall hans má ekki vera lægra en 15% og ekki hærra en 25%."

"Við inngöngu í Evrópusambandið myndu tollar milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins falla niður en tollar á vörum frá þriðju ríkjum yrðu samkvæmt tollskrá ESB.

Til framtíðar litið munar mestu um að tollar féllu niður af varningi frá ríkjum Evrópusambandsins, meðal annars landbúnaðarafurðum."

Þorsteinn Briem, 22.6.2011 kl. 23:47

4 identicon

Steini, veistu ekki hvað sagt er um copy/paste liðið?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 00:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Morgunblaðið er gefið út í nokkrum eintökum og þau líta öll eins út.

Ég birti hér það sem flestu fólki þykir markvert, enda þykist ég hafa eitthvert vit á því eftir að hafa sjálfur skrifað fréttir og gefið út fréttablað.

Og það sem birt hefur verið áður getur verið full ástæða til að birta hér aftur og þess vegna nokkrum sinnum.

Fjölmargt af því sem ég birti hér hef ég sjálfur skrifað eða sett saman sem frétt eða fréttaskýringu og oft lagt í það töluverða vinnu.

Og þegar ég skrifa hér stóreykst lestur þessa bloggs.

Hvað þér FINNST um mig og aðra gildir mig einu.

Þínar athugasemdir hér eru hins vegar harla lítils virði, til að mynda kemur engum við hvað þér FINNST um skrif Bryndísar Schram.

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 01:57

6 identicon

Mér finnst mikið varið í skrif hennar Bryndísar, en mér finnst ég alltaf hafa lesið áður það sem þú skrifar.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 02:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mér er nákvæmlega sama hvað þér FINNST um mín eða önnur skrif, Stefán Júlíusson.

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 02:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Talið er að kínversk stjórnvöld hafi dregið úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum á fyrstu fjórum mánuðum ársins og séð hag sínum borgið með kaupum á evrópskum ríkisskuldabréfum."

Kínversk stjórnvöld kaupa nú evrópsk ríkisskuldabréf í stað bandarískra

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 02:19

9 identicon

Steini:  Það er ekki sagt frá hvaða evruríkjum kínverjar eru að kaupa skuldabréfin.  En það er stefna þessa einræðisríkis að kaupa skuldabréf þar sem þau geta síðan haft áhrif.

Eigum við Evrópusinnar að vera ánægðir með það?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 02:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

VIÐSKIPTI EVRÓPUSAMBANDSLANDANNA OG KÍNA:

"EU-China trade has increased dramatically in recent years.


CHINA IS NOW THE EU'S 2ND TRADING PARTNER behind the USA AND THE BIGGEST SOURCE OF IMPORTS.


THE EU IS CHINA'S BIGGEST TRADING PARTNER
.

The EU's open market has been a large contributor to China's export-led growth.


The EU has also benefited from the growth of the Chinese market and the EU is committed to open trading relations with China.

However the EU wants to ensure that China  trades fairly, respects intellectual property rights and meet its WTO obligations."

"The EU-China High Level Economic and Trade Dialogue was launched in Beijing in April 2008."

"In 2006 the European Commission adopted a major policy strategy (Partnership and Competition) on China that pledged the EU to accepting tough Chinese competition while pushing China to trade fairly.

Part of this strategy is the ongoing negotiations on a comprehensive Partnership and Cooperation Agreement (PCA) that started in January 2007.

These will provide the opportunity to further improve the framework for bilateral trade and investment relations and also include the upgrading of the 1985 EC-China Trade and Economic Cooperation Agreement."

"THE EU WAS A STRONG SUPPORTER OF CHINA'S ACCESSION TO THE WTO, arguing that a WTO without China was not truly universal in scope.

For China, formal accession to the WTO in December 2001 symbolised an important step of its integration into the global economic order.


The commitments made by China in the context of accession to the WTO secured improved access for EU firms to China's market.

IMPORT TARIFFS AND OTHER NON-TARIFF BARRIERS WERE SHARPLY AND PERMANENTLY REDUCED.
"

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 03:03

11 identicon

hvar hef ég lesið þetta áður?

Ertu virkilega á því að kínverjar geti falsað gengið og keypt evrópskt skuldabréf?

Vá.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 03:06

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Kínverski seðlabankinn hefur keypt bandarísk ríkisskuldabréf viðstöðulítið síðastliðin sex ár og var í mars síðastliðnum stærsti lánardrottinn Bandaríkjanna með þrjú þúsund milljarða dala af skuldabréfum í hirslum sínum.

Það var breski bankinn Standard Chartered sem vann mat á fjárfestingum kínverskra stjórnvalda upp á síðkastið. Gögn bankans benda til að gjaldeyrisforði Kínverja hafi aukist um tvö hundruð milljarða Bandaríkjadala á fyrstu fjórum mánuðum ársins."

Kínversk stjórnvöld kaupa nú evrópsk ríkisskuldabréf í stað bandarískra

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 03:24

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Bryndís skrifar gott bréf og veltir upp spurningum sem brennur á fleirum.

Náði ógeðslega þjóðfélagið loks tökum á djúphyggju og víðsýni Styrmis, þannig að hann ákvað að leggja upp laupana og ganga formlega inn í það?

Bryndís skrifar gott bréf, en Steini og Stefán falla í hörkurifrildi hvorn við annan, sem er annað einkenni á umræðuhefð í (ó)geðslega þjóðfélaginu.

Húrra fyrir Bryndísi

Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.6.2011 kl. 09:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 15:05

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrmir Gunnarsson átti einfaldlega stóran þátt í að móta hið "ógeðslega íslenska þjóðfélag" með ritstjórn stærsta dagblaðs landsins, Morgunblaðsins, í 36 ár.

Á skrifstofu Styrmis komu flestir sem mikil áhrif höfðu í þjóðfélaginu, menn í viðskiptalífinu og öllum stjórnmálaflokkum.

Hins vegar höfum við Stefán Júlíusson barist gegn hinu "ógeðslega íslenska þjóðfélagi" og erum sammála um að Ísland eigi að fá aðild að Evrópusambandinu.

"Styrmir Gunnarsson var ritstjóri Morgunblaðsins og var talinn mjög áhrifamikill í krafti þeirrar stöðu. Hann hefur að eigin sögn alla tíð verið dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins."

"Á skólaárum sínum kynntist Styrmir mörgum mikilsmetandi mönnum sem áttu eftir að verða áberandi í þjóðlífinu seinna meir. Þeirra á meðal voru Ragnar Arnalds, Halldór Blöndal, Jón Baldvin Hannibalsson og Sveinn Eyjólfsson.

Styrmir lauk laganámi við Háskóla Íslands og hóf svo störf við Morgunblaðið 2. júní 1965 og varð ritstjóri blaðsins árið 1972."

"Styrmir lét af ritstjórastarfi 2. júní 2008.

Þá hafði hann unnið hjá Morgunblaðinu í 43 ár, þar af 36 sem ritstjóri.
"

Styrmir Gunnarsson

Þorsteinn Briem, 23.6.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband