24.6.2011 | 09:34
ESB-umræða á fleygiferð!
Nokkrar greinar hafa birst í blöðunum þessa vikuna um Evrópumál. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur skrifaði í Fréttablaðið:
"Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að við Íslendingar verðum orðnir 433 þúsund eftir hálfa öld, árið 2060. Samkvæmt lágmarksspá gæti niðurstaðan reyndar orðið 384 þúsund og samkvæmt hámarksspá gæti hún orðið 491 þúsund. Íslendingum mun með öðrum orðum fjölga um 66 til 173 þúsund á þessu tímabili. Þetta eru tölur sem mikilvægt er að hafa í huga þegar lagt er mat á ávinninginn sem felst í því að Ísland verði fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Andstæðingar aðildar leggja mikla áherslu á að standa þurfi vörð um hagsmuni landbúnaðar og sjávarútvegs. En þó svo mikilvægt sé að standa vörð um allar atvinnugreinar má þeim og öðrum Íslendingum vera ljóst að fjölgun starfa hér á landi á næstu áratugum mun ekki verða í þessum tveimur atvinnugreinum. Menntakerfi þjóðarinnar hefur tekið mið af þessari staðreynd á undanförnum áratugum. Þeir sem kjósa um aðildarsamning Íslands við ESB eftir eitt til tvö ár þurfa einnig að gera það. Þær kosningar snúast um framtíðina, þær snúast um það hvernig við sjáum fyrir okkur samfélagsþróunina hér á landi á næstu fimmtíu til hundrað árum."
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður í Evrópusamtökunum skrifar grein um málefni Grikklands í Morgunblaðið í dag og segir þar m.a.:
"...það eru fleiri ,,innanlandsástæður fyrir vandræðum Grikkja, þ.e.a.s. sem hafa ekkert með ESB að gera; það er nánast hluti af menningu Grikkja að borga ekki skatta og talið er að allt að 70% af vissum starfsstéttum komist upp með að borga nánast enga skatta. Skatttekjur gríska ríkisins eru því allt of lágar og sagt er að landið þurfi í raun að taka upp nýtt skattkerfi. Þá er svört atvinnustarfsemi talin vera um einn fjórði hluti af heildarhagkerfinu. Spilling á ýmsum stöðum er einnig talin hafa alvarleg áhrif á hagkerfið. Og á spillingunni vinna Grikkir einungis sjálfir, með viðeigandi stofnunum.
Almenn efnahagsleg óstjórn og sérlega rausnarlegt lífeyriskerfi (látnir einstaklingar fengu lífeyri og lífeyrisréttindi erfðust!) eru líka talin vera orsakavaldar. Til dæmis fjölgaði opinberum starfsmönnum um 100.000 á stjórnarárum hægrimannsins Kostas Karamanlis frá 2004-2009 og útgjöld gríska ríkisins um 60%! Gríska ríkið er stór eigandi fyrirtækja og umfangsmikill ríkisrekstur í landinu, hið opinbera er um 40% af þjóðarframleiðslunni.
ESB hefur hvatt Grikki til þess að einkavæða og t.d. hafa heyrst þær raddir að ESB sé að ,,þvinga Grikki til einkavæðingar. Það skondna er að þessar raddir koma helst frá aðilum sem hér á landi stóðu fyrir einni umfangsmestu einkavæðingu á Vesturlöndum hin síðari ári. Það er ekki sama Jón eða séra Jón!
Einnig hefur verið nefnt að útgjöld til hernaðarmála eru mjög há í Grikklandi, eða um 4% af landsframleiðslu. Þetta hlutfall er mun lægra í flestum Evrópulöndum.
Allt hér að ofan eru þættir sem ESB hefur ekkert með að gera, heldur eru ákvarðanir og aðgerðir grískra aðila, einstaklinga sem og yfirvalda."
Þá skrifar Dr. Baldur Þórhallsson einnig grein í Morgunblaðið í dag og segir þar:
"Ef Ísland gengur í Evrópusambandið fær það fullan aðgang að öllum stofnunum sambandsins. Helstu stofnanir sambandsins eru fimm.
Forsætisráðherra Íslands tæki sæti í leiðtogaráði ESB sem kemur iðulega saman sex sinnum á ári. Þar eru nær allar ákvarðanir teknar samhljóða. Forsætisráðherra Íslands hefði í krafti þessa góðan möguleika á að hafa áhrif á framtíðarstefnu sambandsins. Leiðtogar smáríkja eins og Danmerkur og Lúxemborgar hafa sannað að sú er raunin.
Íslenskir ráðherrar sætu í fagráðherraráðum ESB sem fara með löggjafarvaldið ásamt Evrópuþinginu. Utanríkisráðherra Íslands sæti í ráðherraráði utanríkismála. Það leysir meðal annars úr ágreiningsmálum innan sambandsins. Fjármálaráðherra Íslands sæti í ráðherraráði fjármála. Það er orðið eitt valdamesta ráð í Evrópu í dag. Í ráðherraráði sjávarútvegsmála, eins og í öðrum ráðum, er ætíð reynt að ná sátt um mál áður en þau eru afgreidd. Þjóðir tala sig að niðurstöðu og tekið er tillit til hagsmuna ríkja.
Ísland myndi eiga sex þjóðkjörna þingmenn á Evrópuþinginu. Þingmennirnir myndu skipa sér í hefðbundna þingflokka, þ.e. Evrópuþingmenn Sjálfstæðisflokksins myndu taka sæti í þingflokki hægrimanna. Evrópuþingmenn eiga góða möguleika á að láta til sín taka innan þingflokkanna og fá þá á sitt band. Þeir geta einnig haft umtalsverð áhrif á löggjöf sambandsins innan nefnda þingsins þar sem mesta vinnan fer fram. Þetta hafa til dæmis þingmenn hægrimanna á Möltu sýnt. Evrópuþingið er í dag valdamikill löggjafaraðili og lætur í vaxandi mæli til sín taka.
Innan framkvæmdastjórnar ESB myndi Ísland hafa áhrif á mótun löggjafar sambandsins með framkvæmdastjóra í æðstu stjórn hennar og með ráðningu fjölda Íslendinga í störf á hennar vegum.
Auk þessa fengju Íslendingar einn af 28 dómurum í Evrópudómstólnum sem og sæti við ákvarðanatökuborðið í öllum öðrum undirstofnunum og ráðum ESB eins og í Seðlabanka Evrópu."
Umræðan er á fleygiferð!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Árið 2060 verður komið ESB-þrælahald á Íslandi með mikilli fólks-fjölgun, eftir ó-yfirnáttúrulegri svikaspá spákúlu-fræðinga ESB.
Þróunin er öll í þá átt, og blekktir boðberar spámanna-svikara trúa á allt annað en dómgreind almennings, raunveruleikann og sannleikann í þessum málum. Það er umhugsunarvert, svo ekki sé meira sagt.
Bendi þessum boðberum "sannleikans" um ESB-"gæðin" á síðuna hans Jóhannesar Björns Lúðvíkssonar: vald.org.
Þar getur fólk séð raunverulegan sannleika um ESB og fleira.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.6.2011 kl. 11:43
þvílíkt endemsi bull kemur frá þér kona, það eru sem sagt þrælabúðir í ESB löndunum... það er ekki skrítið að ísland sé eins og það er þegar umræðan er á þessu vitsmunastigi.
Óskar Þorkelsson, 24.6.2011 kl. 13:53
"Ísland mun í fyrsta skipti taka þátt í nýrri undiráætlun Comeniusar nemendaskipta á framhaldsskólastigi. Styrkir verða veittir til að senda skiptinema til Comeniusar-samstarfsskóla í 3-8 mánuði.
Framhaldsskólarnir geta sótt um styrki fyrir hönd nemenda sinna til Landsskrifsstofu menntaáætlunar Evrópusambandsins en umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2012-2013 er 1. desember 2011.
Styrkirnir eru fyrir umsýslukostnað sendiskóla, sem og fyrir ferðir og uppihald nemenda.
Allar upplýsingar er að finna á vef stofnunarinnar, www.comenius.is."
Íslendingar taka þátt í fyrsta skipti
Þorsteinn Briem, 24.6.2011 kl. 15:54
"Á mánudaginn kemur, við formlegt upphaf aðildarviðræðnanna [við Evrópusambandið], verður tveimur köflum lokað um leið og þeir verða formlega opnaðir.
Þetta er í mennta- og menningarmálum, svo og vísinda- og þróunarmálum.
Þar þarf ekkert um að semja."
Þorsteinn Briem, 24.6.2011 kl. 16:04
Grein Jóns Karls Helgasonar í Mbl. í vikunni er fráleit.
Fyrir því skal ég færa ýmis rök.
En eru þessir menn kannski blindir? 1/125 (0,8%) atkvæðavægi í Esb.þinginu myndi ekki tryggja okkur neitt og enn síður 0,06% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði (1/1666 atkvæðavægi). Baldur þarf að setjast niður og hugsa þetta upp á nýtt. Vill hann þetta í alvörunni?!
Jón Valur Jensson, 24.6.2011 kl. 20:41
Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.
Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.
Þorsteinn Briem, 24.6.2011 kl. 21:19
Já, vesalings Malta. En auðveldlega getur ekkert smáríki sagt sig úr Esb. og sízt þau verðmætustu meðal þeirra.
Jón Valur Jensson, 24.6.2011 kl. 23:14
Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru einungis sex sem geta talist stór, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn og Pólland.
Fjögur þeirra eru með evru og Pólland tekur að öllum líkindum upp evru eftir nokkur ár, líkt og Lettland og Litháen, sem eru með gjaldmiðla bundna við gengi evrunnar, eins og Danmörk.
Pólland og Litháen eru kaþólsk ríki og af sautján ríkjum með evru eru ellefu kaþólsk, Austurríki, Belgía, Frakkland, Írland, Ítalía, Lúxembúrg, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía og Spánn.
Catholic Church by country
"The euro is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 01:07
Ég sé það núna, að þetta er alveg gríðarlega jákvætt allt með þessa evru - gæti ekki verið betra! Hvað eru þá allir aðrir að rugla, eins og viðskiptasíður dagblaðanna? Þú einn veizt, Steini Briem, það er alveg víst og rétt, og til hamingju!
Jón Valur Jensson, 25.6.2011 kl. 02:17
Dagblöðin, sjónvarpsstöðvarnar og forseti Íslands lofuðu og prísuðu alla þensluna og útrásarvíkingana þegar ég benti oft á það, til að mynda á bloggi Ómars Ragnarssonar, að 80% hækkun á íbúðaverði hér á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2004-2008 fengi engan veginn staðist.
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 02:33
DRAUMURINN UM ÍSLENSKA YFIRBURÐI:
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.
Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 02:37
Já, svo ertu líka svo spámannlega vaxinn.
Veizt allt, getur allt, sérð allt fyrir.
Jón Valur Jensson, 25.6.2011 kl. 02:57
Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:
"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.
Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.
Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.
Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.
Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.
Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 03:06
Þetta er ekki nóg, Steini, við lesendur heimtum heilan fyrirlestur.
Jón Valur Jensson, 25.6.2011 kl. 03:19
Blaður þitt hér er einskis virði, Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 03:26
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 11:47
SKULDIR ÍSLENSKRA HEIMILA SEM HLUTFALL AF RÁÐSTÖFUNARTEKJUM TVÖFALT MEIRI EN SPÆNSKRA HEIMILA.
20.8.2009: "Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%.
Skuldaaukning heimila hefur átt sér stað í flestum hagkerfum undanfarin ár en afar mismunandi er hversu skuldsett heimili í einstökum löndum eru. Skuldir íslenskra heimila eru hins vegar miklar og hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hátt í samanburði við önnur þróuð hagkerfi.
Þannig er þetta hlutfall að meðaltali 134% í Bandaríkjunum, 180% á Írlandi og 140% á Spáni, svo einhver lönd séu nefnd. [...]
Hærra skuldahlutfall gerir heimilin viðkvæmari fyrir breytingum í gengi, verðbólgu, vöxtum og tekjum."
Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum tvöfalt meiri en spænskra heimila
Þorsteinn Briem, 25.6.2011 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.