Leita í fréttum mbl.is

Mikið fjallað um upphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB

island-esb-dv.jpgUpphaf viðræðna Íslands og ESB taka eðlilega mikið pláss í fjölmiðlum. RÚV var t.d. með ágæta fréttaskýringu um málið í fyrrakvöld:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547386/2011/06/26/5

MBL sagði frá þessu í gær, sem og Fréttablaðið/Visir.is og DV, og Eyjan, en þar kemur fram:

"Skýr meirihluti Íslendinga er hlynntur aðildarferli Íslands að ESB og vill eiga þess kost að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að greiða atkvæði um lokaniðurstöðuna, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ávarpi á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel við upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands og ESB í dag.

Össur sagðist við blaðamenn að hann legði áherslu á að hraða viðræðunum og kvaðst vilja að viðræður um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál gætu hafist innan hálfs árs en aðildarviðræðurnar hefjast með umfjöllun um opinber innkaup; upplýsingasamfélagið og fjölmiðla; vísindi og rannsóknir og menntun og menningu. Viðræðum um tvo síðarnefndu kaflana lauk samdægurs enda hefur Ísland tekið gerðir ESB á því sviði upp í lög landsins. Össur sagðist vilja stefna að því að ljúka helmingi  viðræðnanna í formennskutíð Pólverja sem hefst nú um mánaðamót en að afganginum yrði lokið í formennskutíð Dana, sem hefst um næstu áramót."

Einnig er fjallað um málið á EuObserver og þar er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni að Spánn og afstaða þeirra í sambandi við fiskveiðimál geti haft mikil áhrif um útkomuna úr aðildarviðræðunum.

Össur er bjartsýnn á að Ísland muni gerast aðili að ESB.

Google News um málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 01:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 01:28

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Rúv hefur af einhverjum ástæðum fjallað minna um samning sem Ísland gerði við Kína um tollfrjálsan innflutning á Íslenskum sjávarafurðum og iðnaðarvörum til Hong Kong og Össur Skarphéðinsson fjallar um í Frjéttablaðinu  gær. Þar með hefur það sannast sem allir vissu að það er ekkert óeðlilegt að ætla það að Ísland geti gert svipaðan eða betri samning við ESB, eftir að ESB aðild Íslands hefur verið hent út af borðinu.Það hefur líka sannast með þessum samningi við Kína að það er betra fyrir Ísland að hafa samningsferlið í eigin höndum, en ekki einhverra annarra þjóða sem hefði gerst ef Ísland væri í ESB.Það hefur líka sannast á síðustu dögum að VG ætlar ekki að fara með ESB umsóknina á herðunum ínn í næstu kosnungar sem verða í síðastalagi eftir 20 mánuði og mun knýja fram kosningar um samning áður,eða þá að umsóknin verður slegin út af borðinu.Það hefur líka sannast að ESB ætlar að draga samningsferlið á langinn vegna þess að ESB veit að umsóknin verður felld í þjóðaratkvæðagreiðslu og er það haft eftir Össuri á Rúv að ESB dragi samningsferlið.NEI við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 06:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lengi legið fyrir að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu taki að minnsta kosti eitt ár, þannig að þeim ljúki í fyrsta lagi um mitt næsta ár og Ísland geti hugsanlega fengið aðild að Evrópusambandinu um leið og Króatía, eftir tvö ár.

Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband