28.6.2011 | 18:00
Veik króna líkleg!
Á www.visir.is stendur í frétt:
"Líklegt er að gengisþróun krónunnar verði fremur til veikingar en styrkingar á næstunni. Því til rökstuðnings má benda á að gengi krónunnar í nýlegu útboði Seðlabanka Íslands var verulega lægra en opinbert gengi bankans.
Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að verulega skortir á trúverðugleika Seðlabankans og er hann í mjög erfiðri stöðu þar sem verðbólga fer vaxandi þrátt fyrir að enn ríki mikill slaki í hagkerfinu. Ríflegar kauphækkanir í kjölfar kjarasamninga, sem m.a. byggja á því skilyrði að krónan styrkist verulega á samningstímanum, setja bankann í enn erfiðari stöðu.
Komi ekki til aukins útflutnings í bráð er líklegt að krónan haldi áfram að gefa eftir, en bent hefur verið á að leiðin út úr vandanum er aukin fjárfesting hér á landi í greinum sem skapa eða spara gjaldeyri."
Ísland þarf svo nauðsynlega varanlega lausn á gjaldmiðilsmálunum!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Því ber að hefja strax viðræður við ríki N-Ameríku um upptöku USA eða Canada dollar.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 18:11
Vinstri grænir og margir aðrir Íslendingar hafa engan áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðinga Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.
Og hvorki Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 20:04
Forseti Íslands, hr.Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið á ferðalagi í Alaska undanfarna viku og átt í viðræðum við ríkisstjóra Alaska. Forsetinn er vinsæll maður í Bandaríkjunum svo og í Kanada.Hann er líka vinsæll á Íslandi og fólk treystir dómgreind hans í sambandi við upptöku nýs gjaldmiðils, reynist það nauðsynlegt.Alaskabúar hafa tekið honum fagnandi sem og ríkisstjóri þeirra sem er mikil áhrifakona í Bandarískum stjórnmálum.Forseti Íslands hefur ekki gefið mikið fyrir inngöngu í ESB og hann veit sem er að jafnvel þótt við gengum strax í ESB sem gerist ekki, þá á ísland engan kost á að taka upp evru vegna skilyrða ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 5-10 ár hið fyrsta.Forsetinn er áhrifamaður bæði í VG og Framsóknarflokknum frá gamalli tíð og skoðanakannanir hafa sínt að 90% Framsóknarmanna treystir honum og hann er í góðum tengslum við formann Framsóknarflokksins.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 21:07
Ólafur Ragnar Grímsson í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":
"NO ONE IS AFRAID TO WORK WITH US; people even see us as FASCINATING ECCENTRICS WHO CAN DO NO HARM and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."
"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I HOPE THAT MY ANALYSIS HAS HELPED TO CLARIFY WHAT HAS BEEN A BIG MYSTERY TO MANY.
Let me leave you with A PROMISE THAT I GAVE at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.
I formulated it with a little help from Hollywood movies:
"YOU AIN'T SEEN NOTHING YET!""
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:18
Æ fleiri Sjálfstæðismönnum er að verða það ljóst að með inngöngu í ESB, er Ísland að rjúfa tengsl sí við þjóðirnar vestan við Atlandshafið, sm hafa verið okkar bjargvættur í stríði sem friði.Og hætta er líka á því að íslenskir hagsmunir í sambandi við sjálfstætt Grænland, sem verður innan ekki svo margra ára og ríki N-Ameríku gera sér ljóst,verði fyrir borð bornir með inngöngu Íslands í ESB, því engar líkur eru á því að Grænland gangi aftur inn í ESB.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 28.6.2011 kl. 21:18
Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:
"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð. Samkvæmt mati Seðlabankans var slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.
Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.
Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.
Þarna var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.
Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir við í dag þar sem viðskiptahalli hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið hærri og mælist fjórðungur af landsframleiðslu og verðbólga nálgast 8%, að undanskildri skattalækkun.
Atvinnuleysi mælist varla. Þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri. Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:20
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:21
"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.
Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkuð fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."
Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:23
Lausn á gjaldmiðilsmálunum felst ekki í því að taka upp gjörónýtan gjaldmiðil (evru) austur í Evrópu!
Jón Jónsson, 28.6.2011 kl. 21:29
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 58,94%.
80% Íra eru ánægð með evruna
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:39
Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Kanadadollar HÆKKAÐ um 7,06%, Bandaríkjadollar um 7,76%, japanska jeninu um 7,04%, breska sterlingspundinu um 4,52%, íslensku krónunni um 7,66%, sænsku krónunni um 3,39%, norsku krónunni um 0,12% og dönsku krónunni um 0,08%.
Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 21:50
Ég hélt að Evrópusinnarnir á Alþingi hafi komið á höftum til að styrkja gengið.
Það er alveg furðulegt að samtökin telji enn að nauðsynlegt hafi verið að afnema fjórfrelsið til að láta gengið síga hægt og rólega öllum til ama frekarn en að láta það falla fljótt og láta það svo styrkjast og allt væri þá innan ramma EES samningsins.
Það ættu Evrópusinnar að berjast fyrir.
Nú ætla ég t.d. í nám. Hvernig á ég að vita hvort ég geti fjármagnað námið ef ég veit ekki hvað gengið verður á næsta ári, hvort og hvenær gengið verður sett á flot? Ég bíð og bíð og bíð og sé hvað gerist. Það verður allavega þá annað hrun hjá mér.
Fyrsta var árið 2008 og næsta verður þegar krónan verður sett á flot.
Best hefði verið að hafa aðeins eitt hrun. En nei, svo sannarlega ekki.
Afnema fjórfrelsið og allt saman frábært því Evrópuflokkurinn vill þetta
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 21:58
Frá 1. maí í fyrra hefur gengi íslensku krónunar gagnvart evru HÆKKAÐ um 2,66%.
Evran kostar nú um 165 íslenskar krónur HÉRLENDIS en hún kostaði 280 krónur ERLENDIS í maí í fyrra.
Nú er gengi evru gagnvart krónunni HÉRLENDIS hins vegar 79,85% HÆRRA en í ársbyrjun 2008.
Hagvísar Seðlabanka Íslands - Maí 2010, sjá bls. 20
Seðlabanki Íslands greiddi 210 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyrisútboði í dag
Þorsteinn Briem, 29.6.2011 kl. 00:03
Já, Seðlabankinn er góður að gefa peninga. Hvernig halda menn að það standist að útflutningsfyrirtæki fái 165 krónur fyrir evru á meðan að Seðlabankinn selji hana á 210 krónur?
Þetta er hagnaður hjá kaupandanum uppá 45 krónur eða 27% án þess að kaupandinn hafi nokkuð gert en að kaupa krónur.
Frábær þessi gjaldeyrishöft og losun þeirra. Fyrirtæki á Íslandi greiða hagnað fjármagnseigenda.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 09:53
Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 7,75% en EINNIG gagnvart Kanadadollar um 6,85%, Bandaríkjadollar um 8,51% og japanska jeninu um 8,1%.
Ef gjaldeyrishöftin hefðu verið afnumin Í EINU VETFANGI hefði gengi íslensku krónunnar fallið mikið og allar erlendar vörur því hækkað hér mikið í verði með tilheyrandi verðbólgu og vísitöluhækkun.
Einnig erlend aðföng og íslenskar vörur, þar sem þær eru aðallega framleiddar með erlendum aðföngum, til að mynda landbúnaðarvörur.
Við Íslendingar búum langflestir ekki í Þýskalandi með evru, litla verðbólgu, lága vexti og ódýrar matvörur, eins og SUMIR Íslendingar.
Þorsteinn Briem, 29.6.2011 kl. 10:48
Steini: Er ekki krónan að veikjast í dag og verðbólga að aukast? Hvaða tilgangi þjónuðu þá gjaldeyrishöftin?
Krónan hefði fljótlega styrkst aftur og það mikið eftir að óþolinmóðir krónueigendur hefðu losað sig við þær.
Nú er Seðlabankinn að nota gengi langt yfir opinberu gengi til þess að fá "útvalda aðila" til að kaupa krónur.
Það geta útflutningsfyrirtæki ekki gert.
Það er verið að velja þá út sem mega koma með fleiri krónur til landsins en aðrir.
Haltu áfram að styðja það, en það hefur ekkert með fjórfrelsið að gera.
Ég skil ekki af hverju þú styður ekki grundvallar hugsjón ESB
Það er ekkert skrýtið að ekki fleiri Íslendingar vilji ganga í ESB ef "aðildarsinnar" skilja ekki einu sinni grundvallar hugsjón ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 11:14
Það er gott hjá Evrópusamtökunum að benda á lækkandi gengi krónunnar. Það er innbyggt í gjaldeyrishöftunum og er því ekki gott mál.
Þess vegna er nauðsynlegt að skipta um gjaldmiðil og taka upp annan betri og traustari.
Framganga stjórnvalda varðandi gengismál er líka eitthvað sem Evrópusinnar eiga að efla málstaðinn.
Það dettur náttúrulega engum sæmilega þekkjandi manni það í hug að verð á nauðsynjum falli og að allt hagkerfið með ef Seðlabankinn kaupir ekki evrur á yfirverði með peningum almennings.
Pólland er í ESB en er ekki með Evru. Í október 2008 þá hrundi gengi Zlotýsins um ca 80%, mjög svipað og gerðist hér á landi.
Ísland fór þá leið að setja gjaldeyrishöft en Pólland fór þá leið að hafa opið fyrir fjármagnsflutinga. Ísland fór leið lokunar en Pólland hélt sig við sameiginleg gildi ESB og fjórfrelsið.
Síðan þá hefur Zlotyið styrkst en krónan haldist lág. Þetta er besta dæmið um að ESB og fjórfrelsið virkar!!
Innilokunarsinnar ala á ótta!!
Lúðvík Júlíusson, 29.6.2011 kl. 11:21
Framganga stjórnvalda varðandi gengismál er líka eitthvað sem Evrópusinnar eiga að nota til að efla málstaðinn.
Lúðvík Júlíusson, 29.6.2011 kl. 12:55
Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 7,75% en EINNIG gagnvart Kanadadollar um 6,85%, Bandaríkjadollar um 8,51% og japanska jeninu um 8,1%.
Tæpast er hægt að ætlast til að íslenska krónan, matadorpeningar Sjálfstæðisflokksins, HÆKKI gagnvart evru þegar hún hækkar svipað gagnvart Kanadadollar, Bandaríkjadollar og japanska jeninu.
ENGINN veit nákvæmlega hvernig gengi íslensku krónunnar hefði þróast frá bankahruninu haustið 2008 ef hér hefðu engin gjaldeyrishöft verið eða þau afnumin í einu vetfangi.
Hins vegar hefði gengi krónunnar LÆKKAÐ MUN MEIRA en það hefur gert og evran kostaði 280 krónur ERLENDIS í maí í fyrra.
Og fái Ísland aðild að Evrópusambandinu eftir tvö ár, eins og Króatía, verður íslenska krónan bundin gengi evrunnar í tvö ár en að þeim tíma liðnum getum við tekið upp evru sem gjaldmiðil okkar.
Ef Ísland fær aðild að Evrópusambandinu aukast því að öllum líkindum erlendar fjárfestingar hérlendis verulega og hér koma erlendar verslanir og bankar, eins og í Eistlandi þegar eistneska krónan var bundin gengi evrunnar.
Erlend fyrirtæki og bankar hafa aftur á móti verið tregir til að hefja starfsemi hérlendis vegna gríðarlegra gengissveiflna íslensku krónunnar.
Værum við Íslendingar hins vegar með evru nú hefði innflutningur hér frá Kanada, Bandaríkjunum og Japan LÆKKAÐ töluvert í verði á þessu ári, til að mynda heimilistæki og bifreiðar.
Og þar að auki væri nú innflutningur hér frá Evrópusambandslöndunum TOLLFRJÁLS.
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur evran HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadollar um 60,04% og við kaupum til að mynda olíu í Bandaríkjadollurum.
Verðvísitala bíla hækkaði hér um 50% en bensíns og olía um 66% frá maí 2007 til ágúst í fyrra, samkvæmt Hagstofu Íslands.
Íbúðalán hækka hér í samræmi við vísitölu neysluverðs, samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, og vísitalan hefur hækkað um 87,5% frá ársbyrjun 2001.
Og verðtrygging hér FELLUR NIÐUR með upptöku evru.
Öllum heimsins stofnunum þykir hins vegar eðlilegt að matadorklink Sjálfstæðisflokksins sé haft í spennitreyju þar til Ísland fengi aðild að Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 29.6.2011 kl. 13:13
Íslenska krónan kostaði 280 krónur á aflandsmarkaði vegna þess að notagildi þeirra er takmarkað fyrir eigendur þeirra.
Takmarkað notagildi þýðir alltaf lægra verð.
Ef höftin væru afnumin þá vita flestir, ef ekki allir, að notagildi þessara peninga myndi aukast og þar af leiðandi myndi verð þeirra hækka.
Það hefur líka sýnt sig að nú þegar Seðlabankinn bauðst til að kaupa þessar krónur í útboði að þá hækkaði verðgildi þeirra.
Þetta eru einföld hagfræðileg sannindi.
Lúðvík Júlíusson, 29.6.2011 kl. 14:09
Íslenska krónan er gjaldmiðill íslenskra glæpaflokka, sem hafa farið ránshendi bæði hérlendis og erlendis, og einskis virði nema í þeim tilgangi.
Þorsteinn Briem, 29.6.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.