Leita í fréttum mbl.is

Carl Bildt: Vel undirbúin þjóð! Stuðningur frá Eystrasaltinu

Carl BildtRitstjórn ES-bloggins rakst á þessa Twitter-færslu frá Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, um Ísland og ESB, sem hljómar svona:

"Iceland starts its accession negotiations with EU today. A well prepared nation. Would contribute. Resource management. Democracy. And more."

Honum finnst greinilega að Ísland hafi undirbúið sig vel og hafi margt fram að færa innan ESB.

Þá hefur líka borist stuðningur frá nágrönnum Svía, Eistlendingum, sem DV segir frá og er svona:

"Eistland væntir þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og við erum reiðubúin til að aðstoða Ísland á öllum stigum aðildarviðræðna, ásamt því að deila með Íslendingum reynslu okkar í Evrópusamstarfinu.“ Þetta sagði utanríkisráðherra Eistlands, Urmas Paet, í yfirlýsingu í gær.
Utanríkisráðuneyti Eistlands sendi frá sér yfirlýsingu í gær, mánudaginn 27. júní, í tilefni upphafs aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Peat bætti því jafnframt við, að aðildarumsókn Íslendinga bæri þess glöggt vitni að Evrópusambandið sé lifandi samband og enn í sókn.
Í yfirlýsingunni kom einnig fram, að Eistland telji Ísland sem „gamlan félaga,“ og er þess minnst að það var einmitt Ísland sem var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands er landið reif sig frá Sovétríkjunum árið 1991.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á fundi utanríkisráðherra með Stefan Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, voru efnisatriði og fyrirkomulag aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið til umræðu.

Utanríkisráðherra ítrekaði þann vilja Íslendinga að hefja viðræður um allt að helming samningskaflanna fyrir árslok, þar á meðal samningskafla um sjávarútveg og landbúnað."

Utanríkisráðherra fundaði með framkvæmdastjórum Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 28.6.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband