Leita í fréttum mbl.is

Hallur um sjávarútvegsmál á Eyjunni

Hallur Magnússon, liðsmaður EVA, bloggar um sjávarútvegsmál á Eyjunni og segir:

"Ef gengið er frá því í aðildarsamningi að regla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika í sjávarútvegi muni gilda um Ísland þótt breytingar verði á þeirri meginreglu annars staðar í Evrópu þá er það rétt hjá Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að Ísland þurfi ekki sérstakar undanþágur í sjávarútvegi.

En ef reglan um hlutfallslegan stöðugleika sem tryggir Íslendingum einum rétt til veiða á staðbundnum stofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu er ekki hluti aðildarsamnings þá er mögulega unnt að breyta þeirri reglu síðar án samþykkis Íslendinga.

Því mæli ég með því við Össur að hann leggi áherslu á að reglan verði hluti aðildarsamings að Evrópusambandinu."

Öll færslan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Sjávarútvegsmál:


"Samstaða var í nefndinni um meginmarkmið í samningaviðræðum við Evrópusambandið varðandi sjávarútveginn.

Þau lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Það felur í sér forræði í stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu, sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna."

"Jafnframt verði haldið í möguleika á því að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi og skýrri aðkomu Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins í framtíðinni."

"Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.

Meiri hlutinn telur að raunhæf leið til að tryggja forræði íslenskra stjórnvalda með framangreindum hætti innan íslenskrar efnahagslögsögu sé að lögsagan verði til dæmis skilgreind sem sérstakt íslenskt fiskveiðistjórnarsvæði.

Þannig verði réttindi ekki til staðar fyrir erlend fiskveiðiskip til veiða innan íslenskrar efnahagslögsögu úr staðbundnum íslenskum stofnum.


Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins fjallar um nýtingu á sameiginlegri auðlind og er gerð í samkomulagi aðildarríkja sambandsins um nýtingu og samvinnu.

Í þessu sambandi telur meiri hlutinn mikilvægt að leggja áherslu á meginreglur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem telja verður að tryggi ákveðin grundvallarréttindi sem ekki verða skert með reglum Evrópusambandsins, meðal annars fullveldisréttinn um 200 mílna fiskveiðilögsögu.

Þessum viðhorfum til stuðnings er meginregla Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika
, sem ætti enn frekar að tryggja stöðu Íslands gagnvart sínum staðbundnu stofnum."

"Meiri hlutinn leggur áherslu á að kröfum Íslendinga um forræði yfir sjávarauðlindinni verði haldið, sem og rétti Íslendinga til að stýra sókn í veiðistofna er byggist á sjálfbærri þróun, ráðgjöf sérfræðinga og veiðireynslu."

"Hinn lögformlegi ráðgjafi stjórnvalda varðandi heildarafla á íslenskum fiskimiðum er Hafrannsóknastofnun."

"Meiri hlutinn telur einnig afar mikilvægt að Íslendingar fari með samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum eins og hægt er, og tryggi þannig sem best réttindi Íslands til veiða úr þeim, en deilistofnar hafa orðið sífellt mikilvægari í afkomu greinarinnar.

Leita þarf leiða til að tryggja hagsmuni Íslands með beinum aðgangi að slíku samningsferli. Þar þarf að tryggja að sú hlutdeild sem þegar hefur verið samið um haldist, auk þess sem nauðsynlegt er að þrýsta á um að samningum verði lokið um aðra stofna.

Að sama skapi þarf að tryggja að Ísland hafi rétt til að ákveða nýtingu stofna er krefjast markvissrar nýtingar, líkt og loðnustofninn.

Aukin tækifæri
kunna að felast í rétti til veiða úr þessum stofnum í lögsögum aðildarríkja Evrópusambandsins en meginreglan innan sambandsins er sú að aðildarríkin geta veitt sína hlutdeild úr deilistofnum í lögsögum annarra aðildarríkja."

Þorsteinn Briem, 7.7.2011 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband