Leita í fréttum mbl.is

Tveir áhugaverðir Eyju-pistlar

Bendum á tvo áhugaverða pistla á Eyjunni. Í þeim fyrri skrifar Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já-Ísland um bændur og ESB og segir meðal annars:

"Varðandi þetta að aðild að ESB sé dauði bændastéttarinnar á Íslandi þá er þessir spádómar hvergi staðfestir nema í þeirra eigin gögnum.  Það hefur hins vegar verið bent á að mögulega verði niðurfelling útflutningstolla í kjölfar aðildar – til þess að lambakjötsframleiðendur geti hafið stórsókn og gæti aukið framleiðslu.  Það er hins vegar satt  að líklega fari alifuglaræktendur og svínabændur ekki koma vel út úr aðild, en þeir aðilar eru bæði mjög fáir og flestir ekki rómantískir bændur eins og við þekkjum þá felst – heldur verksmiðjur.

Nú við þetta má bæta að fæðuöryggi er ekki tryggt í landi þegar fóður er að miklu leiti flutt inn! – svo þau rök duga skammt.

Þá er það þetta með hagfræðina og verndatollana sem eiga að hafa lækkað verð á matvæli á Íslandi – í fyrsta lagi samræmist þetta ekki grun lögmálum heilbrigðrar rökhugsunar – tollar hindra samkeppni og stuðla að fákeppni, stundum einokun og halda verði uppi.  Auk þess sem það vita það allir sem kaupa inn – að matur er hreint ekki ódýr á Íslandi!!" Pistill Bryndísar í heild.

Í öðrum pistli skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson, þróunarstjóri hjá Tollstjóraembættinu um ESB og afnám vörugjalda. Hann hefur gríðarlega þekkingu á tollamálum og segir í pistlinum:

"Innan Evrópusambandins þekkjast vörugjöld (e. excise duties) aðeins á áfengi, tóbak, kaffi, olíu, bensín, kol og rafmagn. Vörugjöld á hundruð vöruliða, sem Íslendingum hefur hugkvæmst að skattleggja, eru ekki til staðar."

Guðbjörn lýkur pistli sínum á þessum orðum: "Vörugjöld eru ósanngjörn og tilviljanakennd gjaldtaka, sem aðallega beinist gegn ákveðnum þjóðfélagshópum, þ.e.a.s. yngra fólki sem er að byggja og koma sér upp heimili, en einnig unglingum og yngra fólki, sem kaupir meira af tækjum en þeir sem eldri eru. Það er ekki einkennilegt að Framsóknarflokkurinn hafi alltaf verið andsnúinn afnámi vörugjalda á nauðsynjum, því þeir verja einnig með oddi og egg verndartolla á landbúnaðarafurðir. Það er hins vegar einkennilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem jafnan hefur barist fyrir frjálsri verslun og samkeppni og gegn neyslustýringu, hafi á 16 ára valdaferli sínum ekki tekist að afnema vörugjöld á byggingavörur, heimilistæki, hljómtæki, DVD-tæki og i-poda."

Ódýrari matur, lækkun/afnám tolla og vörugjalda, lægri vextir og verðbólga eru allt þættir sem gera aðild að ESB æskilega fyrir íslensk heimili og atvinnulíf!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Afgangur Kínverja af vöruskiptum var rúmir 22 milljarðar Bandaríkjadala í júní síðastliðnum og jókst mjög frá fyrra mánuði.

Vöruskiptajöfnuður hefur valdið pólitískri spennu milli Kínverja og Bandaríkjamanna um árabil."

Mikill vöruskiptaafgangur í Kína

Þorsteinn Briem, 10.7.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"John Boehner, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gefur nú í skyn að hann sé hugsanlega reiðubúinn að falla frá kröfu um samkomulag sem fæli í sér lækkun skulda Bandaríkjanna um fjórar billjónir dala á næstu tíu árum.

Þess í stað segir Boehner repúblikana munu leggja áherslu á minni niðurskurð en þó þannig að hann verði til jafns við skuldaþakshækkunina.

Þannig komist Bandaríkin hjá þjóðargjaldþroti.
"

"Síðdegis í dag mun Barack Obama Bandaríkjaforseti funda með fulltrúum beggja flokka úr báðum deildum þingsins.

Núgildandi skuldaþak Bandaríkjanna er 14,29 billjónir dala en útlit er fyrir 1,6 billjóna hallarekstur bandaríska ríkisins á þessu ári.
"

Karpa enn um skuldaþak

Þorsteinn Briem, 10.7.2011 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband