Leita í fréttum mbl.is

Beittur Guðmundur Gunnarsson á Eyjunni

Guðmundur GunnarssonGuðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambansins, skrifar beittan pistil á Eyjuna og fjallar að mestu um efnhagsmál. Guðmundur hefur pistilinn svona:

"Nokkrir halda því fram glaðhlakkalegir að nú sé ESB að hrynja, og vísa máli sínu til stuðnings á ástandið í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Írlandi. Því er haldið fram að efnahagsstaða þessara landa sé afleiðing þess að þau gengu inn í ESB. Hér er heldur betur verið að snúa hlutunum á haus.

Efnahagsleg staða allra landa er bein afleiðing efnahagsstjórnunar viðkomandi lands. Ef land býr við pólitíska spillingu og óráðssíu reistri á lýðskrumi, með öðrum orðum stjórnmálamenn sem lofa meiru en þjóðin hefur efni á, þá fer efnahagsstaða landsins í vanda, sama hvort það hefur Evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Þessu hefur oft verið bjargað með efnahagsaðstoð frá öðrum löndum, en nú er svo komið að skattborgarar þeirra landa segja hingað og ekki lengra. Framangreind lönd væru í enn verri stöðu en þau eru nú ef þau væru utan ESB.

ESB hefur fylgt þessum kröfum og gert stjórnmálamönnum þessara landa að taka ábyrga afstöðu. Skera niður útgjöld ríkisins eða hækka skatta. Viðkomandi stjórnmálamenn hafa hingað til vikið sér undan þessari ákvarðanatöku, sem hefur orðið til þess að staðan nú svo alvarleg að snarminnka verður útgjöld, minnka lífeyrisskuldbindingar og hækka auk þess skatta svo hægt sé að greiða upp þær skuldir og skuldbindingar sem óábyrg vinnubrögð fyrrverandi stjórnmálamanna hafa leitt yfir viðkomandi þjóð. Sú mikla breyting á aldurssamsetningu þjóðanna sem blasir við á næstu árum gerir það að verkum að ekki verður vikist undan því að taka á vandanum. Hér á ég við að skattgreiðendum fækkar sífellt hlutfallslega.

Hér á landi telja nokkrir að við séum lánsöm og laus við þennan vanda, sakir þess að við höfum sjálfstæðan gjaldmiðil sem hægt sé gengisfella. Þar með hverfi efnahagsvandi þjóðarinnar. En í raun erum við í nákvæmlega sömu stöðu og framangreindar þjóðir."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2011:

"Inflation data and THE STRONG EURO-ZONE GROSS DOMESTIC PRUDUCT GROWTH increase the risk that the ECB could tighten interest rates more aggressively,” said Howard Archer, chief European economist at IHS Global Insight."

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur evran HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjadal um 58,06%.

Og við Íslendingar kaupum meðal annars olíu í Bandaríkjadollurum.

Frá áramótum
hefur evran HÆKKAÐ gagnvart Bandaríkjdal um 7,17%, japanska jeninu um 4,07%, íslensku krónunni um 7,88%, breska sterlingspundinu um 2,91%, Kanadadollar um 3,4%, sænsku krónunni um 2,76%, norsku krónunni um 0,61% og dönsku krónunni um 0,06%.

Þorsteinn Briem, 14.7.2011 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband