Leita í fréttum mbl.is

Hvað er heimsskautalandbúnaður?

Háskóli ÍslandsEins og kom fram í fréttum um daginn opnaði Háskóli Íslands Upplýsingaveitu um Evrópusambandið og Evrópumál.

Þar er nú að finna þessa spurningu frá Natani Kolbeinssyni: "Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?"

Í svarinu segir meðal annars: "Orðin heimskautalandbúnaður eða norðurslóðalandbúnaður vísa til þeirrar sérlausnar sem Finnland og Svíþjóð sömdu um í viðræðum sínum við ESB árið 1994. Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% umfram það sem öðrum aðildarríkjum er heimilt. Markmiðið er að tryggja áframhaldandi landbúnaðarframleiðslu á norðlægum svæðum. Styrkveitingar eru meðal annars háðar því skilyrði að þær mega ekki leiða til aukinnar framleiðslu. Þær eru alfarið fjármagnaðar af viðkomandi ríki og byggjast á sérstakri grein í aðildarsamningi þess við ESB.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Finnar nýttu sér það ákvæði til að semja við ESB um tímabundinn sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Í meirihlutaáliti utanríkimálanefndar Alþingis um aðildarumsókn Íslands að ESB segir að ástæða sé til að ætla að unnt verði að skilgreina allt Ísland sem svæði norðurslóðalandbúnaðar, þar sem það liggi allt norðan við 62. breiddargráðu. Í álitinu, sem lagt er til grundvallar í aðildarviðræðum stjórnvalda við sambandið, er í þessu ljósi lagt upp með að íslensk stjórnvöld leggi þunga áherslu á að fá að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með framleiðslutengdum styrkjum, umfram almennar reglur ESB."

Heildarsvarið er hér, sem unnið er af Vilborgu Á. Guðjónsdóttur, starfsmann vefsins.

Vert er að benda á að ALLIR geta sent inn spurningar sem snúa að ESB til vefsins og það er gert með því að fara inn á þessa slóð: http://evropuvefur.is/hvers_vegna.php


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska bankaeftirlitið (EBA) birti í dag niðurstöðu álagsprófs sem gert var á 90 bönkum í 21 aðildarlandi Evrópusambandsins (ESB).

Tilgangur álagsprófsins var að meta þanþol bankanna lendi þeir í erfiðleikum."

Langflestir stóðust álagspróf

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 18:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Norsk stjórnvöld eru ánægð með þær tillögur sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram um breytingar á fiskveiðistjórnun sambandsins, einkum og sér í lagi banni við brottkasti."

"Norðmenn eiga í samstarfi við Evrópusambandið um stjórn fiskveiða á ákveðnum fiskistofnum í Norðursjó og Skagerrak, sem skýrir áhuga þeirra á bættri fiskveiðistjórnun sambandsins, að sögn Norway Post."

Norðmenn sáttir við tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 15.7.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband