Leita í fréttum mbl.is

DV-viðtal við Stefán Hauk

dv-logoDV birti um daginn ítarlegt viðtal við aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, Stefán Hauk Jóhannesson. Í því var komið inn á helstu álitamál í þessu stóra máli, en viðtalinu lauk með þessum orðum:

Nú er ljóst að almenningsálitið á Evrópusamstarfinu hefur sveiflast mikið á undanförnum misserum. Eina stundina virðist sem meirihluti Íslendinga styðji aðild en í næsta mánuði gæti meirihlutinn verið andvígur. Óttast Stefán að vinnan sem samninganefndin hefur unnið verði að lokum til einskis? "Aðalatriðið er það að við höfum fengið ákveðið hlutverk. Alþingi ályktaði um að sótt skyldi um aðild og það er umboð Alþingis sem við förum með. Það er þjóðin sem ákveður hvort verði fallist á aðildarsamning eður ei. Þetta er mikil vinna, það er rétt, en hún mun eftir sem áður gagnast okkur. Við höfum lært heilmikið um ESB og sömuleiðis hefur ESB lært mikið um okkur. En við vinnum eftir lýðræðislegu umboði og okkar hlutverk er einfaldlega að skila af okkur eins góðu starfi og mögulegt er."

Hvað breytist?

Flestir Íslendingar sem velta Evrópusamstarfinu fyrir sér langar ef til vill að vita hvað komi til með að breytast í daglegu lífi hér á landi, verði af aðild. Getur Stefán bent á einhverjar breytingar?

„Ætli það séu ekki fyrst og fremst efnahagsmálin. Hvort aðildin leiði ekki til meiri efnahagslegs stöðugleika. Afnám verðtryggingar og mögulega lægri vextir í kjölfarið sem verði merkjanlegar breytingar. Svo er rétt að minnast á að með aðild fáum við loksins sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Til þessa höfum við fylgt ákvæðum EES-samningsins en aðeins með því að geta haft takmörkuð áhrif á þær reglur sem við þurfum að taka upp í landsrétti. Það myndi auðvitað breytast."

Ps. Gaman væri að fá allt viðtalið á netið, því með því er að finna mjög góða skýringarmynd af aðildarferlinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Hingað til höfum við geta einhliða tekið okkar ákvarðanir um sjávaútvegs og landbúnaðarmál, það er ástæðulaust að hleypa Evrópusambandi að þeim ákvörðunum enda eru þessir málaflokkar undanskyldir í EES samningnum.

Við inngöngu í ESB þá mun sambandið gera skilyrðislausa kröfu um að Landsvirkjun verði einkavædd og 100.000.000.000Kr árleg arðgreiðsla Landsvirkjunar í nánustu framtíð sem mun renna til samfélagsins verði færð í hendur á einkaaðilum og að raforkuverð til einstaklinga verði margfaldað til samræmis við raforkuverð á meginlandinu. Lækkun á kjúklingaverði verður eins og dropi í hafið í samanburði við tap almennings af þessari einkavæðingu.

Eggert Sigurbergsson, 20.7.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:13

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir það í raun engu skipta hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til Evrópusambandsins þegar komi að lögfestingu ESB-gerða.

Atli Gíslason, óháður þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt að mögulega sé verið að innleiða fleiri ESB-reglugerðir en þörf sé á vegna EES-samningsins. Þannig sé smám saman verið að laga Ísland að regluverki Evrópusambandsins.

"Það fer bara eftir því hve margar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta," segir Stefán Már.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsynlegt sé til að uppfylla EES-samninginn en hugsanlega sé stundum of rúm túlkun lögð til grundvallar því hvað falli innan samningsins."

Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Íslandi veitti Alþingi stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 12. janúar 1993."

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:15

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Orku- og auðlindamál. Vatns- og orkuauðlindir:

Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meiri hlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi.

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.

Meiri hlutinn leggur áherslu á að eignarhald og nýting vatns- og orkuauðlinda takmarkast ekki af reglum Evrópusambandsins umfram það sem þegar er á grundvelli meginreglna á sviði umhverfisréttar.

Um er að ræða meginreglu um sjálfbæra nýtingu, þ.e. að menn fylgi almennri stefnumótun um sjálfbæra þróun, gangi ekki á höfuðstól auðlinda og takmarki þar með ekki afnotarétt eða lífsgæði komandi kynslóða."

"Meiri hlutinn leggur áherslu á að náttúruvernd og sjálfbær nýting náttúruauðlinda landsins eigi áfram að vera meðal grundvallarhagsmuna Íslendinga.

Rétt er því að huga sérstaklega að því að tryggt verði að Íslendingar geti nýtt endurnýjanlegar vatnsafls- og jarðhitaauðlindir sínar til orkuframleiðslu og fjölbreytts iðnaðar.

Í fljótu bragði virðist ekkert í reglum Evrópusambandsins hindra þetta, raunar leggur sambandið mikla áherslu á að auka hlut hreinna orkugjafa.

Reglur Evrópusambandsins um útblástursheimildir geta haft áhrif á nýtingu orkunnar en útiloka ekki nýtingu auðlindanna eða hvernig ríki ákveða að nýta þær ef þau kjósa svo.

Grundvallaratriði er að ekki er hróflað við fullveldisrétti ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.

Jafnframt minnir meiri hlutinn á að við gerð aðildarsamnings Norðmanna á sínum tíma var sett inn bókun um að þeir héldu yfirráðum yfir öllum sínum auðlindum.

Ástæða bókunarinnar var að Evrópusambandið hefur ekki samræmda stefnumótun, hvorki að því er varðar eignarhald né nýtingu þeirra auðlinda er hér um ræðir, svo sem áður greinir."

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI HÆGT AÐ BREYTA ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA SAMBANDSINS séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 20.7.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband