Leita í fréttum mbl.is

Ofmat á krónunni?

Tómas Ingi Olrich, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, skrifar grein um Evruna í Morgunblaðið í dag og þar má lesa þetta:

"Á árunum fyrir lánsfjárkreppuna var ljóst að íslenska krónan var ofmetin á markaði. Réðu því miklar framkvæmdir og þensla á íslenskum vinnumarkaði, sem ekki var fylgt eftir með samdrætti í opinberum framkvæmdum. Við þessi vandamál bættist útgáfa verðbréfa í íslenskum krónum erlendis. Jók hún á ofmat krónunnar og frestaði aðlögun gjaldeyrisins að raunveruleikanum. Seðlabanki Íslands gerði það sem var á hans valdi til að draga úr þenslu með mjög háum stýrivöxtum."

Þetta er athyglisverð fullyrðing, því spyrja má; snerist þetta um ofmat á krónunni? Var ekki gengi krónunnar kolvitlaust skráð og var það ekki gert með handvirkum hætti?

Var ekki krónan "spilamynt" sem menn úti í heimi (og hérlendis) gátu leikið sér með, tekið stöðu gagn og svo framvegis?

Og hvað er sem segir okkur að það muni breytast? Litlir gjaldmiðlar eru mun berskjaldaðri gagnvart spákaupmennsku en stórir. Evran er mun öruggari gjaldmiðill að þessu leyti en krónan, minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, einn þeirra alþingismanna sem samþykktu aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, hefði verið ANDVÍGUR því að reisa Kárahnjúkavirkjun.

Undirbúningur að því verki hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.

Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:


"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.

Vinnumálastofnun
hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.

Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands.
"

Þorsteinn Briem, 27.7.2011 kl. 13:12

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég sem hélt að nú í dag væri Evran stærsti spilapeningurinn á markaðinum. Einnig held ég að betra sé að hafa litlinn gjaldmiðill heldur en engan. Mér sýnist að Evran sé að sigla sína síðustu daga.

Eggert Guðmundsson, 27.7.2011 kl. 15:31

3 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvenær atlar fólk að skilja að gjaldmiðill er í sjálfu sér einskis virði (það er búið að

prenta á pappíinn).

Það er það sem stendur á bak við sem gildir. Í nútíma þjóðfélagi "landsframleiðsla."

ef hún er engin eða lítil þá er krónan verðlaus og engvar evrur.

Leifur Þorsteinsson, 27.7.2011 kl. 16:07

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er rétt hjá þér Leifur. Gjaldmiðill er einungis spegill efnahagslífsins. Það sem ég var að segja hérna að framan sé að sökkva niður, því hún endurspeglar ekki stöðu efnahagslífs í hverju landi fyrir sig. Það þyrfti að vera með 27 týpur af Evru, eða keyra Evrópu saman í eitt ríki eins og Þjóðverjar eru að reyna að gera.

Eggert Guðmundsson, 27.7.2011 kl. 16:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evran er gjaldmiðill 332ja milljóna manna og gjaldmiðlar Danmerkur, Litháens og Lettlands eru bundnir gengi evrunnar.

Frá áramótum
hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 9,11%, Kanadadollar um 3,49%, japanska jeninu um 4,16%, breska sterlingspundinu um 2,88%, íslensku krónunni um 8%, sænsku krónunni um 1,3% og dönsku krónunni um 0,01%.

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 60,92% og við kaupum til að mynda olíu í Bandaríkjadollurum.

Þorsteinn Briem, 27.7.2011 kl. 16:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum okkar vörur og þjónustu aðallega til annarra Evrópulanda og við sköpum ENGIN verðmæti hér á Íslandi með því að skipta evrum í íslenskar krónur og þeim svo aftur í evrur, Bandaríkjadali, bresk sterlingspund eða danskar krónur.

Erlendir ferðamenn
koma EKKI til Íslands vegna þess að ódýrara sé að ferðast hingað en til Evrópusambandslandanna eða á milli þeirra.

Erlendum ferðamönnum fjölgaði
mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, á árunum 2006 og 2007.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Árið 2006
var verðlag hérlendis 61% HÆRRA en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum, borið saman Í EVRUM.

Hagstofa Íslands - Evrópskur verðsamanburður á mat, drykkjarvöru og tóbaki


Við Íslendingar kaupum hins vegar matvörur og aðrar vörur í verslunum hér í íslenskum krónum en ekki í evrum.

Árið 2010 var hlutur innflutnings hér frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins 61%
en útflutnings 82%.

Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 122% og Bandaríkjadals um 82%.

KOSTNAÐUR
ferðaþjónustunnar hér, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur því að sjálfsögðu AUKIST MIKIÐ frá þeim tíma.

Og það á einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk.

Seðlabanki Íslands
með bankastjórann Davíð Oddsson varð gjaldþrota og við Íslendingar skuldum háar fjárhæðir erlendis, eins og til að mynda Írar, Portúgalar og Grikkir.

Danir
, Svíar, Finnar og Pólverjar hafa veitt okkur há lán undanfarin ár, meðal annars til að við getum greitt gamlar erlendar skuldir okkar, sem greiða þarf nú í ár og á næsta ári.

Allar þessar þjóðir eru í Evrópusambandinu og vegnar ágætlega, svo og til að mynda Eistlandi, sem tók upp evru nú um áramótin og hefur veitt Grikkjum lán, rétt eins og við Íslendingar höfum fengið lán hjá Evrópusambandsríkjum eftir bankahrunið hér haustið 2008.

Við höfum margfalt minni viðskipti við Bandaríkin en Evrópska efnahagssvæðið og sáralítil viðskipti við Kanada.

Bandaríkin skulda gríðarlegar fjárhæðir erlendis og Kanadamenn eiga mest viðskipti við Bandaríkin.

Evran er betri fyrir okkur Íslendinga en Bandaríkja- eða Kanadadollar, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands


Evruríkin telja einfaldlega hagkvæmast að nota evruna, enda eiga þau mest viðskipti við önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu, rétt eins og við Íslendingar.

Áttatíu prósent Íra eru ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 27.7.2011 kl. 17:17

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er náttúrlega ekkert mark á ykkur ESB- og evru-málflytjendum takandi í gjaldmiðlamálum -- þöggunin um kröggur evrusvæðisins síðasta mánuðinn og lengur hefur verið alveg ískyggilega hávær hér á þessum síðum!

En úr því að ég skrifa, vil ég benda á, að greinaflokkur Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu síðustu vikur hefur verið einstaklega vel unninn og upplýsandi fyrir marga, um sögu ESB, marga þræði og fléttur þar að baki og svo fjölmargt annað. Fólk ætti að lesa hann, og gera ætti hann aðgengilegan öllum.

En ekki treysti ég ykkur fyrir því!

Steini, Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! - Og þetta er ný könnun, frá því um 10. júlí, en sú, sem þú vísar í frá Írlandi, er í allra yngsta lagi frá 1. viku JÚNÍ, en sennilega eldri en það. Síðan þá hefur Írum og Grikkjum lærzt ýmislegt ...

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 05:32

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mönnum ætlar að ganga illa að skilja það að það er ekki samhengi milli gjaldmiðils og verðbólgu, heldur skapast verðbólga vegna efnahagsstjórnunar.

Jóhann Elíasson, 28.7.2011 kl. 10:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er von að þú mærir í hástert Tómas Inga Olrich, einn þeirra sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir gríðarlegri OFÞENSLU hér á síðasta áratug og ollu því að hér eru nú GJALDEYRISHÖFT.

Ég veit ekki betur en að Tómasi Ingi hafi verið FYLGJANDI einkavæðingu bankanna hér á árunum 1998-2002, hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004 og byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2002-2007.

Eða greiddi hann kannski ATKVÆÐI Á MÓTI öllum þessum aðgerðum á Alþingi og í ríkisstjórn?!

Einkavæðing íslensku bankanna


Efnahagskreppan á Íslandi


Hækkun á lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í 90% árið 2004


Tómas Ingi
, gamli frönskukennarinn minn í Menntaskólanum á Akureyri, var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðurlandskjördæmi eystra á árunum 1991-2003 og Norðausturkjördæmi 2003-2004, og ráðherra á árunum 2002-2003.

Og hann var einn þeirra alþingismanna sem SAMÞYKKTU aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, sem þú ert andvígur, elsku kallinn minn.

Þar að auki gaf hann mér 1 í frönsku en Gérard Lemarquis, frönskukennarinn minn í Menntaskólanum við Hamrahlíð, gaf mér 10, sem sýnir að annað hvort kann Tómas Ingi ekkert í frönsku eða hann heldur að núll skipti engu máli þegar tölur eru annars vegar.

Og það síðarnefnda er mun verra fyrir íslensku þjóðina, eins og dæmin sanna.

Ekki held ég að Írar og Grikkir séu sólgnir í ráð, eða öll heldur óráð, þessa volaða manns.

Gjaldmiðill okkar Íslendinga er íslensk króna en EKKI evra og hér væru að sjálfsögðu ENGIN GJALDEYRISHÖFT ef evran væri nú gjaldmiðill okkar en ekki Matadorpeningar.

Íslenskur almenningur og fyrirtæki skulduðu GRÍÐARLEGAR fárhæðir í árslok 2007, þegar "ÍSLENSKA GÓÐÆRIÐ" stóð sem hæst.

Íslensk fyrirtæki skulduðu 15.685 milljarða króna í árslok 2007 en 22.675 milljarða króna í árslok 2008 og skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru TVÖFALT HÆRRI en spænskra heimila í árslok 2008.

Hlutfall heimskra manna í hverju landi fyrir sig er hins vegar málinu óviðkomandi en það er yfirleitt 20-30%, einnig hérlendis.

Og núll verður ætíð að taka með í reikninginn, enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hneigist til að sleppa þeim.

En það gerði Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu ekki þegar eftirlaun Davíðs Oddssonar voru annars vegar.

Og fyrir hvað skyldu þau nú vera greidd?!

Seðlabanki Íslands
varð GJALDÞROTA þegar Davíð Oddsson var þar bankastjóri.

Þorsteinn Briem, 28.7.2011 kl. 11:45

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Veiztu það ekki einu sinni, Steini, að ESB ætlast til þess, að ekki séu reknir ríkisbankar? Einkavæðing banka var ekki í andstöðu við stefnu ESB, og hvarvettna ríkti skipulag einkabanka. Hins vegar brást algerlega eftirlitskerfi ESB í bankamálum. Endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra á ábyrgð ESB ollu hruninu; Íslendingar saklausir

Svo er óvíst hvort evran verður til eftir 5 ár nema e.t.v. á mun takmarkaðra svæði en nú.

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 12:05

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Elíasson,

Það væri nú harla einkennilegt ef GRÍÐARLEG LÆKKUN á gengi íslensku krónunnar undanfarin ár hefði EKKI valdið mikilli verðbólgu hérlendis.

FLEST
aðföng og vörur hér eru INNFLUTTAR og þegar gengi íslensku krónunnar LÆKKAR, til að mynda gagnvart evrunni, þarf að sjálfsögðu að greiða fleiri krónur fyrir hverja evru.

Þar af leiðandi HÆKKAR verð á vörum frá evrusvæðinu í verslunum hérlendis, svo og verð á vörum framleiddum með aðföngum frá evrusvæðinu, verðbólgan hér EYKST því og VERÐTRYGGÐ LÁN HÆKKA.

Frá ársbyrjun 2006
hefur gengi evru gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 122%.

Og hlutfall evrusvæðisins í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þorsteinn Briem, 28.7.2011 kl. 12:29

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ég veit ekki betur en MEIRIHLUTI Íslendinga sé FYLGJANDI því að bankar hér séu einkareknir, virkjanir reistar og við LEGGJUM NIÐUR íslensku krónuna sem gjaldmiðil okkar.

Hins vegar var ENGAN VEGINN sama HVERNIG hlutirnir voru gerðir hér eða Á HVAÐA TÍMA, eins og dæmin sanna og við Íslendingar súpum nú seyðið af Í MÖRG ÁR.

Og Tómas Ingi Olrich getur ENGAN VEGINN með sanni kennt útlendingum um það HVERNIG bankarnir hér voru einkavæddir, að lánshlutfall Íbúðalánasjóðs var hækkað í 90% árið 2004 og Kárahnjúkavirkjun var reist þegar það var samkvæmt Samtökum atvinnulífsins:

"... staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn."

ÖLL
þessi atriði ollu hér OFÞENSLU og á því ber Tómas Ingi Olrich ÁBYRGÐ ásamt fleirum sjálfstæðismönnum, svo og framsóknarmönnum.

Og þeir eiga að sjálfsögðu ALLIR að gangast við þeirri ÁBYRGÐ, í stað þess að kenna sífellt ÖÐRUM um það sem aflaga fór í ÞEIRRA EIGIN stjórnartíð, ásamt aftaníossum sínum hér á Netinu.

Þorsteinn Briem, 28.7.2011 kl. 13:40

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steini, ertu með skít á milli eyrnanna??????  Ég sagði að verðbólga sé EKKI bundin gjaldmiðli HELDUR lélegri efnahagsstjórn.  Hvort kemur svo á undan eggið eða hænan??????

Jóhann Elíasson, 28.7.2011 kl. 14:49

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Steini. Aðild að myntsamstarfi setur því skorður hversu lengi verðbólga langt umfram verðbólgu í öðrum löndum myntsamstarfsina getur varað áður en samkeppnisstaða landsins versnar um of og viðskiptahalli verður mikill. Það verður ekki hægt að lækka gengi gjaldmiðilsins til að halda sukkinu áfram og fela vandann og það neyðir menn til annarra aðgerða, jafnvel beinna launalækkana í stað óbeinna með verðbólgu umfram launahækkanir.

Jón Valur. Það er ekkert í ESB reglum sem bannar ríksibanka. ESB reglur gera einungis kröfu til þess að ef bæði eru ríkisbankar og einkabankar í landinu þá megi ekki skekkja samkeppnisstöðu bankanna með ríkisstuðningi við ríkisbankann em einkabönkunum standi ekki til boða.

Sigurður M Grétarsson, 28.7.2011 kl. 16:13

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Elíasson,

Ég nota augun en ekki eyrun til að lesa það sem menn skrifa en öfgahægrisinnar nota náttúrlega eyrun til lesturs.

Hér að ofan skrifar þú:

"það er ekki samhengi milli gjaldmiðils og verðbólgu"

Hér er EINMITT samhengi á milli gjaldmiðils og verðbólgu, eins og ég rakti hér að ofan.

Meðal annars
vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 28.7.2011 kl. 18:18

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steini, hættir þú að þroskast þegar þú varst fimm ára???  Ef þú ert virkilega það vitlaus að halda að verðbólga sé innbyggð í einhvern gjaldmiðil, þá ertu MJÖGheftur og hausinn á þér ferkantaður leðurhaus og þú ert sennilega búinn að fara of margar ferðir í "heilaþvottavél" LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR.

Jóhann Elíasson, 28.7.2011 kl. 20:55

17 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jóhann, Steini hefur rétt fyrir sér að vissu leyti.

Íslenska hagkerfið er lítið og einhæft og áföll geta haft mikil áhrif á gjaldeyristekjur þjóðarinnar.  Þegar þær lækka þá lækkar jafnframt krónan til að draga úr viðskiptahallanum.

Lækkun krónunnar birtist einnig í hærri tímabundinni verðbólgu.

Þegar hagkerfið hefur náð sér á strik og gjaldeyristekjurnar aukast aftur þá dettur engum í hug að verðhjöðnun eigi að taka við af verðbólgunni, enda er verðhjöðnun talin skaðlegri en verðbólga af meirihluta hagfræðinga.  Þegar vissum stöðugleika hefur verið náð þá er í staðinn reiknað með lágri verðbólgu.

Stærð og lítill fjölbreytileiki hagkerfisins gerir það því að verkum að verðbólga á Íslandi er hærri til lengri tíma.

Það er fátt sem bendir til þess að hægt verði að breyta hugmyndafræði hagstjórnarinnar mikið á næstu árum en það er þó möguleiki á því að taka upp betri og stöðugri gjaldmiðil.

Lúðvík Júlíusson, 28.7.2011 kl. 23:42

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikill evrósérfræðingur ert þú, Lúðvík evru- og EBS-maður.

Ég er bara aldeilis dolfallinn!

Jón Valur Jensson, 29.7.2011 kl. 00:56

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jóhann Elíasson,

Ég held að einhvers konar sýra hljóti að hafa komist í kollinn á þér og öðrum HÆGRIÖFGAMÖNNUM, elsku kallinn minn.

Hér hefur verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar gengi íslensku krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.

Verðbólgan
hér var 7% árið 2006, þegar gengi krónunnar var HÁTT skráð, og 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og gengi krónunnar HRUNIÐ.

Og á árunum 2001-2008 HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 65%.

"Fara þarf alveg aftur til sjötta áratugs síðustu aldar til að finna dæmi um verulega verðhjöðnun sem náði yfir heilt ár.

Mest varð lækkunin frá desember 1958 til sama mánaðar 1959 eða 7,84%. Þá lækkaði verðlag um rúm 3% frá október 1952 til sama mánaðar árið á eftir.

Örlítil verðhjöðnun varð einnig árið 1948. Þar áður lækkaði forveri vísitölu neysluverðs um tæp 5% frá desember 1942 til sama mánaðar 1943.

Árið 1943 var vitaskuld mjög óvenjulegt ár vegna heimsstyrjaldarinnar síðari.

Þetta var þó allt fyrir verðtryggingu lána, sem ekki var leyfð fyrr en með svokölluðum Ólafslögum árið 1979.

Eftir það hefur aðeins einu sinni orðið verðhjöðnun þegar horft er til heils árs en hún var þó óveruleg.

Frá október 1993 til nóvember 1994 varð örlítil verðhjöðnun, vísitala neysluverðs lækkaði úr 170,8 í 170,7 stig eða um 0,06%."

Þorsteinn Briem, 29.7.2011 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband