Leita í fréttum mbl.is

Fréttatíminn: Stöðugleika ekki náð með krónuna sem hagstjórnartæki

Fréttatíminn

Í leiðara Fréttatímans í dag skrifa Jón Kaldal um gjaldmiðilsmál, en sú kenning hefur verið á lofti að krónan eigi (og sé)  að bjarga okkur út úr efnahagsvandanum. Hægt er hinsvegar að spyrja hvar þessi stórkostlega "krónubjörgun" sé?

Yfirskrift leiðarans er; "Flóttinn frá því að tala um krónuna," og beinir Jón orðum sínum að Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formönnum tveggja Nei-flokka í ESB málinu og segir að réttilega sé hægt að gagnrýna stjórnvöld fyrir slæma frammistöðu við að skapa atvinnulífinu góða umgjörð. 

Svo segir Jón Kaldal: "Gagnrýni þeirra hljómar hins vegar heldur aumlega þegar þeir skjóta sér á sama tíma undan því að ræða þann grundvallarþátt efnahagslífsins sem krónan er." Og hann segir þessa tvo leiðtoga ekki virðast vilja ræða framtíðarskipan gjaldmiðilsmála hér á landi og segir síðan: " Lengi hefur þó legið fyrir að ásættanlegum stöðugleika verður ekki náð með krónuna sem hagstjórnartæki." 

Lesa má allan leiðarann á vef blaðsins, www.frettatiminn.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB-sinnaði Fréttatíma-ritstjórinn, fyrrverandi ESB-sinnaði Fréttablaðs-ritstjórinn Jón Kaldal er kannski orðinn ykkar sérfræðingur um gjaldmiðilsmál?

Jón Valur Jensson, 29.7.2011 kl. 11:52

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Stöðugleika verður ekki náð, nema með mönnum sem hafa eitthvað á milli eyrnanna.

Það skiptir engur máli nafnið á gjaldmiðlinum.

Eggert Guðmundsson, 29.7.2011 kl. 12:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Guðmundsson,

Rétt er það
að "stöðugleika verður ekki náð, nema með mönnum sem hafa eitthvað á milli eyrnanna".

Hér hefur verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar gengi íslensku krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.

Verðbólgan
hér var 7% árið 2006, þegar gengi krónunnar var HÁTT skráð, og 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá seðlabankastjóri og gengi krónunnar HRUNIÐ.

Og á árunum 2001-2008 HÆKKAÐI hér vísitala neysluverðs um 65%.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa einnig verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Og við náum EKKI stöðugleika hér á Íslandi með því að nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil okkar Íslendinga.

Enda hefur MEIRIHLUTI Íslendinga ENGAN áhuga á því.

27.2.2011:


"Tæplega 60 prósent landsmanna vilja skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil á næstu árum.

Kjósendur Framsóknarflokks vilja einir halda í krónuna en viðsnúningur hefur orðið í afstöðu Sjálfstæðismanna til málsins.

Þetta kemur fram í könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins.

Spurt var:

Vilt þú að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi?


40,5 prósent vilja halda í krónuna en 59,5 prósent vilja taka upp nýjan gjaldmiðil."

Sextíu prósent landsmanna vilja skipta krónunni út

Þorsteinn Briem, 29.7.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það sem gleymist viljandi hjá aðdáendum sambandsríkisins og Evrunnar er að nefna hverjar afleiðingarnar verða fyrir launafólk við innlimun og upptöku Evru en þessar tölur liggja fyrir hjá Eurostat.

Atvinnuþátttaka kvenna er hvergi meiri heldur en á Íslandi af öllum löndum Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Atvinnuþátttaka karla er hvergi meiri en hér að undanskildu Sviss sem er að sjálfsögðu ekki í ESB.

Það sem gerist við upptöku á Evru er að hin svokallaði stöðugleiki er dýru verði keyptur og bitnar það mest á atvinnuþáttöku kvenna þar sem stór hluti kvenna verður rekin heim af vinnumarkaði ásamt stórum hluta karla enda er atvinnuþáttaka á Evrusvæðinu eingöngu 70.4% þegar hún er 80,1% á Íslandi þrátt fyrir að við höfum sögulegt hámark atvinnuleysi vegna afleiðinga EES bankaránsins. 

Þrátt fyrir sögulega hátt atvinnuleysi á Íslandi þá væri hér vöntun á vinnuafli ef við værum með atvinnuþáttöku og atvinnuleysi Evrusvæðisins.

Atvinna á að vera sjálfsögð fyrir alla sem vilja vinna. Atvinnuleysi á ekki að vera lífsmáti eins og tugmiljónir Evrulandsbúa þekkja eingöngu.

Ég vel atvinnu frekar en hvort karamellan kosti tíkall, Evru eða græna baun. 

Eggert Sigurbergsson, 29.7.2011 kl. 14:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Eggert.

Þeir hinir ættu að líta í Moggann í dag ...

Jón Valur Jensson, 29.7.2011 kl. 14:20

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Eggert, Þetta eru rangfærslur hjá þér og blekkingar.

Staðreyndin er að þetta hefur ekki nein áhrif á atvinnuþáttöku fólks. Fólk verður ennfremur ekki fyrir þeirri kjaraskerðingu þar sem að evran er notað eins og á sér stað á Íslandi. Þar sem íslenska krónan er notuð.

Það er dýrt að nota íslensku krónuna. Kostnaðurinn er hinsvegar falin, enda kemur þetta fram sem skerðing á kaupmætti, hækkandi verðlagi og verðbólgu.

Þeir sem telja að íslenska krónan sé best fyrir íslendinga vita ekki hvað þeir eru að tala um, eða þá að þeir vísvitandi ljúga því að sjálfum sér að efnahagur Íslands gangi upp með íslensku krónunni.

Vegna þess að síðan árið 1980 þegar nýja krónan var tekin upp þá hefur allt farið aftur til fjandans á Íslandi vegna verðbólgu.

Það tók ekki nema rúmlega 30 ár að gerast og gera núverandi krónuna ónýta og verðlausa með öllu.

Jón Frímann Jónsson, 29.7.2011 kl. 14:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Evrópska efnahagssvæðið
er SAMEIGINLEGUR VINNUMARKAÐUR.

EKKERT
breytist í þeim efnum með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Vegna margra ára EFNAHAGSÓSTJÓRNAR Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins HRUNDI gengi íslensku krónunnar haustið 2008 og mörg þúsund Íslendingar urðu atvinnulausir, BÆÐI karlar og konur.

Fjölmargir
Íslendingar fóru því til starfa í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, BÆÐI konur og karlar, sem annars hefðu viljað vinna hér á Íslandi.

Og MÖRG ÞÚSUND erlendar KONUR starfa hér við til að mynda fiskvinnslu, umönnun sjúklinga og gamalmenna, ræstingar, veitinga- og verslunarrekstur.

ÞÚSUNDIR
pólskra kvenna halda hér fiskvinnslunni gangandi um allt land, svo þú getir keypt þínar karamellur og jafnvel kanamellur fyrir þinn tíkall, sem annars er ekki mikils virði í heiminum.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru EYKST hins vegar ATVINNA HÉR með fjárfestingum erlendra fyrirtækja, sem EKKI hafa áhuga á að fjárfesta hér á meðan við erum með íslenska krónu, sem í marga áratugi hefur verið GRÍÐARLEGA ÓST0ÐUG.

Og verðbólgan hér MIKIL, BÆÐI þegar gengi krónunnar hefur verið HÁTT OG LÁGT skráð.

Þorsteinn Briem, 29.7.2011 kl. 14:58

8 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Krónan er handónýtur gjaldmiðill sem hefur gert mikinn óskunda hér á landi. Vonandi verður hún jörðuð endanlega við fyrsta tækifæri.

Eyjólfur Sturlaugsson, 29.7.2011 kl. 18:28

9 Smámynd: Jón Jónsson

Fólk talar eins og ísl. krónan og evran séu einu gjaldmiðlarnir. Það eru til aðrir gjaldmiðlar eins og bandaríkjadalur, kandadadalur o.fl.

Jón Jónsson, 29.7.2011 kl. 20:36

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Jónsson,

MEIRIHLUTI
Íslendinga hefur ENGAN áhuga á að vera með mynd af Bandaríkjaforseta eða Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðinga Kanadamanna, á gjaldmiðli sínum.

Og hvorki Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.

Við höfum margfalt minni viðskipti við Bandaríkin en evrusvæðið og sáralítil viðskipti við Kanada.

Bandaríkin skulda gríðarlegar fjárhæðir erlendis
og Kanadamenn eiga mest viðskipti við Bandaríkin.

Hlutfall evrusvæðisins
í útflutningsvog Seðlabanka Íslands árið 2010, byggðri á vöru- OG þjónustuviðskiptum árið 2009, var 52% en vöruviðskiptum 60%.

Þar að auki eru gjaldmiðlar Danmerkur, Litháens og Lettlands bundnir gengi evrunnar.

Frá áramótum
hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 7,64%, íslensku krónunni um 7,69%, Kanadadollar um 3,02%, japanska jeninu um 2,64%, breska sterlingspundinu um 2,35% og sænsku krónunni um 1,53%.

Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 58,76% og við kaupum til að mynda olíu í Bandaríkjadollurum.

Evran er betri fyrir okkur Íslendinga en Bandaríkja- eða Kanadadollar, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands

Þorsteinn Briem, 29.7.2011 kl. 22:25

11 Smámynd: Ólafur Als

Steini, mikið er aumt að sjá þína óheiðarlegu sýn á þetta mál. Er það virkilega svo að ESB-trúboðið hefur firrt þig manndómi þínum? Ég átta mig ekki alveg á því hvaða -ismi ræður för hjá þér. Þó ljóst að hann tekur lítið tillit til hagsmuna Íslands - einungis vonarinnar um að ganga inn í sambandsríkið á meginlandinu.

Hér þurfa menn að ræða af heiðarleika um kosti og galla þess að taka upp sterken erlendan gjaldmiðil. Kostir íslensku krónunnar - sem gerir fátt annað en að endurspegla efnahagsþætti innlenda - eru jafnframt ókostir hennar. Að sama skapi má segja að kostir (upptöku) erlends gjaldmiðils eru jafnframt ókostir hennar. Þetta þurfa menn að vega og meta í stað þess að setja málið í búning rasisma um útlit gjaldmiðla eða annað kjaftæði.

Ólafur Als, 30.7.2011 kl. 07:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Orku- og auðlindamál. Vatns- og orkuauðlindir:

Nefndin skoðaði ítarlega þau álitaefni er lúta að vatns- og orkuauðlindum, enda er þar um að ræða grundvallarþætti í auðlindanýtingu á Íslandi.

Meiri hlutinn leggur áherslu á að við þessa ítarlegu skoðun kom ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að aðild að Evrópusambandinu hefði áhrif á íslenska hagsmuni á þessum sviðum og bendir í því sambandi einnig á að fyrirkomulag eignarhalds náttúruauðlinda er ekki viðfangsefni Evrópusambandsins, heldur alfarið á hendi aðildarríkjanna, þar sem innri markaðslöggjöfin tekur ekki á eignarhaldi".

Því er ekki um að ræða yfirþjóðlega eign á auðlindum aðildarríkjanna.
"

"Grundvallaratriði er að ekki er hróflað við fullveldisrétti ríkja. Það gildir einnig um ákvæði Lissabon-sáttmálans og annarra sáttmála Evrópusambandsins.

Jafnframt minnir meiri hlutinn á að við gerð aðildarsamnings Norðmanna á sínum tíma var sett inn bókun um að þeir héldu yfirráðum yfir öllum sínum auðlindum."

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 11:07

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta  ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, nema með samþykki ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að AÐILDARSAMNINGAR nýrra ríkja sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR Rómarsáttmálanum."

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 11:16

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 11:21

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar voru um 54% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna HLYNNT því að TAKA HÉR UPP EVRU sem gjaldmiðil okkar Íslendinga en 79% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 57% Framsóknarflokkinn og 42% Sjálfstæðisflokkinn.

Um 9% þeirra sem ætluðu að kjósa Vinstri græna voru HVORKI HLYNNT NÉ ANDVÍG því að TAKA HÉR UPP EVRU en 13% þeirra sem ætluðu að kjósa Samfylkinguna, 18% Framsóknarflokkinn og 21% Sjálfstæðisflokkinn.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 11:32

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

30.6. 2011: Capacent Gallup-könnun: Meirihluti vill draga ESB-umsóknina til baka: "Samtals eru 51% hlynnt því að umsóknin, sem send var í júlí árið 2009, verði dregin til baka á meðan 38,5% eru því andvíg. 10,5% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar." Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820.

16.6. 2011, Capacent Gallup-könnun: 57,3% segjast andvíg ESB aðild: "Þegar litið er til þeirra er tóku afstöðu með eða á móti aðild, segjast 57,3 prósent aðspurðra vera andvíg aðild landsins að Evrópusambandinu en 42,7 prósent eru fylgjandi. - Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga og var spurt „ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?“ - Eftirfarandi er heildarskipting svara. Þeir sem segjast vera alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild eru 50,1 prósent. Þeir sem eru hvorki hlynntir né andvígir aðild eru 12,6 prósent og 37,3 prósent segjast vera alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðild. -Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní."

Júlí 2011: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds!

Jón Valur Jensson, 30.7.2011 kl. 14:14

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Íslenska krónan
er ENGAN VEGINN breskt sterlingspund, svissneskur franki eða norsk króna.

Norðmenn
eiga hins vegar LANGMEST viðskipti við önnur Evrópuríki, eins og við Íslendingar.

Árið 2008 fóru 66% af vöruútflutningi Norðmanna til Bretlands, Þýskalands, Hollands, Frakklands og Svíþjóðar.

Og árið 2009 fóru 60% af vöruútflutningi okkar Íslendinga til evrusvæðisins.

Svisslendingar eiga MEST viðskipti við ríki í Evrópusambandinu.

Noregur
á eins og Ísland aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, Bretland er í Evrópusambandinu, og Ísland, Noregur og Sviss eru í EFTA (European Free Trade Association).

Og Sviss fékk 12. desember 2008 aðild að Schengen-samstarfinu, sem þar var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Noregur og Bretland
eru OLÍURÍKI en það er Ísland að sjálfsögðu ekki.

Í Sviss
búa um átta milljónir manna Í MIÐRI EVRÓPU.

"Switzerland is one of the richest countries in the world by per capita gross domestic product, with a nominal per capita GDP of $69,838.

In 2010, Switzerland had the highest wealth per adult of any country in the world (with $372,692 for each person).

Switzerland
also has one of the world's largest account balances as a percentage of GDP, only placing behind a few oil producing countries."

Og þegar saga íslensku krónunnar er borin saman við sögu svissneska frankans, breska sterlingspundsins og norsku krónunnar er þar nú ólíku saman að jafna.

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 17:21

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Í þessum tölum, sem þú birtir hér, kemur EKKI fram hversu margir NEITUÐU að svara spurningum Capacent Gallup.

Við vitum EKKI hver afstaða þeirra ER til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hvað þá hver ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildina VERÐUR.

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 17:47

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað þá hver ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildina VERÐA, átti þetta nú að vera.

Íslenskir HÆGRIÖFGAMENN væru nú ekki SÍGAPANDI hér á Netinu ef þeir væru vissir um að aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði ekki samþykkt hér í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 17:58

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820."

"Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní." "Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga."

Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 18:29

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi Gallup-könnun í febrúar 2009, sem þú bendir á þarna síðast (kl. 18.19), Steini, sýnir t.d., að spurningunni "Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?" svöruðu 45,5%: "andvíg(ur)" (þar af 26,1% "mjög andvíg(ur)", 14,8% sögðu hvorki né, en 39,8%: "hlynnt(ur)" (þar af aðeins 17,2% : "mjög hlynnt(ur)").

Eftir allt þetta "aðildarferli" og eftir því sem við kynnumst þessu ESB betur -- þessu Icesave-ógnandi og sífellt hótandi fyrirbæri, sem vill ekki einu sinni unna okkur þess að fá að veiða makríl að neinu marki, sem heitið geti, í OKKAR EIGIN fiskveiðilögsögu -- þá hefur afstaða fólks hér snúizt enn meir gegn þessu ofurríkjabandalagi. Hefur þér ekki enn lærzt að skilja það?

En þetta sýna þó skoðanakannanir. Þú heldur þig hins vegar eins og rjúpan við staurinn að útbásúna hér tveggja og hálfs árs gamlar skoðanakannanir!

Nú hef ég verið allnokkuð frá fréttum síðan í gær, en heyrði því fleygt einhvers staðar, að jafnvel Össur ykkar Skarpéðinsson hefði verið með þá hótun á lofti að kæra Evrópusambandið vegna viðskiptahótana þess við okkur (og Færeyinga) í tilefni af marílveiðum okkar.

Hvernig lízt þér á það? Tekurðu undir slíkt með þessum foringja þínum?! Er ESB þá ekkert sælunnar mannréttindaríki eftir allt saman?

Jón Valur Jensson, 30.7.2011 kl. 20:54

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Skoðanakannanir
ákveða EKKI hvort Ísland fær aðild að Evrópusambandinu, heldur ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um aðildina, eins og hér hefur komið fram, nokkrum sinnum.

Í þessum tölum, sem þú birtir hér, kemur EKKI fram hversu margir NEITUÐU að svara spurningum Capacent Gallup.

Við vitum EKKI hver afstaða þeirra ER til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, hvað þá hver ÚRSLIT þjóðaratkvæðagreiðslu hér um aðildina VERÐA.

"Könnunin var gerð dagana 16. til 23. júní og var fjöldi svarenda 820."

"Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní." "Könnunin byggir á svörum 589 einstaklinga."

Í skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir síðustu alþingiskosningar var fjöldi svarenda 856 en 363 NEITUÐU AÐ SVARA, eða 42% af þeim fjölda sem svaraði könnuninni.

Viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins fyrir síðustu alþingiskosningar

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 21:25

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bla bla bla, og hvað með það?

Menn hafa lítinn áhuga á þessu ESB þínu.

Jón Valur Jensson, 30.7.2011 kl. 21:48

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og kemur ekki á óvart um fyrirbæri sem reynir að kúga okkur.

Áttu ekki annars eftir að svara Össurarspurningunni?!

Jón Valur Jensson, 30.7.2011 kl. 21:49

25 identicon

Er kúgun leifð í stjórnarsrkánni?

Það er best að kæra hana í staðin fyrir að nöldra á netinu.

Allt of margir nöldra á netinu í staðin fyrir að nota stjórnkerfið til þess að ná sínu fram.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:26

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Ég hef aldrei þurft á foringja að halda, elsku kallinn minn.

"Um fréttir gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að fréttamiðlar á Íslandi hafi ruglað saman kröfum sendinefndarinnar og sameiginlegri yfirlýsingu Damanaki OG Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra NORÐMANNA, sem hafi eftir fundinn sagt að leita bæri allra leiða til að stöðva "óhóflegar" veiðar Íslendinga OG FÆREYINGA.

Össur Skarphéðinsson segir ekkert nýtt í þeirri yfirlýsingu og þar sé ekki orði eytt á að tengja saman aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu og makríldeiluna.

"Enda fékk ég fullkomna staðfestingu á því hjá bæði stækkunarstjóranum Stefan Fuhle og Damanaki sjálfri að makríldeilan yrði aldrei til að setja viðræður um aðild á ís," segir Össur.

Hann segir að þær stöllur hafi sagt í yfirlýsingu sinni að Íslendingar OG FÆREYINGAR yrðu að ganga til samninga.

"Íslendingar hafa marglýst yfir að þeir séu tilbúnir að setjast við samningaborðið.

Ég rifjaði upp fyrir Damanaki á okkar fundi í byrjun júlí að við hefðum á sínum tíma leyst kolmunnadeiluna með því að fá helstu hagsmunaðila í viðkomandi löndum til að setjast niður og ræða málin og í kjölfar þess hefði sú deila leyst.

Ég lagði fram munnlega tillögu við Damanki um að gera hið sama við makrílinn og er ekki í vafa um að íslenskir útgerðarmenn væru til í það, enda með sterkustu rökin sín megin af öllum aðilum málsins.

Damanaki tók vel í það og ég held að það yrði ágætis byrjun,” segir Össur Skarphéðinsson."

Þorsteinn Briem, 30.7.2011 kl. 23:43

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú minnist ekki orði á það hér, að gríska evródaman Damanaki með framkvæmdastjórnina í Brussel að bakharli hótaði innflutningsbanni á íslenzkar og færeyskar fiskafurðir! - Ekki hafa Norðmenn fengið umráð yfir ESB-höfnum eða hvað?!

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 05:01

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles
, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBCslíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 09:56

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver yrðu áhrifin á íslenskan sjávarútveg við inngöngu Íslands í Evrópusambandið?

Evrópusambandið er langstærsti markaður okkar
Íslendinga fyrir sjávarafurðir og þar búa um 490 milljónir manna sem neyta árlega um 12 milljóna tonna af sjávarafurðum.

Árið 2006 veiddu þjóðir sambandsins um 6,9 milljónir tonna en stærstu veiðiþjóðirnar nú eru Spánn, Danmörk, Frakkland, Bretland og Ítalía.

Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóðin
í Evrópusambandinu og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

Niðurfelling allra tolla
sem við greiðum af sjávarafurðum í Evrópusambandinu er eitt af þeim atriðum sem samið verður um og tekjur okkar aukast þegar tollarnir falla niður.

Við greiddum um 650 milljónir króna í tolla af sjávarafurðum í Evrópusambandinu árið 2008
og greiðum þar yfir 5% toll af ferskum flökum, til dæmis karfaflökum, 2% af heilum ferskum fiski sem seldur er á uppboðsmarkaði, humri, síld og öðrum afurðum.

Styrkir
frá Evrópusambandinu fást til smíði verksmiðja og fjárfestinga í vinnslubúnaði. Oft eru slíkir styrkir tímabundnir í nokkur ár eftir inngöngu í sambandið eða ætlaðir jaðarsvæðum.

Mestu tækifærin við inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggjast hins vegar á yfirburðum okkar Íslendinga í
útgerð og fiskvinnslu.

Íslenskir útgerðarmenn hafa í nokkrum mæli rekið útgerðir og fiskvinnslufyrirtæki erlendis og geta náð þar góðri stöðu í ýmsum Evrópulöndum.

Íslenskar sjávarafurðir og sóknarfæri á mörkuðum, sjá bls. 11-12

Þorsteinn Briem, 31.7.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband