Leita í fréttum mbl.is

ESB skiptir sér ekki af íslenskum kleinubakstri!

Kleinur

Þessa dagana finnst ritsjórn ES-bloggsins allt snúast um kjöt, (hið sérkennilega) fæðuöryggi og fleira því tengt.

Fyrir skömmu blossaði upp umræða um kleinugerð og aðra matseld í heimahúsum, að hún væri bönnuð og að skátafélög, kvenfélög og önnur félög mættu nú ekki baka heima og selja í góðum tilgangi.

Og oft þegar svona vondar reglur sýna sig eru menn gjarnir á að skella skuldinni á ESB. En svo er EKKI í þessu tilfelli og eftirfarandi spurningu er að finna á Evrópuvefnum:

"Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?"

Og svarið er meðal annars þetta:

"Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenfélaga, undanþegin reglum evrópsku matvælalöggjafarinnar, sem gildir á Íslandi vegna EES-samstarfsins. Um bakstur og matargerð í heimahúsum gilda þar af leiðandi landslög í þeim aðildarríkjum sem hafa sett þess konar lög eða reglur."

ESB hefur því ekkert að gera með kleinu og jólakökubakstur í íslenskum eldhúsum, heldur eru alfarið íslensk lög sem gilda.

Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra blandaði sér meira að segja í málið og sagði í grein í Mogganum: "Ég held að þarna séu fyrst og fremst íslenskir offarar að verki, sem túlka lög og reglur út í ystu æsar. Þetta er ekki einu sinni komið frá Evrópusambandinu. (Leturbreyting, ES-blogg)

Heildarsvar: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60406

(Mynd: Bloggsíða Guðmundar VE, flottar kleinur þar!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og Evrópuveldið hefur nú verið fært um að breyta lögum og sáttmálum fyrr.  Það hefur það vald yfir sambandsríkjunum.  Það er það sem sambandssinnar vilja ekki skilja eða hafa ekki náð.  Við gefum ekkert upp fullveldið fyrir neitt. 

Elle_, 15.8.2011 kl. 21:10

2 Smámynd: The Critic

Það er enginn að fara að gefa upp fullveldið. Þeir sem halda það vita ekki hvað ESB snýst um.

The Critic, 15.8.2011 kl. 22:19

3 Smámynd: Elle_

Jú, við vitum það.

Elle_, 15.8.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband