Leita í fréttum mbl.is

Samtök iðnaðarins: Ljúkum viðræðum og kjósum!

Já-ÍslandÁ www.jaisland.is stendur:

"Í gær ítrekuðu Samtök iðnaðarins ályktun Iðnþings, æðsta valds Samtaka iðnaðarins, frá því í mars  um þá eindregnu skoðun samtakanna að klára eigi aðildasamningana. Einnig að þeir telji að góður samningur geti skilað miklum hagsbótum fyrir bæði fyrirtæki og heimili landsins.

Orri Hauksson framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir  aðspurður  í Fréttablaðinu í dag ályktunina ekki koma sem viðbragð vegna ummæla formanns Sjálfstæðisflokksins heldur sé eingöngu verið að ítreka afstöðu Samtakanna.  En formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í síðustu viku að hann teldi að draga ætti aðildarumsókn Íslands að ESB til baka."

SIÁ vef SI segir: "Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila.

Iðnþing er æðsta vald Samtaka iðnaðarins og hefur undanfarin ár ályktað um Evrópumál. Síðast var lögð áhersla á að ljúka viðræðum og leggja áherslu víðtæka hagsmuni heildarinnar. Hagfelldur aðildarsamningur kann að vera fyrirtækjum og heimilum til mikilla hagsbóta.

Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nei, það er nauðsynlegt að enda þessa samfylkingarvitleysu sem þjóðin hafði ekki neitt um að segja, og minnka skaðann.  Skrýtið að heyra suma enn tala um að ljúka við ´samninginn´.  Skylduskilyrði E-sambandsins undir stjórn stærstu ríkjanna þar að mestu, munu aldrei geta kallast ´samningur´.


Elle_, 20.8.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband