Leita í fréttum mbl.is

Árni Páll: Skylda okkar að fá samning sem þjóðin fær að kjósa um

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason var í spjalli á Rás 2 í morgun og ræddi þar stöðuna í stjórnmálum. Hann kom meðal annars inn á ESB-málið. Hann sagði að það væri mikilvægt að opna Ísland og reyna eftir megni að búa svo um hnútana að hér væri eftirsóknarvert að búa og starfa. Hinn valmöguleikinn væri einangrun og fábreyttara atvinnulíf. Hann sagði það vera skyldu stjórnarflokkanna að skila þjóðinni samningi til að kjósa um.

Árni tjáði sig meðal annars um ummæli Bjarna Benediktssonar í viðtali í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann ræðir veikleika krónunnar og segir: "Ég neita því hins vegar ekki að það er mjög erfitt að halda myntinni stöðugri, jafn lítil og hún er og viðkvæm fyrir ytri áhrifum. Það má orða það svo að sveiflurnar séu eins og fórnarkostnaður þess að hafa smáa mynt og verkefnið að halda þeim í algjöru lágmarki."

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að fyrir nokkrum dögum sagði sami Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi að menn þyrftu ekki "...að hafa áhyggjur af krónunni." Hvernig gengur þetta upp?

Er það þá ekki áhyggjuefni að það sé erfitt að halda krónunni stöðugri og að hún sé viðkvæm gagnvart ytri áhrifum?

Hlusta má á allt viðtalið við Árna Pál hér og viðtalið við Bjarna Benediktsson er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það styttist í kosningar til Alþingis sem verða í síðasta lagi eftir 17 mánuði.Eftir 12 mánuði stendur VG frammi fyrir tveim kostum ef ekki verður kominn "samningur" á borðið til að kjósa um í viðræðunum við ESB: Að segja sig frá ríkistjórninni vegna ágreinings um ESB aðild, eða krefjast þess að viðræðunum verði slitið vegna þess að engar líkur séu á því að þær leiði til samnings.Það styttist í ögurstund VG.Þar á bæ mætti fólk hafa það hugfast að frumkvæði í pólitík getur verið lífsspursmá fyrir flokk. 

Sigurgeir Jónsson, 19.8.2011 kl. 21:06

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

árni páll var flottur þarna hjá rúv.

ánægður með hann.

Sleggjan og Hvellurinn, 19.8.2011 kl. 21:56

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Stöðugleiki" = STÖÐNUN.

Það er ekki sjálfgefið að það sé dygð.

Eða getið þið bent á eina mynt í heiminum, sem verið hafi stöðug í einn mannsaldur?

Svo er alveg fráleitt, að það sé "skylda" ríkisstjórnar, sem hangir á bláþræði eins manns, "að fá samning sem þjóðin fær að kjósa um". Þjóðin valdi þetta ekki í þingkosningunum 2009; VG sneru einfaldlega við blaðinu til að þókknast Samfylkingu til að fá sín ráðherrasæti o.s.frv. o.s.frv.

Allar skoðanakannanir Gallup og MMR á árinu sýna, að þjóðin vill EKKI gera neinn "aðildarsamning" við Evrópusambandið (sú nýjasta: 64,5% andstöðu).

En þið eruð fórnfúsir hér, Steini, Sleggjan og Hvellurinn (allt karlar/strákar), að bjóða ykkur fram í þessa vonlausu baráttu um íslenzkar sálir og það eftir makríl-hneykslis-hótunarmál Damanaki hinnar grísku og vonlaus vandræði evrusvæðisins ...

Evran féll gagnvart dollar í gær og dollar féll gagnvart jeni.

"Stöðugleiki" !

Jón Valur Jensson, 20.8.2011 kl. 06:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Það er ekki hægt að kanna skoðanir fólks á samningi sem ekki er til.

Og harla einkennilegt að vera Á MÓTI ÞVÍ að gera samning sem íslenska þjóðin tekur afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum vill aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Og FJÖLMARGIR taka að sjálfsögðu ekki afstöðu til aðildarinnar fyrr en samningur um hana liggur fyrir, og jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum.

Menn hafa ENGAN grundvöll til að spá fyrir um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, hvorki þeir sem eru andvígir henni eða fylgjandi.

Og enda þótt 60% Íslendinga væru fylgandi aðildinni í skoðanakönnun DAGINN FYRIR þjóðaratkvæðagreiðsluna gætu menn ENGAN VEGINN treyst því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði þannig.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 12:09

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Lífið er ólgusjór og það er ekki til stöðugleiki, þótt þú haldir fast í borðstokkin þá er báturinn ekki stöðugur.

Frá upphafi hefur Evran hringsnúist í kringum aðra gjaldmiðla eins og t.d dollar.

Það eina sem er stöðugt og örugg er óstöðugleikinn.

Ég held að sambandsinnar verði að fara að koma með einhver rök í staðinn fyrir þessa innihaldslausu frasa.

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2011 kl. 12:11

7 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það eru til aðildarsamningar að ESB frá löndum sem hafa gengið inn eins og t.d Finnland og Möltu, einu sérlausnirnar sem voru í boði snérust einvörðungu um verndunarsjónarmið enda er allt annað brot á mismununarreglunni.

Við þurfum ekki að bíða eftir því sem allir sem vitja vilja að er ekkert.

Kannski er markmiðið að vernda fiskin í sjónum fyrir íslenskum sjómönnum.

Meira að segja reglan, sem Össur setur allt sitt á, um hlutfallslega STÖÐUGLEIKA er á útrýmingarlista sambandsins.

"að endurbæturnar geti með tímanum skapað hagstæðari aðstæður fyrir notkun venjulegra efnahagslegra skilyrða á sviði fiskveiða og fyrir afnámi hindrana á borð við úthlutun aflaheimilda til aðildarríkja og meginreglunnar um hlutfallslegan stöðugleika."

Eggert Sigurbergsson, 20.8.2011 kl. 12:20

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér hefur verið MIKIL VERÐBÓLGA, BÆÐI þegar íslenska krónan hefur verið hátt og lágt skráð.

Lækki gengi krónunnar gagnvart evrunni HÆKKAR hér verðlag, þar með vísitala neysluverðs og húsnæðislán.

Og þegar gengi íslensku krónunnar hefur hækkað gagnvart evrunni hefur verðlag HÆKKAÐ hér vegna aukinnar eftirspurnar, þar með vísitala neysluverðs og húsnæðislán.

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru sem gjaldmiðils okkar Íslendinga FELLUR VERÐTRYGGING hins vegar NIÐUR hérlendis.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 12:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar.

Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.

Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.

"Ég var á Íslandi um daginn og ég fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.

Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.

Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.

Það er of dýrt að vera Íslendingur.
"

Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.

Búið væri að ræna fólkið aleigunni.
"

Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 12:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐLÆKKANIR Á MATVÖRUM, FATNAÐI OG HEIMILISTÆKJUM HÉRLENDIS VIÐ AÐILD ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU.

"Einstaka vörutegundir gætu lækkað um allt að tuttugu og fimm prósent, segir Eva Heiða [Önnudóttir, sérfræðingur í Evrópumálum], en mest yrði lækkunin á landbúnaðarvörum.

Það er vegna þess að Evrópusambandið er tollabandalag.

ENGIR TOLLAR ERU LAGÐIR Á ÞÆR VÖRUR SEM FLUTTAR ERU MILLI LANDA INNAN SAMBANDSINS.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu TOLLAR hér á vörur frá Evrópusambandsríkjunum FELLDIR NIÐUR en frá þeim kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir þrjátíu prósenta tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, tuttugu prósent á sætabrauð og kex, fimmtán prósent á fatnað og sjö og hálft prósent á heimilistæki."

Hver yrðu áhrif aðildar á íslenska neytendur?

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 12:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

VERÐTRYGGT 20 MILLJÓNA KRÓNA JAFNGREIÐSLULÁN TEKIÐ HJÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI TIL 20 ÁRA MEÐ 5% VÖXTUM, MIÐAÐ VIÐ 5% VERÐBÓLGU Á LÁNSTÍMANUM OG MÁNAÐARLEGUM AFBORGUNUM:

ÚTBORGUÐ FJÁRHÆÐ:

Lánsupphæð 20 milljónir króna.


Lántökugjald 200 þúsund krónur.

Útborgað hjá Íbúðalánasjóði 19,8 milljónir króna.

Opinber gjöld 301 þúsund krónur.

Útborguð fjárhæð 19,5 milljónir króna.


HEILDARENDURGREIÐSLA:

Afborgun 20 milljónir króna.

Vextir 11,7 milljónir króna.

VERÐBÆTUR 22,1 MILLJÓN KRÓNA.

Greiðslugjald 18 þúsund krónur.


SAMTALS GREITT 53,8 MILLJÓNIR KRÓNA.

Meðalgreiðslubyrði Á MÁNUÐI allan lánstímann 224 þúsund krónur.

EFTIRSTÖÐVAR BYRJA AÐ LÆKKA EFTIR 72. greiðslu, eða SEX ÁR.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 12:36

17 Smámynd: Elle_

Einangrunartal sambandssinna heldur ekki vatni hvað þá öðru.  Fyrst yrðum við alvarlega einangruð eins og fangar í röndóttum fötum innan evrópska ofurveldisins.  Munum ekki lengur geta samið við önnur lönd eins og frjálst og fullvalda ríki. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 12:57

19 Smámynd: Elle_

Mesta valdið er Frakka og Þjóðverja og óhugnanlegt að hugsa um að vera undir ofurvaldi stærri ríkja. 

Elle_, 20.8.2011 kl. 15:08

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.

Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu
, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.

Af 27 ríkjum
Evrópusambandsins eru einungis sex sem geta talist stór, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía, Spánn og Pólland.

Fjögur þeirra
eru með evru og Pólland tekur að öllum líkindum upp evru eftir nokkur ár, líkt og Lettland og Litháen, sem eru með gjaldmiðla bundna við gengi evrunnar, eins og Danmörk.

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 16:12

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU STÖÐU og stofnsáttmálar ESB og því er ekki hægt að breyta  ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, nema með samþykki ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ótvírætt sé að AÐILDARSAMNINGAR nýrra ríkja sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR Rómarsáttmálanum."

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 16:14

22 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Steini Breim þú ert fáviti og ættir að leyta þér hjálpar hið snarasta!!!! Allar þessar copy paste lengjur hafa ekkert að segja nema í ykkar komma-heimi sem Jóga og Skattmann stjórna.Það vita allir heilvita Íslendingar að þessar lygar ykkar um ágæti ESB gengur ekki upp lengur og skil ég ekki afhverju er ekki búið fyrir löngu að loka á þig á öllu bloggi með þetta copy paste bull....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.8.2011 kl. 22:11

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Þú ert illa skeindur, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 22:16

24 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég er vel skeindur en það eitthvað sem þú þekkir ekki :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.8.2011 kl. 23:19

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Þeir sem EKKERT hafa til málanna að leggja eru vanir að ráðast á aðra persónulega.

Og þeir sem ráðist er á hafa FULLAN RÉTT til að svara fyrir sig í sömu mynt.

Þannig gætu hlutirnir gengið fyrir sig út í það óendanlega.

Þorsteinn Briem, 20.8.2011 kl. 23:37

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki ferst þér að skamma aðra fyrir persónuárásir, Steini.

Skoðaðu aftur innlegg þitt kl. 22.16 í gærkvöldi.

En svarað hefur þú mér, meðan ég var í vinnutörn. Það er auðvelt að svara þessu öllu frá þér.

"Það er ekki hægt að kanna skoðanir fólks á samningi sem ekki er til." - SVAR: 1) Í þessum skoðanakönnunum hefur verið kannað, hvort Íslendingar vilji hætta við umsóknina og hvort þeir vilji að við "göngum" í ESB eða um "aðild" að því. Menn hafa tjáð afstöðu sína, en þú sættir þig einfaldlega ekki við þá afstöðu. 2) Þeir, sem kynnt hafa sér málin, vita vel, að "samningur" þessi er ekki einungis né jafnvel fyrst og fremst "aðildarsamningur" (sem heitir reyndar accession treaty, þ.e. inngöngu- eða inntökusáttmáli), heldur umfram allt það regluverk ESB, sem samþykkt er fortakslaust og gildir jafnt fyrir liðna tíð, nútíð og framtíð ESB-regluverksins. Allt þetta regluverk liggur nú þegar fyrir og engu hægt fyrir eina þjóð að þoka þar neinu til hliðar nema með tímabundum umþóttunartíma, sem er jafnvel harla stuttur í reynd. Það er því fráleitt af ESB-innlimunarsinnum að tala og skrifa eins og eitthvað að ráði sé óljóst um það, hvað yrði í ókomnum (!) "aðildarsamningi".

"Og harla einkennilegt að vera Á MÓTI ÞVÍ að gera samning sem íslenska þjóðin tekur afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu." - SVAR: Nei, það er ekkert einkennilegt við það í ljósi framangreinds, sem og í ljósi þess, að íslenzka þjóðin VILDI EKKI ÞESSA UMSÓKN, en vildi hins vegar þjóðaratkvæðagreiðslu um hana, það vildu 76,3% skv. skoðanakönnun Gapacent Gallup birtri 10. júní 2009, en einungis 17,8% vildu það ekki.

ALLAR (8) Gallup-kannanir frá 4. ágúst 2009 til 11. ágúst 2011 hafa sýnt eindregna andstöðu við að ganga í ESB (staðan síðast er: 64,5% á móti, 35,5% með). Sama á við um könnun MMR 17. marz 2011, og í annarri fyrri þar, birtri 14. júní 2010, vildu 57,6% hætta við umsóknina, en 24,3% vildu það ekki.

"Fólk í ÖLLUM íslenskum stjórnmálaflokkum vill aðild Íslands að Evrópusambandinu." - SVAR: Það er hlægilegt að skrifa svona í ljósi framangreinds. Yfirgnæfandi meirihluti fólks, innan og utan flokka, og í öllum flokkum nema Samfylkingu (40% þó á móti þar) vill ekki að Ísland verði hluti af ESB-stórveldinu, og varla hafa atburðir liðinna vikna, kreppu evrusvæðisins og yfirganginn í makrílstefnu ESB, aukið fylgið við ESB!

"Og FJÖLMARGIR taka að sjálfsögðu ekki afstöðu til aðildarinnar fyrr en samningur um hana liggur fyrir, og jafnvel ekki fyrr en í kjörklefanum." - SVAR: Þeir eru illa undirbúnir, ef þeir taka afstöðu sína í kjörklefanum. Þeir ættu STRAX að byrja á því að lesa Lissabon-sáttmálann og t.d. inntökusáttmála Finnlands og Svíþjóðar, því að m.a. í þeim plöggum, en margfalt meiri öðrum raunar, liggur "aðildarsamningur" í raun og veru fyrir, nánast alfarið.

"Menn hafa ENGAN grundvöll til að spá fyrir um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, hvorki þeir sem eru andvígir henni eða fylgjandi." - SVAR: Afstaða þjóðarinnar er skýr nú þegar, og að er fráleitt að halda áfram í trássi við hana að eyða milljörðum á versta tíma í jafnvel SAMLÖGUN laga okkar og stjórnarráðsins o.fl. við þetta Evrópusamband sem við viljum EKKI!

"Og enda þótt 60% Íslendinga væru fylgandi aðildinni í skoðanakönnun DAGINN FYRIR þjóðaratkvæðagreiðsluna gætu menn ENGAN VEGINN treyst því að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði þannig." - SVAR: Íslendingar verða vitaskuld að vera á varðbergi, einkum í ljósi offors Brusselvaldsins, sem hefur ekki aðeins þegar veitt hingað sennilega mörghundruð ferða- og dvalarstyrkjum, heldur er nú búið að að ákveða að dæla í gegnum fyrsta kynningar- eða áróðursfyrirtækið (Athygli, í samvinnu við þýzkt fyrirtæki) hartnær fjórðungi milljarðs króna (sjá grein mína: A disgraceful infiltration into Iceland's internal affairs). Það er að mínu mati svívirðing við þjóð okkar að heimila slíkar fjárveitingar hingað til að reyna að ráða úrslitum um, að landið innlimist í erlenda stórveldið. En vilji ESB til þess er skýr.

Jón Valur Jensson, 21.8.2011 kl. 15:30

27 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Valur

Þetta verða hlutlaustar upplýsingar.

Enda var Athygli fengið til verksins eftir útboð.

Ef þetta ætti að vera áróður þá mundi sendiskrifstofan sjá um kynningarnar. SEM HÚN GEIRIR EKKI.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 18:22

28 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skoðanakannanir sýna hitt og þetta. Það er ekkert að marka þær.

Það sem skiptir mestu máli er real life. Hvað hvar er hin raunverulega andstaða við ESB.

Við sáum andstöðuna við fyrrverandi ríkisstórnina í búsáhaldabyltingunni. Við sáum fólkið sem vilja lausn á skuldavanda heimilana á tunnumótmælunum.

En þegar Alþingi var að ræða ESB umsóknina þá voru bara nokkrir ofgafullir eintaklingar með skrílslæti. Og voru bara að gera lítið úr sjálfum sér fyrst og fremst.

Sérstaklega finnst mér að kenna litlum krakka að segja "áfram ísland ekkert ESB" sérstaklega ógeðsfellt.

http://www.youtube.com/watch?v=rzUiuqXMCcY&feature=player_embedded

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 18:34

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þegar TÍU skoðanakannanir sýna þetta og enn aðrar í viðbót, þá segja "Sleggjan og Hvellurinn" kokhraust: "Það er ekkert að marka þær." En andstaða þjóðarinnar er þetta, og hana má marka af tali fólks í þjóðfélaginu. Sanfylkingin hefur ekki þjóðina með sér í þessari óumbeðnu, rándýru fífdirfskuferð sinni. Þar að auki var framið stjórnarskrárbrot með sjálfri umsókninni.

Smekkur Sleggjunar og Hvellsins, sem hér mátti sjá i næstsíðustu klausunni, er í raun smekkleysa. Það er ekkert lýðræðislegt við þessa umsókn, en á hinn bóginn fullt af valdbeitingu og ofríki, sem var hennar fylgifiskur, m.a. gagnvart þingmönnum Vinstri grænna, en einnig gagnvart óbreyttum f´lagsmönnum þar -- og allri þjóðinni.

Jón Valur Jensson, 21.8.2011 kl. 19:36

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna ofar mátti lesa hlálega fullyrðingu Sleggjunar og Hvellsins:

"Þetta verða hlutlaustar upplýsingar, enda var Athygli fengið til verksins eftir útboð. Ef þetta ætti að vera áróður þá mundi sendiskrifstofan sjá um kynningarnar. SEM HÚN GEIRIR EKKI."

En Björn Bjarnason kunni glöggt að greina og koma orðum að sannleikanum í þessu máli. Eins og bent var á í Staksteinum í 12. þ.m. "segir [Björn] á Evrópuvaktinni frá frétt af því að samið hafi verið við Media Consulta og Athygli um kynningu á ESB hér á landi. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, neitar því aðspurður að um sé að ræða áróður, þvert á móti eigi að miðla „óhlutdrægum upplýsingum um kosti og galla ESB... Annars hefðu menn bara notað sendiskrifstofu ESB í þetta, ef þetta hefði átt að vera áróður.“

Um þetta segir Björn Bjarnason: „Svar Valþórs veldur vonbrigðum. Hann kýs að hefja dýra kynningarherferð með ósannindum um eðli hennar. Evrópusambandið ver 230 milljónum króna til að vinna að sameiginlegu markmiði sínu og íslenskra stjórnvalda: að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Þetta verður gert með áróðri.

Af svari Valþórs má draga þá ályktun að Evrópusambandið haldi hér úti sendiskrifstofu til að stunda áróður og hlutast til um innri málefni Íslands. Sé þetta svo er það brot á reglum sem gilda um hlutverk sendiráða. Þeim er bannað að hafa afskipti af þróun innri mála í gistiríki þeirra. Einmitt þess vegna hefur Evrópusambandið samið við Media Consluta/Athygli um að hafa áhrif á almenning og stjórnmálamenn á Íslandi.

Hér á Evrópuvaktinni hefur verið skýrt frá ræðum manna á ESB-þinginu um að neikvæð afstaða Íslendinga til ESB muni hverfa með auknu kynningarstarfi. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt herferðina sem nú fer af stað undir merkjum Media Consulta/Athygli sem átak í þágu þess markmiðs að Íslendingar gerist aðilar að ESB. Allt dæmið snýst um jákvæðan ESB-áróður, þótt Valþór Hlöðversson tali á annan veg, hann er sérfróður um almannatengsl.“

Jón Valur Jensson, 21.8.2011 kl. 19:57

31 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er ekki áróður heldur er verið að kynna fyrir fólki hvað felst í ESB.

Meirihluti Íslendinga vita nákvæmlega ekkert um ESB.

Fullverldiafsal, auðlindaafsal, landbúnaðurinn rústast, spænskir togarar munu veiða allan fiskinn okkar, íslendingar muna vera skylldaðir í einhver ESB her, það tekur okkur a.m.k. 30 ár.... svona rugl hafa Íslenskir áróðursmenn og lygarar verið að tekja venjulegu fólki trú um að sé sannleikur.

Ef SANNLEIKURINN kemur í ljós. Með almennri fræðslu þá mun Íslendingar segja JÁ við ESB.

En það eru margar þjóðrembur og sérhagsmunagæslumenn sem vilja halda sannleikanum frá Íslendingum... því þeir vita innst inni. Að upplýst þjóð segjir JÁ.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 20:17

32 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

30ár að taka upp evruna á að vera þarna fyrir ofan

Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2011 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband