22.8.2011 | 17:24
Guðmundur Steingrímsson hefur íhugað stöðu sína - stofnar sennilega nýjan flokk - talsmaður neytenda ekki lengur í flokknum, sagði bless!
Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn sé að klofna, vegna aðgerða formanns flokksins, þá sérstaklega greinar um Evrópumál, sem hann birti fyrir skömmu, þar sem hann gekk í raun gegn samþykkrum flokksþingsins í vor og sagðist vilja draga umsókn Íslands að ESB til baka.
Vísir og DV hafa greint frá því að Guðmundur Steingrímsson hyggist gera breytingar á stöðu sinn, að vandlega íhuguðu máli. Á vef Vísis stendur:
"Ég er búinn að ákveða að segja á morgun hvað ég hafði hugsað mér að gera og vil aðeins hafa stjórn á þeirri atburðarrás," segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Vísi. Hann vill því hvorki játa því né neita hvort hann muni stofna nýjan stjórnmálaflokk eins og greint hefur verið frá í dag.
Fréttavefur DV sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að Guðmundur myndi tilkynna um stofnun nýs flokks á morgun. Heimildir Vísis herma það sama.
Ég sagði fyrr í sumar þegar Ásmundur kom til liðs við Framsóknarflokkinn að ég ætlaði að taka mér góðan tíma í að hugsa hvað maður ætlaði að gera pólitískt, því að mér fyndist eins og flokkurinn væri farinn eitthvert sem ég ætti ekki samleið með. Og ég er að nálgast niðurstöðu í því," segir Guðmundur í samtali við Vísi."
Í framhaldi af þessu er áhugavert að benda á pistil eftir Hall Magnússon, fyrrum félaga í Framsókn, en hann segir:
"Leiðtoginn er með harða juntu kring um sig sem samanstendur annars vegar af nýliðum sem er harðsvírað varnarlið formannsins og styðja leiðtogan hvað sem á dynur og hins vegar hörðum gömlum flokksrefum sem alla vega tímabundið deila hagsmunum með leiðtoganum og nýliðunum.
Leiðtoginn sýnir styrk sinn eftir að hafa tryggt völd sín með því að yfirgefa hefðbunda samvinnu og sáttapólitík innan flokksins undanfarna áratugi og lætur sverfa til stáls svo hann og hörðustu stuðningsmenns hans geti haldið fullri stjórn á flokknum. Fyrir þá er betra að hafa lítinn flokk og öll tögl og haldir en stóran flokk og þurfa að taka tillit til annarra.
Leiðtoginn vill sverfa til stáls við gamla óþægilega flokksmenn sem ekki eru reiðubúnir til að ganga í takt við hann, nýliðana og flokkskimann sem tryggðu honum völdin. Og gerir það að sjálfsögðu til að tryggja stöðu sína og í trausti þess að efasemdamenn hverfi á braut. Sem þeir gera.
Leiðtoginn sprengir flokkinn meðvitað í loft upp..."
Einnig frétt um málið á Eyjunni, en þar segir meðal annars að Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hafi sagt sig úr flokknum.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
"Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sagði í samtali við þýsku útvarpsstöðina Deutschlandfunk í dag að evran væri áfram stöðugur gjaldmiðill.
Þannig hefði hún haldist stöðug gagnvart dollaranum, þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika sem hrjáð hafi evrusvæðið.
Schäuble bætti við að skuldastaða Bandaríkjanna væri verri en hjá þeim evruríkjum sem ættu við mesta erfiðleika að etja."
Evran enn stöðugur gjaldmiðill
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 19:56
Einar Skúlason segir sig úr Framsóknarflokknum - Kann illa við vaxandi þjóðernisíhaldssemi í flokknum
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 20:05
Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 8,46%, Kanadadollar um 7,77%, íslensku krónunni um 6,58%, sænsku krónunni um 2,23%, breska sterlingspundinu um 1,88%, japanska jeninu um 2,37% og norsku krónunni um 0,85%.
Og frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evru gagnvart Bandaríkjadal HÆKKAÐ um 59,96%.
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 20:19
Vandræði evrusvæðisins felast í því að evran er orðin alltof sterk gagnvart öðrum gjaldmilðlum og ef lækkun verður á gengi hennar hrynur hlutabréfaverð á evrusvæðinu sem aftur felur í sér hrun bankakerfisins á svæðinu.Trú almennings á evrusvæðinu á evrunni gerir það líka að verkum að baráttan við að halda henni uppi er vonlaus,samanber fréttir frá Finnlandi í dag þar sem kemur fram að 60% Finna telur að hún muni hrynja.Nafnleysingin st.br. Segist vera Þorsteinn Briem í Sörlaskjóli í R.Vík.Aðrir breimarar í Sörlaskjólinu kannast ekki við það.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 20:39
Á að vera Briemarar.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 20:40
Guðmundur Steingrímsson var alinn upp sem framsóknarmaður, en líkaði það ekki.Það eru vandræði Guðmundar.En hann var virðist hafa verið hrifinn af Halldóri Ásgrímssyni og stefnu hans, fyrst hann segir að flokkurinn sé ekki sá sami og hann var áður.Kannski reynir hann að fá Halldór til að ganga til liðs við nýja:Framsóknar-Samfylkingar-Sjálfstæðisflokkinn.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 20:48
Vandræði Guðmundar kunna ef til vill að felast í því að Halldór hefur hugsanlega skipt um skoðun varðandi það að Ísland eigi að ganga í ESB.Halldór mun ljóstra upp skoðun sinni þegar hann telur að þess þurfi.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 20:53
Enginn alvöru Framsóknarmaður kannast heldur við það að Seingrímur Hermannsson hafi viljað að Ísland gengi í ESB eða forvera þess.Og ekki heldur forveri hans í formansstól Eysteinn Jónsson.Að mati Guðmundar voru þeir" þjóðernissinna", hvað sem Guðmundur meinar með slíku orðalagi, Hermann Jónasson var ekki hrifinn af slíku orði í sinni formannstíð eins og allir eiga að vita, líka Guðmundur Steigrímsson.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 21:01
Forveri Steingríms í formannsstíl var víst Ólafur Jóhannesson.Hann var ekki hrifinn af Evrópubandalaginu eins og ESB hét þá.Hann hefur þá verið "Þjóðernissinni" að mati Guðmundar.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 21:03
Fréttastofa rúv kallar "þjóðernissinna" öfga hægrimenn, með vísun til Nazista.Það er kannski einhver misskilningur í gangi hjá Guðmundi.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 21:06
"Nasismi eða þjóðernisjafnaðarstefna er sú skoðun, að venjulegir jafnaðarmenn hafi rangt fyrir sér um það, að mannkynið greinist í stéttir, sem hafi ólíka hagsmuni. Þjóðirnar skipti meginmáli, vilji þeirra og þróttur. Í stað þess að leggja kapítalismann niður eigi að beita honum til að efla vöxt og viðgang þjóðanna. Ríkið eigi ekki að láta atvinnulífið afskiptalaust, eins og frjálshyggjumenn 19. aldar hafi hugsað sér, heldur stýra því styrkri hendi."
Evrópusinnar virðast frekar samsvara sér með nafninu "Nasisti" enda leggja þeir meiri áherslu á Evrópu sem þjóð en ekki sem samtök þjóða, þetta sést víða í skrifum þar sem þjóðerni einstakra landa er niðurlægt í sama mund og Evrópsku þjóðerni er hampað. Vert er að geta þess að orðið Nasisti varð ekki "klámorð" fyrr en eftir að Hitler misnotaði þjóðernisjafnaðarstefnuna herfilega.
Evrópustefnan virðis leggja mikla áherslu á að gera Evrópu sterka á kostnað þjóðernisvitundar einstakra meðlima. Þetta sést best í því að við inngöngu meðlima í sambandið þá öðlast einstaklingarnir í því þjóðríki Evrópskan ríkisborgararétt sem er ætlað að taka við af ríkisborgararétti meðlimaríkjana þegar fram líða stundir. Evrópusambandið lítur á Evrópskan ríkisborgararétt "æðri/ofar" ríkisborgararétti meðlimalandanna.
"Over the past years, two factors contributed to bringing the European citizenship concept closer to people: the single currency, namely the Euro and a common passport design used by the EU Member States (both country name and “European Union” or its translation are printed on the cover). In other words, understanding European citizenship should start with valuing all of the different identity layers which define each of us, from local, regional, and national to European level."
Eggert Sigurbergsson, 22.8.2011 kl. 21:52
Sigurgeir Jónsson,
Ég veit ekki til þess að Halldór Ásgrímsson hafi sagt sig úr Framsóknarflokknum.
Og evran er ENGAN VEGINN orðin of sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
Frá því evruseðlar voru settir í umferð í ársbyrjun 2002 hefur gengi evrunnar LÆKKAÐ gagnvart Kanadadollar um 1,02%, sænsku krónunni um 0,97%, norsku krónunni um 1,96% og japanska jeninu um 6,81%.
Hvað einhverjum FINNUM FINNST um hitta og þetta í skoðanakönnunum er EKKI það sama og STAÐREYNDIR um evruna.
Og hvort einhverjir aðrir í Sörlaskjólinu af Briemsætt kannist við að ég sé til í þínum hugarórum kemur því akkúrat ekkert við hvort Ísland eigi að fá aðild að Evrópusambandinu.
Lögfræðingurinn Davíð Oddsson er af Briemsætt og í Sörlaskjóli 2 býr Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður.
Og svo margir lögfræðingar eru í Briemsættinni að ef þú yrðir lögsóttur fyrir meiðyrði hér stæðir þú eftir kvótalaus og á sprellanum einum, sem ekki einu sinni marhnútar myndu líta við eftir það.
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 22:09
Hvað einhverjum FINNUM FINNST um hitt og þetta í skoðanakönnunum er EKKI það sama og STAÐREYNDIR um evruna.
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 22:15
Eggert: Það er enginn í ESB sem lítur á ESB sem ríki. Það er enginn hér með evrópskan ríkisborgararétt. Ef þú ferð til ríkis sem er í ESB og spyrð fólk úti á götu hverrar þjóðar það er, þá segir það ekki ESB þjóðar.
Þú hefur ansi miklar ranghugmyndir um ESB og hvað það er. En þá á jafnt við um andstæðinga eins og marga sem vilja ganga í bandalagið.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 22:16
Davíðsblætið
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 22:19
Valgarð Briem í Sörlaskjólinu kannast ekki við neinn st.br. í Sörlaskjólinu,hvað þá að nokkur sem lætur morðhótanir og lögsóknarhótanir frá sér fara geti verið Briem. Nei við morðhótunum og lögsóknarhótunum s.br.
Sigurgeir Jónsson, 22.8.2011 kl. 22:36
Sigurgeir Jónsson,
Ef þú heldur að einhverjum þyki þessi GEÐVEIKI þín skemmtileg er það mikill misskilningur hjá þér, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 22:47
"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.
Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."
Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 23:50
Stefán: Ég verð að hrósa þér fyrir dugnaðinn enda er ekki auðvelt að fá álit 502.000.000 manna.
"Það er enginn hér með evrópskan ríkisborgararétt."
Ég geri ráð fyrir að þú hafir farið út á allar götur aðildarríkjanna til að fá þessa niðurstöðu.
Hér er gallery með öllum EU vegabréfunum sem enginn kannast við.
"Article 20 (1) of the Treaty on the Functioning of the European Union states that
All nationals of Member States are citizens of the union. "It is for each Member State, having due regard to Community law, to lay down the conditions for the acquisition and loss of nationality."
"Yet over the past half-century, an extensive set of supranational rights has been created in Europe that removes member governments’ authority to privilege their own citizens, a hallmark of sovereignty."
Held að þú sért ekki alveg með á nótunum um það sem er í gangi í Evrópskum ríkisborgaramálum.
Eggert Sigurbergsson, 23.8.2011 kl. 04:43
Eggert: Vissulega stendur á vegabréfum ríkjanna "Evrópusambandið". En ég hélt að hvert ríki væri með sitt vegabréf og sitt merki framan á því en ekki svona margar tegundir eins og ESB ríkið þitt.
Ef ESB væri ríki, þá væri það blátt með fullt af flottum stjörnum framan á því.
Annað, Citizenship, merkir ekki aðeins ríkisborgari. En ég ætla að leyfa þér að fletta því upp sjálfur því þú ert svo duglegur að því.
Það dettur engum manni í hug í ESB að kalla sig ríkisborgara einhvers annars "yfirríkis" sem er ekki til.
og já, ég hef spurt að þessu og rætt við fólk um þetta. Hefur þú það?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 05:33
Eggert er með þetta svart á hvítu og þarf ekkert að ganga um borgir og bæi E-sambandsins og verðandi stórríkisins til að gá hvað fólki þar finnst og óþarfi að snúa út úr fyrir honum. Sambandið hefur þróast í átt að einu ríki þó þið neitið af öllum lífs og sálar kröftum. Og fáninn er forljótur.
Elle_, 23.8.2011 kl. 11:03
Til þess að vera ríkisborgari þarf að vera til ríki. ESB er ekki ríki.
Ef þið trúið mér ekki, spyrjið þá bara fólk úti á götum ríkja sem eru í ESB.
ESB er ekki meira ríki en NATO eða EES eða SÞ.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 23.8.2011 kl. 11:15
Og nú hefur gamli flokkurinn hans Guðmundar Steingrímssonar styrkst við brottför hans og verður tekinn alvarlegar en fyrr. Sigmundur stjórnar honum frábærlega. Verst ef Sif er enn þarna.
Elle_, 23.8.2011 kl. 11:17
ÍSLAND, FÆREYJAR, GRÆNLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ.
ÖLL aðildarríki Evrópusambandsins eru SJÁLFSTÆÐ OG FULLVALDA RÍKI, enda þótt þau deili AÐ EIGIN ÓSK hluta af fullveldi sínu.
Og við Íslendingar verðum ÁFRAM ÍSLENSKIR RÍKISBORGARAR, eins og við höfum verið frá 1. desember 1918, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Ísland hefur verið SJÁLFSTÆTT og fullvalda ríki frá 1. desember 1918, þegar landið varð konungsríkið Ísland, hafði sama þjóðhöfðingja og Danmörk en var EKKI lengur í konungsríkinu Danmörku.
"1. gr. Íslenskur ríkisborgari á samkvæmt umsókn rétt á að fá gefið út vegabréf eftir lögum þessum og reglum settum samkvæmt þeim."
Lög um vegabréf nr. 136/1998
Grænlendingar og Færeyingar eru hins vegar DANSKIR ríkisborgarar í konungsríkinu Danmörku og bæði Grænlendingar og Færeyingar eiga tvo fulltrúa á danska þjóðþinginu, Folketing.
Danmörk er í Evrópusambandinu en Grænland og Færeyjar eru hins vegar EKKI í Evrópusambandinu.
"Danish passports are issued to citizens of the kingdom of Denmark to facilitate international travel.
Different versions exist for nationals of Denmark, Greenland and the Faroe Islands although all citizens have the same nationality."
Danish passports
Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 13:33
E-sambandið er verðandi eitt ríki og vinnur að þessu voða lúmskulega. Hinsvegar er enn von: Sambandið gæti splundrast í 27 mola. Og þá losnum við hin við þetta fáránlega þras.
Elle_, 23.8.2011 kl. 14:38
Og þá geta allir hætt morðhótunum og lögsóknarhótunum.
Elle_, 23.8.2011 kl. 14:43
FÆREYJAR.
"20% of Faroe Islands' national budget comes as economic aid from Denmark, which is about the same as 50% of Faroe Islands' total expense budget."
The Faroe Islands
Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 14:51
"FÆREYSKA KRÓNAN" ER BUNDIN GENGI EVRUNNAR.
"Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands."
Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 14:52
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 23.8.2011 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.