Leita í fréttum mbl.is

Framsókn að springa?

dv-logoDV.is skrifar: "Mikill titringur er innan Framsóknarflokksins og vaxandi óánægja í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins. Stórra tíðinda er að vænta innan úr Framsóknarflokknum á morgun.

DV hefur heimildir fyrir því að Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafi rætt það við aðra flokksmenn að undanförnu að kljúfa sig út úr Framsókn og stofna nýjan miðjuflokk. Guðmundur mun hafa fengið stuðning hjá öðrum flokksmönnum fyrir þessari hugmynd. Vitað er að Guðmundur er ósáttur við stefnu forystu flokksins og telur hana hafa farið út fyrir það sem flokkurinn ætti að standa fyrir. Framsóknarflokkurinn væri orðinn of þjóðernissinnaður og lífsgildi hans færu ekki saman við stefnu flokksins."

Öll frétt DV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"....innan úr Framsóknarflokknum..." ?  Má þá búast við því að flokkurinn liggi hreinlega með iðrin úti?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2011 kl. 15:47

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ef ég ætti formann (og þetta er rétt eftir haft) þá væir ég bara hræddur

Rafn Guðmundsson, 22.8.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er þjóðþrifaverk að sprengja framsókn, og halda síðan jarðarför.

Jón Frímann Jónsson, 22.8.2011 kl. 16:03

4 identicon

Það er synd ef ESB sinnaðir Framsóknarmenn fara úr flokknum.  Þetta minnkar enn meira líkurnar á því að aðrir flokkar en Samfylkingin vilji ganga í ESB.

Þar með minnkar einnig stuðningur þjóðarinnar.  Sem er nú ekki mikill fyrir. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stuðningsmönnum aðildar Íslands að Evrópusambandinu fjölgar hvorki né fækkar VIÐ ÞAÐ EITT að einhver eða einhverjir segi sig úr Framsóknarflokknum.

FRJÁLSLYNDIR ÍSLENDINGAR
gætu hins vegar stofnað stjórnmálaflokk sem HLYNNTUR væri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Galopið á miðjunni

Þorsteinn Briem, 22.8.2011 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband