Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Steingrímsson: Bless Framsókn!

Guðmundur SteingrímssonÁ vef DV stendur: "Guðmundur Steingrímsson hefur afhent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt úr Framsóknarflokknum. Guðmundur og Sigmundur sitja nú saman á lokuðum fundi þar sem þeir ræða hugsanlegt samstarf í einhverjum málum á þinginu. Guðmundur mun fyrst um sinn sitja utan flokka á Alþingi.

„Ég er alveg full viss og er búinn að taka mér góðan tíma í að hugsa þetta þannig að það er nú meira ákveðinn léttir að stíga þetta skref. Nýtt upphaf,“ segir Guðmundur um ákvörðunin að segja sig úr flokknum. Guðmundur sagði við blaðamenn fyrir fundinn að hann hafi fundið fyrir miklum viðbrögðum fólks úr öllum flokkum. Viðbrögðin bendi ekki til annars en að mikill áhugi sé á nýjum flokki."

Á vef Vísis stendur: "Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna.

Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum."

Í viðtali við sjónvarpsviðtali við Morgunblaðið sagði Sigmundur að fleiri hefðu gengið í flokkinn undanfarna daga, en gengið úr honum. Hann segist ,,alls ekki eig von á að" Siv Friðleifsdóttir gangi úr Framsóknarflokknum. En Sigmundur á hinsvegar von á því að fleiri gangi úr flokknum á næstunni.

Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir formann stjórnmálaflokks að menn séu yfirhöfuð að ganga úr flokkinum.

Það góða hinsvegar fyrir Sigmund er það að nú verður litrófið í Framsóknarflokknum einsleitara, skoðanirnar verða færri og fábreyttari, og flokkurinn hlýtur að verða daufari fyrir vikið.

Lína formannsins verður línan sem "dansað" verður eftir. Þægilegt fyrir Sigmund. Engin "óróleg" deild!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Bakland Guðmundar er eins og Atlantis, allir eru að tala um það en engin finnur það. Þessi þingmaður hefur verið duglegur við að gera ekki neitt þ.e hann virðist misskilja auglýsinguna "ekki gera ekki neitt"

Eggert Sigurbergsson, 23.8.2011 kl. 17:54

2 Smámynd: Elle_

Alltof mikið mál hefur verið gert úr að Guðmundur hafi hætt.  Já, hann hætti.  Og styrkti flokkinn jafnóðum.  Sigmundur er einn okkar hæfustu stjórnmálamanna og langhæfasti forystumaðurinn.  Getur Guðmundur ekki haft Sif meðferðis?  

Elle_, 24.8.2011 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband