Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur skýrir afsögn sína úr Framsókn

Guðmundur SteingrímssonAfsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsókn hefur vakið mikla athygli á landinu undanfarna sólarhringa. Á bloggsíðu sinni hefur Guðmundur birti pistil þar sem hann gerir grein fyrir ákvörðun sinni og segir þar meðal annars:

"Ég aðhyllist frjálslynda hugmyndafræði í stjórnmálum. Andstaðan við frjálslyndi er m.a. forræðishyggja, sérhagsmunagæsla og þjóðernishyggja. Þetta þrennt veður uppi í þjóðfélaginu að mínu mati. Ég tel því miður Framsóknarflokkinn vera orðinn um of vettvangur slíkra afla. Þar með skilja leiðir.

Efnislegur ágreiningur minn við málflutning Framsóknarflokksins hefur verið þó nokkur. Ég vil til dæmis nálgast aðildarviðræður við Evrópusambandið með opnum huga og faglegum. Því lofaði ég í síðustu kosningum. Ég tel að í góðum samningi geti falist lykillinn að langþráðum stöðugleika íslensks samfélags sem og auknum möguleikum íslenskra þegna til að nýta hæfileika sína. Ég tel að um þetta stóra hagsmunamál, um samninginn þegar hann liggur fyrir, eigi almenningur að fá að kjósa. Það er grundvallaratriði.

Ég tel líka að það verkefni að koma á skynsamlegum lánamarkaði á Íslandi og þar með að leysa til framtíðar skuldavanda heimila og fyrirtækja verði ekki leyst með ónýtum gjaldmiðli. Mér sýnast sterk rök hníga að því að krónan sé þjóðfélaginu allt of dýr og sé í raun rót óvissu, lífskjaraskerðinga og óréttlátra tilfærslu fjármuna milli þjóðfélagshópa. Í rökræðunni um peningamálastefnuna felst því að mínu viti djúp rökræða um framtíðarsýn fyrir íslenskt samfélag."

Síðar segir Guðmundur:

"Grænn, alþjóðlega sinnaður, víðsýnn, frjálslyndur flokkur þarf að verða til á Íslandi.

Slík hreyfing þarf að vinna að öðruvísi stjórnmálum heldur en þeim sem við höfum mátt þola um langt árabil og af vaxandi þunga undanfarið í landsmálunum. Stjórnmál eiga að vera skemmtileg, gefandi og uppbyggileg. Við verðum að leggja flokkstrúna og stundarhagsmuni flokka og flokksleiðtoga til hliðar, hætta að hugsa um pólitík sem keppni, og stunda samræðu við hvert annað af meiri sanngirni og virðingu, án töfralausna, sakbendinga og alhæfinga."

Undir lok pistilsins segir Guðmundur svo þetta: "Að síðustu vil ég segja þetta: Úrsögn mín varðar ekki bara einstök mál, vinnubrögð í flokksstarfi og annað slíkt, þótt mikilvægt sé. Ég tel að djúpstæð hugmyndafræðileg átök eigi sér stað undir niðri í íslensku samfélagi og víðar. Í þeirri rökræðu vil ég staðsetja mig rétt og vil skora á aðra að gera slíkt hið sama. Þessi víglína þarf að koma upp á yfirborðið til hreinskiptinnar og heiðarlegrar rökræðu.

Annars vegar blasir við ofuráhersla á þjóðernishyggju og afturhvarf til einangrunar, með tilheyrandi skertu frelsi einstaklinga og undirtökum þröngra hagsmunaafla. Hins vegar blasir við leið alþjóðasamvinnu sem felur í sér viðurkenningu á því að stærstu úrlausnarefni samtímans eru þjóðum sameiginleg."

Pistill Guðmundar í heild sinni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Er ekki Guðmunndur að leggja það til að jörðin vrði eitt ríki.Það hlýtur þá að verða gert í gegnum Sameinuðu þjóðirnar.Franskur rithöfundur skrifaði eitt sinn bók sem hét"Jörðin er eitt land"Alþjóðasamtök bolsévika voru líka stórhuga eins og Guðmundur.Og að sjálfsögðu Alþjóðasmtök jafnaðarmanna.Guðmundur hlýtur að koma þessari hugmynd á framfæri í alþjóðasamfélaginu svo hann verði ekki sakaður um"þjóðernis og einangrunarstefnu".

Sigurgeir Jónsson, 23.8.2011 kl. 21:41

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þá þingmenn telja sig ómissandi, er einmitt tímabært til að losa sig við þá. Guðmundur er ekki sá eini sem má missa sín. Skiptir í raun engu máli hvar í flokki svona kaunar sitja, flokkalega séð, þar sem flokkar munu fyrr en seinna heyra sögunni til í fámenningskjörlandi sem Ísland er. Pólitískar druslur finnast í öllum flokkum. Guðmundur er hvorki sá fyrsti né síðasti. Hver sá sem tekur pólitískar rolur upp á sína arma og gerir þeim hátt undir höfði, er jafnframt talsmaður þess að gera lítið úr Íslenskum kjósendum. Til hamingju Evrópusinnar.: Ykkur er í dag félagi fæddur.

Góðar stundir

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2011 kl. 04:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum.

Og Framsóknarflokkurinn hefur nú einungis NÍU ÞINGMENN.

Einn þeirra er Ásmundur Einar Daðason, sem bauð sig fram í kosningunum fyrir Vinstri græna en EKKI Framsóknarflokkinn.

Ásmundur Einar væri hins vegar ekki þingmaður nú ef landið hefði þá verið EITT KJÖRDÆMI en hann datt inn sem níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis.

Og Ásmundur Einar telur sig nú greinilega eiga heima í stjórnmálaflokki sem er FYLGJANDI aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Kosningar til Alþingis 25.4.2009

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 12:26

4 Smámynd: Elle_

Hvað er´alþjóðlega ´sinnaður´ og ´víðsýnn´ flokkur ef ekki flokkur sem vill styðja að land hans og þjóð haldi frelsi og fullveldi til að gera alþjóðlega samninga við 92% heimsins utan verðandi stórríkisins sem fer með yfirstjórn yfir alþjóðasamningum og æðsta vald yfir lögsögu sambandsríkjanna?  Það væri alvöru alþjóðlega sinnaður flokkur. 

Elle_, 24.8.2011 kl. 12:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 12:54

6 Smámynd: Elle_

En hvað er´alþjóðlega sinnaður´ og ´víðsýnn´ flokkur ef ekki flokkur sem vill styðja að land hans og þjóð haldi frelsi og fullveldi til að gera alþjóðlega samninga við 92% heimsins utan verðandi stórríkisins sem fer með yfirstjórn yfir alþjóðasamningum og æðsta vald yfir lögsögu sambandsríkjanna?  Það væri alvöru alþjóðlega sinnaður og víðsýnn flokkur. 

Elle_, 24.8.2011 kl. 15:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur NÆR ALLTAF VERIÐ KLOFINN síðastliðna þrjá áratugi.

Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens 8. febrúar 1980 - 26. maí 1983


Sjálfstæðisflokkurinn
var þá að mestu í stjórnarandstöðu undir forystu Geirs Hallgrímssonar, sem þá var formaður flokksins.

"Stjórn Gunnars Thoroddsens sat til loka kjörtímabilsins vorið 1983, þrátt fyrir mikla erfiðleika og innri átök. Tekist var á um leiðir til að laga erfiðleika í efnahagsmálum.

Oft stóð hún tæpt en náði að halda velli. Arfleifð hennar varð dökk og óáhugaverð. Verðbólgan var komin yfir 100% og staða þjóðarbúsins var í botni. Þjóðargjaldþrot er eiginlega rétta orðið."

Ríkisstjórn Gunnars Thorodssens


"Borgaraflokkurinn var íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður af Alberti Guðmundsyni en flokkurinn klofnaði frá Sjálfstæðisflokknum árið 1987 í kjölfar Hafskipsmálsins.

Fyrirtæki Alberts blandaðist í málið og honum gert að segja af sér embætti iðnaðarráðherra 24. mars af forystu Sjálfstæðisflokksins.

Borgaraflokkurinn
náði sjö þingmönnum í kosningunum 1987, þar á meðal Alberti Guðmundssyni og Inga Birni Albertssyni, en árið 1989 gerðist Albert sendiherra í París.

Haustið 1989 ákvað flokkurinn, undir formennsku Júlíusar Sólnes, að taka þátt í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ásamt Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi.

Við það sögðu tveir þingmenn flokksins sig úr honum og mynduðu eigin flokk sem síðar sameinaðist Sjálfstæðisflokknum. Borgaraflokkurinn bauð fram í kosningunum 1991 en náði ekki inn manni og var lagður niður árið 1994."

Borgaraflokkurinn


"Frjálslyndi flokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur, stofnaður árið 1998, hann fékk tvo þingmenn í kosningunum 1999, fjóra í kosningunum 2003 og 2007 en fékk ekki fulltrúa í kosningunum 2009."

Frjálslyndi flokkurinn


Ársafmæli Hægri grænna 17. júní síðastliðinn


Hægri flokkarnir
, Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, MISSTU SAMTALS 13 ÞINGMENN í síðustu alþingiskosningum, 21% allra þingmanna á Alþingi.

Alþingiskosningar 2009


Og fylgi Sjálfstæðisflokksins nú verður að skoða meðal annars í ljósi þess að Frjálslyndi flokkurinn er nær dauða en lífi og Hægri grænir hafa sáralítið fylgi.

Og hverja ætti að reka úr flokknum?!

Frjálslynda, íhaldsmenn eða frjálshyggjumenn?!


Þá sem vilja aðild Íslands að Evrópusambandinu eða frjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson?!

LÍMIÐ
í þessu KOSNINGABANDALAGI ER harla LÉLEGT.

Og fyrir næstu þingkosningar gæti þess vegna komið fram ENN EITT KLOFNINGSFRAMBOÐIÐ úr Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 15:33

8 Smámynd: Elle_

En hvað er ALVÖRU ´alþjóðlega sinnaður´ og ´víðsýnn´ flokkur??

Elle_, 24.8.2011 kl. 21:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþjóðlega sinnaður og víðsýnn er ANDSTÆÐAN við orð og gerðir Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra og skoðanabræðra hans, ElleEricson.

Þorsteinn Briem, 24.8.2011 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband