Leita í fréttum mbl.is

Fyrrum formaður SUF segir sig úr Framsókn

Á Eyjunni stendur: "

„Falleg orð um ný stjórnmál skipta engu máli ef bak við tjöldin er enþá starfað eftir gömlu leikreglunum,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, „líkurnar á því að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi við að innleiða ný vinnubrögð í pólitík eru litlar að ég tel.“

Bryndís segir í bloggi á Eyjunni,  að hún hafi nú sagt af sér sem varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Hún ætlar áfram að sitja í bæjarstjórninni í umboði Framsóknarfélags Grindavíkur."

Mál Sigmundar Davíðs hrekja enn fólk úr Framsóknarflokknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigmundur Davíð hringdi ekki einu sinni í Guðmund!

Það þarf enginn að segja mér að hann hafið hrakið þessa konu burt.

Hún hefur sennilega verið einfær um það að pilla sér burt.

Framsóknarflokkurinn er heilsteyptari eftir þessar síðsumars-hreingerningar sem ESB-uppivöðslufólkið á reyndar allt frumkvæði að.

Jón Valur Jensson, 26.8.2011 kl. 20:43

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Fyrirsögnin á þessari bloggfærslu er röng.

Hún sagði af sér varaþingmennsku en gekk ekki úr Framsókn, heldur starfar þar áfram að bæjarmálum í Grindavík. Það er munur á því.

Og það sem meira er:

Ef fyrrverandi framsóknarmenn í Evrópusamtökunum myndu kynna sér það sem Sigmundur Davíð sagði, myndu þeir komast að því, sér til mikillar furðu, að hann lagði aldrei til að umsóknin að ESB yrði dregin til baka.

Haraldur Hansson, 26.8.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Eftir langa vinnuviku, sem hefur meinað mér að komast nægilga á bloggið, tek ég eftir því, að á vefslóð ykkar, Hversu lágt er hægt að leggjast, átti Jón Frímann Jónsson aths. með árásum á mig (eins og vanalega) 25. þ.m., kl. 01:22, en það hefur lokazt á athugasemdir á þá síðu. Þar sem hér er um mál sem miklu varðar um ESB, geri ég eftirfarandi athugasemd.

Jón Frímann segir þarna m.a. (ég sneiði hjá sem mestu af skætingi, vil aðeins ræða málefnin):

"Ákvarðanir í Ráðherraráði Evrópusambandsins eru yfirleitt alltaf samþykktar með öllum samhljóða atkvæðum. Það er mjög sjaldgæft að gripið sé til kosninga í Ráðherraráðinu, þó svo að slíkt geti gerst einstaka sinnum."

- En það er einmitt gert ráð fyrir réttinum til að kjósa þar um mál og nákvæmlega tiltekið, hvert sé þá atkvæðavægi meðlimaríkjanna, greinilega til að fara eftir þeim reglum, þegar nauðsyn ber til eða óskað er eftir. Það eru ærnar ástæður -- m.a. núverandi ágreiningur innan ESB um leiðir til að laga skuldavandamál sumra ríkjanna og evruvandann -- til að menn reyni að láta sér skiljast, að það verða ekki öll mál leyst með allra ljúfu samþykki. Íslendingar væru í barnaskap að varpa fjöreggi hagsmuna sinna inn í þennan tröllahóp ca. 1666 sinnum fjölmennari þjóða með því að reiða sig á það, sem Jón Frímann lætur hér skína í, að við getum treyst, þ.e. að engin mál sem okkur varða yrðu ákveðin án þess að við værum sáttir við þær ákvarðanir! Það eru þarna þjóðfulltrúar, sem vilja hafa sitt fram, t.d. ráðherrar Spánverja, um fiskveiðar hér (og Bretar náttúrlega), og þeir hafa þar ólíkt sterkari aðstöðu til þess en við. Frá hausti 2014 verður atkvæðavægi Spánar (miðað við núverandi fjölda ríkja þar, 27) um 153 sinnum meira en atkvæðavægi Íslands væri í ráðherraráðinu, ef við létum narra okkur inn, og atkvæðavægi Bretlands væri 205 sinnum meira en okkar og Frakklands (með tugþúsundir atvinnulausra sjómanna) væri 214 sinnum meira en Íslands, en atkvæðavægi Þýzkalands 273 sinnum meira en okkar!

Þetta er allt samkvæmt þegar teknum ákvörðunum í þegar samþykktum og staðfestum Lissabon-sáttmálanum. Er Jón Frímann ekki ánægður með ESB og það, sem hann kallar jafnan "Lisbon-sáttmálann"? Ef hann er ánægður með þann sáttmála (sem Haraldur hér ofar hefur réttilega kallað "bandormslög", þ.e. full af lagfæringum á eldri lagagreinum tvist og bast) -- ég endurtek: ef JFrJ er ánægður með Lissabon-sáttmálann, á hann ekki að reyna að fela þessi afgerandi mikilvægu ákvæði hans, heldur að kannast við þau opinskátt.

Til hvers bætir svo Jón Frímann þessu við:

"Í núverandi kosningakerfi Ráðherraráðs Evrópusambandsins þá mundi Ísland hafa 0,9% af heildar atkvæðum. Nákvæmlega það sama og Malta hefur í dag (ég hef enga ástæðu til þess að áætla neitt annað)."

Það er margbúið að segja Jóni Frímanni, að þetta atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu myndi aðeins gilda fram á haustið 2014, því að þá tekur við umbylting þar, sem fólgin er í stórauknu atkvæðavægi stærstu þjóðanna í ráðherraráðinu (t.d. eykst Þýzkalands vægi úr 8,41% í 16,41%), en mikilli rýrnun á vægi hinna smærri, t.d. mun atkvæðavægi smæstu þjóðarinnar, Möltubúa, minnka úr 0,87% í 0,08%. Þetta er yfir 90% rýrnun atkvæðavægis Möltu, en okkar rýrnun yrði ennþá meiri, af því að miðað verður (skv. Lissabon-sáttmálanum) við stærð þjóðanna, en Möltubúar eru um eða rúml. 406.000, og okkar vægi yrði einungis 0,06%, sem sé FIMMTÁN SINNUM MINNA heldur en J.Fr.J. heldur fram!

Lesið svo þessa ályktun hans í beinu framhaldi af ofangreindu:

"Staðreyndin er mjög augljós. Jón Valur fer með rangt mál, og hann fer viljandi með rangt mál hérna. Heiðarleikinn er enginn og verður það væntanlega aldrei."

Jón Frímann er ber orðinn að rangfærslum hér. Það er hann, sem þarf að taka sig á. Iðulega þarf ég að lagfæra sitthvað sjálfur, en ekki í þessu máli.

Með þökk fyrir birtinguna,

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 04:34

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki að segja, að það sé rangt hjá nafna mínum, að við NÚVERANDI reglur myndi Ísland hafa 0,9% (reyndar 0,87%) atkvæðavægi í ráðherraráðinu, ef við viðrum þar inni nú. En það er örstutt í haustið 2014, og frá þeim tíma væri atkvæðavægi okkar FIMMTÁN sinnum minna en Jóns Frímanns tala gaf til kynna. Af hverju tók hann ekki fram, að 0,9% talan myndi í mesta lagi gilda fyrir okkur í eitt, tvö ár? Var hann viljandi að láta menn gína við þessari "háu" tölu sinni? Og hvað eru 0,87% hvort sem er? - Jú, 14,5 sinnum meiri vikt en 0,06% !!

Frímann er enkki einn um að setja upp slík leiktjöld. Það sama gerði blaðamaðurinn Klemens Ólafur Þrastarson í Fréttablaðinu, sjá HÉR!

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 04:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ef við VÆRUM þar inni nú ... vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 04:51

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Þú virðisgt ekki bera betur að þér í stjórnkerfi ESB að þú ruglar saman Evrópuæinginu og ráðherraráðinu. Í ráðherraráðinu hafa allar ESB þjóðir einn fulltrúa þannig að áhrifin þar eru óháð stærð. Það er aðal valdastofnun ESB og fer í raun með mun meiri völd en Evrópuþingið þar sem atkvæðavægi stóru þjóðanna er meira en þeirra minni. Evrópuþingmenn geta ekki lagt fram lagafrumvörp heldur getur aðeins ráðherraráðið gert það. Því geta smáu þjóðirnar í krafti fjjölda síns komið í veg fyrir að lagafrumvörp sem þeim eru ekki að skapi verði yfir höfuð lögð fyrir Evrópuþingið.

Því er það svo að til að breyting geti orðið á lögum ESB þarf breytingin bæði að vera samþykkt af meirihluta aðildarþjóða og meirihluta þingmanna í Evrópuþinginju. Það er því rangt að stóru þjóðirnar geti farið sínu fram í krafti áhrifa sinna í Evrópuþinginu.

Svo má ekki gleyma því að stóru þjóðirnar geta ekki gert breytingar á lögum sem ekki standast stofnsáttmála ESB eða ganga gegn aðildarsamningum einstakra ríkja því öll ESB ríki hafa neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmála eða aðildarsamningum einstakra ríkja.

ESB hefur verið lengi til og smáar þjóðir hafa verið þar lengi inni og þeim hefur gengið ágætlaga að koma sínum málum fram þar og það hefur aldrei verið valdað yfir þeirra grundvalarhagsmuni. Það er ekkert sem bendir til að breyting verði þar á.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2011 kl. 09:00

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bryndís Gunnlaugsdóttir sagði aldrei skýrt við umbjóðendur sýna fyrir kosningarnar 2009 hvort hun vildi ganga í ESB. Hún hefur ekki gert það enn.Hitt liggur fyrir að framsóknarmenn í Suðurkjördæmi vilja ekki inngöngu Íslands í bandalagið.Það veit Bryndís og treystir sé greinilega ekki til að setjast á Alþingi til að þurfa að tala máli sinna umbjóðenda sem kusu hana.Það er að sjálfsögðu hennar mál, en það eru engar líkur á því að hún verði á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi í næstu Alþingiskosningum. Og enginn framsóknarmaður í bæjarstjórn Grindavíkur leggur til ESB inngöngu og Bryndís er þar meðtalinn.Andstaða Grindvíkinga við ESB inngöngu er það mikill að hún hefði aldrei farið í bæjarstjórn ef hún hefði lýst yfir stuðningi við ESB inngöngu.Hugsanlega er meirihluti bæjarstjórnar grindavíkur fallinn.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2011 kl. 09:38

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef Bryndís heldur að hún geti verið ósátt við einhverja framsóknarmenn þá eru það framsóknarmenn í Suðurkjördæmi.Það eiga þá að vera þeir en ekki Sigmundur Davíð sem Evrópusamtökin eiga að beina lygaáróðri sínum að.

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2011 kl. 09:54

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Svo er rétt að huga að því að ísland sótti um inngöngu í ESB.Inngöngubeiðnin sjálf segir allt sem segja þarf.Að halda því fram að Íslendingar geti bara breytt lögum ESB, meðan ESB er að skoða hvort leggja eigi inngöngubeiðinina fyrir aðildarþjóðir ESB er þvílíkt rugl að ekki þarf að ræða það.Það styttist þessu, báðir stjórnarflokkarnir hafa lýst því yfir að samningur verði að liggja á borðinu innan 1-1/5 árs. Um hvað eru menn að jagast, röflandi um hvernig ESB virkar lög þess og reglugerðir.Það lá allt fyrir þegar sótt var um. Ef enginn ESB" samningur" fer að líta dagsins ljós þá mun Alþingi draga umsóknina til baka.Ef "samningur"kemur þá verður hann felldur í þjóðaratkvæði.Og hann verður felldur.

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2011 kl. 10:34

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einarður er Sigurgeir og með merkilegar ábendingar úr sinu kjördæmi.

Sigurður M. Grétarsson, fráleit er sú hugdetta þín, að ég rugli saman ESB-þinginu (í Strassborg og Brussel) og ráðherraráði ESB í Brussel. Þú skrifar:

"Í ráðherraráðinu hafa allar ESB þjóðir einn fulltrúa þannig að áhrifin þar eru óháð stærð. Það er aðal valdastofnun ESB og fer í raun með mun meiri völd en Evrópuþingið þar sem atkvæðavægi stóru þjóðanna er meira en þeirra minni."

Já, þetta er aðal-valdastofnun ESB, eins og þú nefnir, en þess vegna er ótrúlegt að þú, þessi mikli áhugamaður úr Samfylkingunni um að innlima Ísland í ESB-báknið, skulir ekki gera þér grein fyrir því, hvert yrði atkvæðavægi Íslands í þessu ráðherraráði!!!

Þú skrifar þarna eins og vægi íslands yrði jafnt og hinna landanna!!!

Sömu blekkingu reyndi (kannski óbeint) einn "fyrrverandi" embættismaður ESB, hr. P... eitthvað, að halda fram, þegar hann mætti hér í Kastljósið (já, auðvitað á rauða dregilinn hjá Rúvurum) til að fullyrða, að þarna mundi hverju sinni (eftir málaflokkum) sitja einn íslenzkur ráðherra við hlið eins ráðherra frá Þýzkalandi og eins frá hverju hinna landanna til að taka ákvarðanir!*

Þú virðist í alvöru gera þér í hugarlund, að íslenzkur ráðherra hafi þarna sama vægi og þýzkur, franskur, brezkur eða ítalskur!

Þú tekur kannski ekki einu sinni eftir, hvernig Merkel og Sarkozy eru farin að koma saman tvö ein til að gera út um hlutina á evrusvæðinu?

En formlega og lagalega hefðu stóru, þéttbýlu löndin allt yfirburðavægið í ráðherraráðinu frá hausti 2014 og Ísland EKKERT (0,06% = practically nothing).

"Evrópuþingmenn geta ekki lagt fram lagafrumvörp heldur getur aðeins ráðherraráðið gert það," bætir þú við, en gleymir því, að í ESB-þinginu hefur framkvæmdastjórnin (e.k. yfirríkisstjórn ESB, undir forystu Barrosos) rétt til að leggja fram lagafrumvörp (og já, auðvitað ekki þingmennirnir sjálfir!).

* Það hentaði vel að fá þennan mann (Piretz?), sem hafði "látið af störfum fyrir ESB", til að koma hingað, í von um að hann gæti haft hér ruglandi áhrif á fólk, og ekki átti það nú að draga úr áhrifunum, að hann væri venzlaður Íslandi. Allt er nú reynt!

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 14:07

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 14:20

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands, segir það í raun engu skipta hver afstaða ríkisstjórnarinnar sé til Evrópusambandsins þegar komi að lögfestingu ESB-gerða.

Atli Gíslason, óháður þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt að mögulega sé verið að innleiða fleiri ESB-reglugerðir en þörf sé á vegna EES-samningsins. Þannig sé smám saman verið að laga Ísland að regluverki Evrópusambandsins.

"Það fer bara eftir því hve margar gerðir eru á ferðinni og hverju er verið að breyta," segir Stefán Már.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist hann ekki vita til þess að Íslendingar hafi tekið upp fleiri gerðir en nauðsynlegt sé til að uppfylla EES-samninginn en hugsanlega sé stundum of rúm túlkun lögð til grundvallar því hvað falli innan samningsins."

Íslandi ber skylda til að innleiða ESB-gerðir

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 14:23

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Á Íslandi veitti Alþingi stjórnvöldum heimild til að staðfesta EES-samninginn með því að samþykkja lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 12. janúar 1993."

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar 30. apríl 1991 - 23. apríl 1995

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 14:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bryndís Gunnlaugsdóttir - Afsögn mín sem varaþingmaður:

"Stefna Framsóknarflokksins tók miklum breytingum á flokksþingi flokksins nú í apríl frá árinu 2009.

Ég er ekki að tala eingöngu um stefnu flokksins varðandi Evrópusambandið líkt og svo margir hafa bent á, heldur líka framsetningu á stefnumálum flokksins.

Allir þeir sem lesa ályktanir frá 2009, sem eru um 50 bls. og bera þær saman við stefnuna sem var samþykkt í ár, sem er rétt rúmar 20 bls., sjá mikla stefnubreytingu.

Flokkurinn fór frá hnitmiðaðri og ítarlegri stefnuskrá svo ljóst væri hverju grasrótin vildi stefna að, yfir í loðna og óljósa stefnu þar sem hver og einn framsóknarmaður túlkar stefnuna eftir sínu nefi.

(Sbr. ESB stefnu flokksins núna, sumir segja að það megi draga til baka viðræður og aðrir ekki og ég get ekki metið hvor hefur rétt fyrir sér enda var bæði fellt að draga til baka viðræður og að halda áfram viðræðum og leggja samning fyrir þjóðina)."

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 15:57

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar, sjá bls. 4

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 16:00

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Aumir eru útúrsnúningar Jóns Vals. Þetta er sama ruglið og venjulega sem kemur frá Jóni Vali. Sem hvorki þekkir eða hefur kynnst sér Evrópusambandið og starfsemi þess.

Það eina sem Jón Valur gerir er að velja úr upplýsingar sem henta hans málflutningi og snúa útúr þeim.

Eins og óheiðarlegra manna er siður. Enda reikna ég með að Jón Valur verði kominn með gjallarhorn fyrir framan Alþingi eftir að Evrópusambands aðild Íslands verður samþykkt árið 2013 (vonandi það ár).

Öfgamenn eins og Jón Valur eru til skammar og ómarktækir í umræðunni með öllu.

Jón Frímann Jónsson, 27.8.2011 kl. 17:22

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Það er alveg sama hvaða útrúrsnúninga þú kemur með til að renna stoðun umdir blekkingar þínar og rangfærslur þá haloda þær áfram að vera blekkingar og rangfærslur. Staðreyndin er sú að allar aðildaþjóðir ESB hafa sama fjölda fulltrúa í ráðherraráðinu eða einn hver. Það er aðal valdastofnun ESB. Það kemur hins vegar ekki lögum í gegn öðruvísi en með samþykki Evrópuþingsins en það getur komið í veg fyrir lagabreytingar með því að hleypa lagafrumvarpi ekki til þingsins. Áhrif smáríkja eru því mun meiri en þú villt vera láta.

Sigurður M Grétarsson, 27.8.2011 kl. 19:02

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

„líkurnar á því að Framsóknarflokkurinn verði í fararbroddi við að innleiða ný vinnubrögð í pólitík eru litlar að ég tel.“

þær eru 0%.

Enda hefur framsóknarflokkurinn nú aðallega snúið sér að ransóknum á fæðu víkinga og hefur egar komist að þeirri breiking niðurstöðu að þeir hafi ekki borðað brauð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2011 kl. 19:18

19 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Umræðan um aðild hefur gjörbreytzt

Styrmir Gunnarsson

26. ágúst 2011 klukkan 10:31

Á tveimur árum hefur orðið mikil breyting á umræðum hér innanlands um afstöðu Íslands til Evrópusambandsins. Framan af snérust þær fyrst og fremst um afleiðingar aðildar fyrir íslenzka hagsmuni. Þær afleiðingar eru ljósar. Yfirstjórn sjávarútvegsmála fer með formlegum hætti til Brussel. Þar yrðu allar ákvarðanir teknar um nýtingu fiskveiðilögsögu. Forræði í samningum um deilistofna færi til Brussel. Erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi yrðu leyfðar. Aðildarsinnar hafa sagt að reglan um hlutfallslegan stöðugleika mundi tryggja að erlend fiskiskip færu ekki inn í íslenzka lögsögu. Andstæðingar aðildar hafa bent á að Evrópusambandið segir sjálft í Grænu bókinni um sjávarútvegsmál að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggi ekki lengur að fiskveiðiréttindi haldist i heimaríki. Og svo mætti lengi telja.

Á þessu ári hafa þessar umræður meira og meira beinzt í nýjan farveg vegna framvindu mála innan Evrópusambandsins. Þar hafa mál þróazt á þann veg, að myntbandalagið er í uppnámi vegna skuldavanda nokkurra evruríkja. Ríki á borð við Grikkland, Írland og Portúgal hafa ekki vegna hins sameiginlega gjaldmiðils getað leyst vandamál sín með gengislækkunum og standa þess vegna frammi fyri nánast óleysanlegum vanda og á það ekki sízt við um Grikki. Önnur evruríki hafa komið þeim til hjálpar en með hörðum skilmálum, sem hafa valdið pólitískum erfiðleikum í viðkomandi rikjum. Jafnframt hefur aðstoðin orðið pólitískt óvinsæl í þeim ríkjum, sem hafa veitt hana og ýtt undir stuðning við stjórnmálaflokka á hægri kantinum eins og t.d. hefur gerzt í Finnlandi.

Þessi staða hefur skýrzt á síðustu vikum á þann veg, að í raun eigi evruríkin ekki nema um tvennt að velja. Annars vegar að taka upp ríkisfjármálabandalag með sameiginlegu fjármálaráðuneyti í Brussel, sem leggi línur um fjárlög og skattastefnu hvers ríkis. Hins vegar með því að brjóta myntbandalagið upp og fækka þeim ríkjum, sem eiga aðild að evrunni.

Þessi nýja staða veldur því, að aðildarumsókn Íslands er komin í allt annað ljós. Nú er fyrsta spurningin, sem við þurfum að svara, hvort yfirleitt sé nokkuð vit í því að standa í samningaviðræðum við Evrópusambandið, sem sjálft stendur frammi fyrir grundvallarbreytingum og veit ekki enn hverjar þær verða. Um aðild að hvers konar Evrópusambandi er Ísland að semja?

Það er knýjandi að þessi nýju og gjörbreyttu viðhorfi verði rædd á Alþingi.

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:31

20 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Nei og aftur nei nei við esb aðild

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:32

21 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Léleg lýðræðisbrella Fámennra ESB sinna

Þeir sem vilja fella Ísland undir erlent vald og taka við skipunum frá Brussel nota nú allir sem einn sama bragðið. Þeir spyrja fyrst, ertu fylgjandi lýðræði? Flestir svara þá já. Þá spyrja þeir, viltu þá ekki að Íslendingar fái að kjósa um aðild að ESB? Og búast svo við svarinu já.

Samherjarnir Benedikt Jóhannesson og Hallgrímur Helgason telja báðir eðlileg að aðlögun sé hafin án þess að samþykki þjóðarinnar sé fyrir hendi.

Hér er á ferð alvarleg rökvilla. Það hefur ekkert með lýðræði að gera að hefja t.d. framkvæmdir við hús annars manns, gjörbreyta því öllu með ærnum tilkostnaði og bjóða honum svo, í lok framkvæmdanna, að kjósa um hvort hann vilji breyta húsinu. Það þýðir ekki að saka íbúann í húsinu um að vera á móti lýðræðinu ef hann samþykki ekki þessa skipan mála.

Að sama skapi vilja Íslendingar fá að ákveða hvort að lagt verði upp í þá vegferð að laga Ísland að Evrópusambandinu. Hann vill hafa um það að segja hvort sótt sé um inngöngu í ríkjasamaband hinumegin við Atlantshaf. Hann vill ákveða hvort hann vilji framselja fullveldið til Brussel - en ekki ákveða það þegar því er að mestu lokið!

Ef fara hefði átt lýðræðislega leið að ESB aðild hefði verið kosið um hvort hefja ætti aðlögun að sambandinu. Það var hins vegar ekki gert. Ólögmæt aðlögun Íslands að sambandinu er því í fullum gangi. Fylgjendur lýðræðis hljóta að krefjast þess að umsókn verði dregin tafarlaust til baka.

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:35

22 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Smáfuglarnir hafa fylgst með stríði Þórólfs Matthíassonar við íslenska bændur. Erfitt er að átta sig á því hvað bændur eiga að hafa til saka unnið. Ekki verður betur séð en að þeir starfi í því kerfi sem þeim er uppálagt samkvæmt lögum. Margir þeirra vilja starfa frjálsir og hafa óskað eftir frelsi til þess en mætt skilningsleysi skriffinna.

Árásir Þórólfs skýrast af því að bændur eru þungavigtarmenn í andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB. Þeir, auk flestra í sveitum landsins, leggjast gegn því að Brussel taki ákvarðanir fyrir Ísland og vilja ráða málum sínum sjálfir. Með árásum á bændur reynir Þórólfur að gera þá tortryggilega í ESB málflutningi sínum.

Smáfuglarnir benda á að Þórólfur hefur áður reynt sama bragð og mistókst þá skelfilega. Hann reyndi þá, eins og nú, að bregða sér í gervi fræðimannsins þegar hann réðst á andstæðinga Icesave. Nú ræðst hann á bændur, helstu andstæðinga ESB. Verður niðurstaðan aftur sú sama?

Icesave var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hrundi krónan? Fóru lífskjör niður fyrir „allt sem við höfum nokkurn tímann þekkt“? Hrundu lífskjör hér „gjörsamlega“? Jókst atvinnuleysi? Horfðu Íslendingar upp á „hrikalega sviðsmynd“?

Ekkert af því sem Þórólfur Matthíasson sagði um Icesave stóðst.

Ekki nokkur skapaður hlutur.

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:36

23 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Aðildarsinnar virðast vera hvílíkir bjánar sumir hverjir

að eftir því er tekið

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:38

24 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Góð upprifjun fyrir er t.d. á þessari slóð hér haha

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=KTcw4RsL4FU

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:49

25 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta liggut ljóst fyrir ESB, samþykkir að Ísland sæki um aðild að ESB.Það var að sjálfsögðu ekkert í þeirri samþykkt aem batt okkur ti að ganga að aðildarreglum ESB áður en einhver"samningur"lægi á borðinu.ESB er að kúga okkur það er augljíóst.Ef ESB vill ekki koma með einhvern "samning" á borðið inna 12 mánaða þá er umsókn íslands um inngönngu í ESB að sjálf sögðu fallin um sjálft sig.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2011 kl. 20:49

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aumingja Sigurður M., þú ert í yfirlýsingum þínum um mig farinn að hljóma (19.02) eins og Jón Frímann. Minnir á alkóhólista í afneitun. En þú segir: "Staðreyndin er sú að allar aðildaþjóðir ESB hafa sama fjölda fulltrúa í ráðherraráðinu eða einn hver."

Og þetta er algerlega rétt hjá þér, en það breytir ekki hinu, að lögbundið ATKVÆÐAVÆGI þess íslenzka yrði bara um 1/1666 af heildinni og 273 sinnum minna en atkvæðavægi Þýzkalands. Fulltrúar ríkja með fullan vilja til að hefja hér miklar fiskveiðar á ný (Spánar, Bretlands, Frakklands, Þýzkalands, Belgíu, samtals með 52,94% atkvæðavægi þar frá hausti 2014), auk annarra sem myndu vilja bætast við (t.d. Ítalíu, með 12,02% atkvæðavægi, Danmerkur og Írlands), hefðu þarna í fullu tré við okkur og myndu, með auðsveipnum tilstyrk ýmissa annarra, geta sópað "reglunni um hlutfallslegan stöðugleika" út í hafsauga á nóinu.

En endilega haltu bara áfram að opinbera vanþekkingu þína. Þannig var skrifað um þig að gefnu tilefni (þessu tilefni!) á vefsíðu mína í dag (gettu af hverjum!):

"Jón, á síðu Evrópusamtakanna svaraði þér maður að nafni Sigurður M. Grétarsson, sem er flokksbundinn í Samfylkingunni og skrifar hreinar rökleysur, þ.e. slengir fram staðhæfingum um ESB, t.d. um ráðherraráðið, án þess að hafa minnstu áhyggjur af hvað séu staðreyndir og hvað ekki. Hann skrifar eins og hugtakið aukinn meirihluti (qualified majority) sé alls óþekkt, jafnvel þótt það komi fram á öllum vefsíðum sambandsins að flestar ákvarðanir í ráðunum séu teknar á þeim grundvelli." ... 27.8.2011 kl. 12:45.

Jón Valur Jensson, 27.8.2011 kl. 21:20

27 Smámynd: Elle_

Nei, ekkert af neinu sem Þórólfur Matthíasson sagði um ICESAVE stóðst, eins og AMX skrifar og Örn bendir á að ofan.  Hann laug og hann laug um sökkvandi skipið Ísland ef við ekki borguðum kúgunarsamning Breta, Hollendinga og E-sambandsins.  Já, og Versta Flokks Jóhönnu.  

Ögmundur skrifaði um það þegar Þórólfur fór til Noregs að níða okkur fyrir kúgunarsamning Jóhönnu og Steingríms: NÍÐSKRIF Í NOREGI

Ykkur E-ríkis-sinnum er víst sama hvort þið farið rangt með hluti eður ei.

Elle_, 27.8.2011 kl. 21:49

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR að ESB hafa SÖMU stöðu og STOFNSÁTTMÁLAR ESB og því er EKKI HÆGT AÐ BREYTA ákvæðum þeirra, þar á meðal UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

"Í bókinni Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins eftir Óttar Pálsson og Stefán Má Stefánsson [lagaprófessor] (2003) segir á bls. 39 að ÓTVÍRÆTT sé að AÐILDARSAMNINGAR NÝRRA RÍKJA sambandsins séu JAFNRÉTTHÁIR RÓMARSÁTTMÁLANUM."

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 22:11

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn á Hótel Loftleiðum dagana 26. og 27. ágúst 2011 ítrekar stuðning við ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar."

Þorsteinn Briem, 27.8.2011 kl. 22:29

30 Smámynd: Elle_

Hér er á ferð alvarleg rökvilla. Það hefur ekkert með lýðræði að gera að hefja t.d. framkvæmdir við hús annars manns, gjörbreyta því öllu með ærnum tilkostnaði og bjóða honum svo, í lok framkvæmdanna, að kjósa um hvort hann vilji breyta húsinu. Það þýðir ekki að saka íbúann í húsinu um að vera á móti lýðræðinu ef hann samþykki ekki þessa skipan mála.

Að sama skapi vilja Íslendingar fá að ákveða hvort að lagt verði upp í þá vegferð að laga Ísland að Evrópusambandinu. Hann vill hafa um það að segja hvort sótt sé um inngöngu í ríkjasamaband hinumegin við Atlantshaf. Hann vill ákveða hvort hann vilji framselja fullveldið til Brussel - en ekki ákveða það þegar því er að mestu lokið!

Ef fara hefði átt lýðræðislega leið að ESB aðild hefði verið kosið um hvort hefja ætti aðlögun að sambandinu. Það var hins vegar ekki gert. Ólögmæt aðlögun Íslands að sambandinu er því í fullum gangi. Fylgjendur lýðræðis hljóta að krefjast þess að umsókn verði dregin tafarlaust til baka.

Örn Ægir Reynisson, 27.8.2011 kl. 19:35

Elle_, 27.8.2011 kl. 22:37

32 Smámynd: Elle_

Þetta liggut ljóst fyrir ESB, samþykkir að Ísland sæki um aðild að ESB.Það var að sjálfsögðu ekkert í þeirri samþykkt aem batt okkur ti að ganga að aðildarreglum ESB áður en einhver"samningur"lægi á borðinu.ESB er að kúga okkur það er augljíóst.Ef ESB vill ekki koma með einhvern "samning" á borðið inna 12 mánaða þá er umsókn íslands um inngönngu í ESB að sjálf sögðu fallin um sjálft sig.Nei við ESB

Sigurgeir Jónsson, 27.8.2011 kl. 20:49

Elle_, 27.8.2011 kl. 23:04

33 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gaman saman, hvernig væri að taka einn tangó í tilefni dagsins?

Guðmundur Júlíusson, 28.8.2011 kl. 01:54

34 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Þegar þú ásalar aðra um að fjalla af vanþekkingu og fara með rangt mál um ESB þá ert þú svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.  Annað eins dómsdagskjaftæði og rugl um ESB eins og fram kemur í þínum skrifum er vandfundið. Það hvernig atkvæðavægið er í Evrópouþinginu breytir ekki þeirri staðreynd að allar aðildarþjóðir hafa sama vægi í ráðherraráðinu og því getur meirhiluti aðildarþjóða óháð stærð komið í veg fyrir allar breytingar á lögum ESB. Þar að auki getur hver einasta þjóð komið í veg fyrir breytingar á stofnsáttmála ESB og aðildarsamningunm einstakra ríkja þar með talið sínum eigin aðidlarsamning.

Í þessu bulli þínu og rangfærslum ert þú enn að bera á borð þanng hræðsluáróður að stóru ríkin geti tekið af okkur fiskveiðiauðlindina. Þessi innistæðulausi hræðsluáróður ykkar ESB andstæðinga er orðin ansi þreyttur enda um dómsdagskjaftæði að ræða.

Þið ESB andstæðingar eruð alltaf að hræða fólk frá því að styðja ESB aðild með alls konar hryllingssögum um það hvernig ESB getur hugssanlega orðið í framtíðinni. Vissulega er eftirr að spá og þá sérstaklega um framtíðina en eitt er þó ljóst. Verði þvílíkar breytingar á ESB að við teljum hag okkar betur borgið utan ESB en innan þá getum við alltaf gangið úr ESB. Ástæða þess að við getum gengið úr ESB ef okkur sýnist svo er einmitt sú að öfugt við rangfærslur margra af ykkur ESB andstæðingum þá höldum við fullveldi okkar og sjálfstæði þó við göngum í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 28.8.2011 kl. 11:57

35 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir Reynisson. Þórólfur Mattíasson er ekki í stríði við bændur. Hann er í stríði við það landbúnaðarkerfi sem bæði bændur og íslenskir neytendur þurfa að búa við og veldur óhagkvæmni og skaða fyrir báða.  Að halda því fram að Þóróflur sé í einhverju stríði bið bændur er því ekkert annað en útúrsnúningur á orðum hans og skrumskæling á staðreyndum. Allar ályktanir dregnar út frá slíkri skrumskllingu eru því hlægilegt bull.

Hvað Icesave málið varðar þá kemur það ekki  í ljós fyrr en dómur fellur í málinu hvort það var góð eða slæm ákvörðun að hafna þeim samningum sem náðust við Breta og Hollendinga. Dómurinn getur orðið okkur hagfelldur þannig að við þurfum að greiða minna en samningurinn gerði ráð fyrir og jafnvel ekkert.  Hins vegar getur dómurinn einnig sett á okkur mun þyngri birðar en samningirinn gerði ráð fyrir. Það getur veikt gengi krónunnar svo um munar.

Sigurður M Grétarsson, 28.8.2011 kl. 12:14

36 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir Reynisson. Ef við göngum í ESB þá erum við einfaldlega að taka þáatt í samstarfsvettvangi þjóða Evrópu þar sem þjóðirnar setja sér í sameiningu samskiptareglur á ýmsum sviðum. Að tala um það með þeim hætti að þannig sé verið að setj þjóðina undir erlent vald er lílegur útúrsnúningur og skrumskæling á því sem þar á sér stað,

Það er einnig orðin ansi þreitt kjaftæðið í ykkur ESB andstæðingum að við séum í einhverri aðlögun að ESB vegna aðildarumsóknar okkar. Það á ekkert slíkt sér stað. Við erum hins vegar að breyta ýmsum lögum hér samkvæmt ESB reglum vegna aðildar okkar að EES samstarfinu. Þessar breytingar ættu sér því stað þó við stæðum ekki í aðildarviðræðum við ESB. Við höfum ekkert um þessar breytingar að segja meðan við erum í EES samstarfinu heldur þurfum bara að taka því sem að okkur er rétt en ef við göngum í ESB munum við sitja við borðið þar sem reglurnar eru mótaðar. Hjá ESB tíðkast ekki að valta yfir minni þjóðir og eru allar góðar hugmyndir skoðaðar sama hvaðan þær koma og alltaf er leitað lausna sem allir geta sætt sig við og því hefur smáþjóðum í ESB gangið ágætlega við að verja sína hagsmuni.

Sigurður M Grétarsson, 28.8.2011 kl. 12:23

37 Smámynd: Elle_

Getur það verið að vægi ráðherranna frá hinum ýmsu sambandslöndum sé það sama í ráðherraráðinu óháð mannfjölda í ríkjunum?  NEI, Sigurður.  Í öldungadeild Bandaríkjanna, eins og ég skil það, hafa öll ríkin 2 fulltrúa með sama vægi.  Þannig er það ekki í miðstýringarveldinu í Evrópu og þar mun það hverfandi vægi sem við hefðum vera fyrir sambandið Í HEILD, ekki einstaka ríki.  Þar verður lítið um lýðræði fyrir litlu sambandsríkin. 

Elle_, 28.8.2011 kl. 13:30

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sigurður M Grétarsson, hér hefur þú tekið þá ákvörðun að hlaupa til varna fyrir vanþekkingarfullyrðingar þínar í afgertandi mikilvægum málum. Það er eins gott að ég tek eftir þessum athugasemdum þínum, áður en lokast hér á slóðina, eins og iðulega gerist, þegar ég er bundinn við vinnu og fæ ekki rönd við reist, þótt villurnar standi uppi og það ómótmælt.

Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðingur er einn fróðasti maður um ESB hér á landi og hefur fjallað um það í háskólaritgerðum. Ég sendi honum smá-ábendingu um þessi skrif þín og fekk nú á 12. tímanum þetta svar frá honum:

"Það er alltaf skondið þegar menn saka aðra um fáfræði en gerast svo alvarlega sekir um það sjálfir. Það er rétt hjá Sigurði að í ráðherraráðinu hafa öll ríkin einn fulltrúa en hver fulltrúi hefur hins vegar mis-mörg atkvæði á bak við sig eftir því frá hversu fjölmennt heimaríki hans er skv. ákveðnum reglum. Vægi þeirra er því alls ekki það sama. Þá er það ekki ráðherraráðið sem getur eitt lagt fram lagafrumvörp heldur framkvæmdastjórnin."

Trúirðu þá öðru en þínum eigin grillum um ráðherraráði, Sigurður?

Ef ekk, bendi ég þér á að leita í Lissabon-sáttmálann. Hér (bls. 153-4), í SJÖTTA HLUTA sáttmálans: STOFNANAÁKVÆÐI OG FJÁRHAGSÁKVÆÐI, I. BÁLKI: STOFNANAÁKVÆÐI, 1. KAFLA: STOFNANIRNAR, 3. ÞÆTTI: RÁÐIÐ, er þessi grein í heild:

"238. gr.

(áður 1. og 2. mgr. 205. gr. stofnsáttmála Evrópubandalagsins)

1. Þar sem krafist er einfalds meirihluta skal ráðið taka ákvarðanir með meirihluta allra sem þar eiga sæti.

2. Ef ráðið tekur ekki ákvörðun að tillögu framkvæmdastjórnarinnar eða æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal, þrátt fyrir 4. mgr. 16. gr. sáttmálans um Evrópusambandið, skilgreina aukinn meirihluta sem a.m.k. 72% þeirra sem sæti eiga í ráðinu, enda skipi meirihlutann fulltrúar aðildarríkja með íbúafjölda sem er a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins; gildir þetta frá 1. nóvember 2014 og með fyrirvara um ákvæðin sem mælt er fyrir um í bókuninni um bráðabirgðaákvæði.

3. Frá 1. nóvember 2014 og með fyrirvara um ákvæðin sem mælt er fyrir um í bókuninni um bráðabirgðaákvæði skal skilgreina aukinn meirihluta með eftirfarandi hætti þegar þeir sem eiga sæti í ráðinu taka ekki allir þátt í atkvæðagreiðslu samkvæmt sáttmálunum:

a) Aukinn meirihluti skal skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem sæti eiga í ráðinu fyrir hönd aðildarríkja sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, enda skipi meirihlutann fulltrúar a.m.k. 65% af íbúafjölda þessara ríkja. Til þess að minnihluti geti stöðvað framgang máls verður að skipa hann a.m.k. minnsti fjöldi þeirra sem eiga sæti í ráðinu og eru fulltrúar yfir 35% af íbúafjölda í aðildarríkjum sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, að viðbættum einum fulltrúa, en að öðrum kosti telst aukinn meirihluti hafa náðst.

b) Ef ráðið tekur ekki ákvörðun að tillögu framkvæmdastjórnarinnar eða æðsta talsmanns stefnu Sambandsins í utanríkis- og öryggismálum skal, þrátt fyrir a-lið, skilgreina aukinn meirihluta sem a.m.k. 72% fulltrúa aðildarríkja sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni, enda skipi meirihlutann fulltrúar a.m.k. 65% af íbúafjölda þessara ríkja.

4. Hjáseta þeirra, sem viðstaddir eru atkvæðagreiðslu eða hafa veitt öðrum umboð til að fara með atkvæði sitt, hindrar ekki samþykkt ráðsins á ákvörðunum þar sem einróma samþykki er áskilið."

Ennfremur segir í 240. gr. (áður 207. gr. stofnsáttmála Evrópubandalagsins), í 3. tölulið:

"Ráðið skal taka ákvarðanir um málefni er lúta að málsmeðferð og samþykkt starfsreglna sinna með einföldum meirihluta."

Reyndu nú að LESA, Sigurður, í stað þess að spinna upp frekari tilfinningavellu-skáldsögur hér af meintri vanþekkingu minni á atkvæðavægi ríkja í ráðherraráðinu. Ef þú neitar því hér eftir, að íbúafjöldi ríkjanna geti haft þarna afgerandi þýðingu, þá er þar með augljós orðin fölsunarviðleitni þín í þessum málum.

Jón Valur Jensson, 28.8.2011 kl. 13:52

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Feitletranir texta í 238. greininni voru mínar, Sigurði til ábendingar!

Jón Valur Jensson, 28.8.2011 kl. 13:53

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ásláttarmistök, sem varna þó engum skilnings!

Jón Valur Jensson, 28.8.2011 kl. 13:55

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 28.8.2011 kl. 16:31

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef Ísland yrði óánægt með aðild að Evrópusambandinu segir íslenska ríkið sig einfaldlega úr sambandinu.

Aðild ríkja að Evrópusambandinu er ekki kaþólskt hjónaband.

Lissabon-sáttmálinn:


"49. gr.

Sérhvert Evrópuríki, sem virðir þau gildi sem um getur í 2. gr. og einsetur sér að stuðla að þeim, getur sótt um að gerast aðili að Sambandinu.

Tilkynna skal Evrópuþinginu og þjóðþingunum um slíka umsókn. Umsóknarríkið skal senda umsókn sina til ráðsins en það skal taka einróma ákvörðun að höfðu samráði við framkvæmdastjórnina og að fengnu samþykki Evrópuþingsins með stuðningi meirihluta allra þingmanna.

Taka skal tillit til skilyrða sem leiðtogaráðið hefur samþykkt að þurfi að uppfylla vegna aðildar.

Skilmálar aðildar og sú aðlögun á sáttmálunum, sem Sambandið byggir á, sem slík aðild felur í sér, skulu byggjast á samningi milli aðildarríkjanna og umsóknarríkisins.

Þann samning skal leggja fyrir öll samningsríkin til fullgildingar í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar.

50. gr.


1.
Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að segja sig úr Sambandinu í samræmi við stjórnskipunarreglur sínar.

2.
Aðildarríki, sem ákveður að segja sig úr Sambandinu, skal tilkynna það leiðtogaráðinu.

Í ljósi viðmiðunarreglna leiðtogaráðsins skal Sambandið ganga til samningaviðræðna og gera samning við viðkomandi ríki um það hvernig staðið skuli að úrsögn þess með hliðsjón af því hvernig framtíðartengslum þess við Sambandið verður hagað.

Samningurinn skal gerður í samræmi við 3 mgr. 218. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins. Ráðið skal gera samninginn fyrir hönd Sambandsins og taka um hann ákvörðun með auknum meirihluta, að fengnu samþykki Evrópuþingsins.

3.
Sáttmálarnir hætta að taka til viðkomandi ríkis á gildistökudegi samnings um úrsögn eða, að öðrum kosti, þegar tvö ár eru liðin frá tilkynningunni sem um getur í 2. mgr., nema leiðtogaráðið ákveði einróma, með samþykki viðkomandi aðildarríkis, að framlengja þetta tímabil.

4.
Sá sem á sæti í leiðtogaráðinu eða ráðinu fyrir hönd aðildarríkis sem segir sig úr Evrópusambandinu, skal, að því er 2. og 3. mgr. varðar, ekki taka þátt í umræðum leiðtogaráðsins eða ráðsins eða í ákvörðunum sem varða það.

Aukinn meirihluti skal skilgreindur í samræmi við b-lið 3. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins.

5.
Óski ríki, sem hefur sagt sig úr Sambandinu, eftir því að ganga í það aftur gildir málsmeðferðin sem um getur í 49. gr."

Þorsteinn Briem, 28.8.2011 kl. 16:33

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:

"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan sambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið en Timo Summa telur ekki ástæðu til að óttast það.

"Lítil lönd í Evrópusambandinu, á borð við heimaland mitt Finnland, geta haft mjög mikil áhrif ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.

Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra. Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.

Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur aldrei, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.

Ríkin setjast niður, rökræða og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.
""

Viðtal við Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

Þorsteinn Briem, 28.8.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband