Leita í fréttum mbl.is

ESB-viðræður í góðum gír!

ISland-ESB-2Þrátt fyrir að sitt lítið af hverju gangi í sambandi við landbúnaðarmálin, ganga viðræðurnar við ESB vel. Þetta kemur fram á RÚV.is: "Samkvæmt rýniskýrslu ESB um landbúnaðar- og byggðaþróunarmál þarf að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu landbúnaðarmála hérlendis ef af ESB-aðild verður. Utanríkisráðherra segir viðræður um aðild að Evrópusambandinu ganga mjög vel þrátt fyrir að ESB telji ekki hægt að hefja viðræður um landbúnað að svo stöddu. 15 nýir samningskaflar verði opnaðir fyrir áramót.

Evrópusambandið birti í gær rýniskýrslu sína um landbúnaðarmál og byggðaþróun hér á landi. Skýrslan er niðurstaða gaumgæfilegrar skoðunar á þeim lögum og reglum sem gilda um þessa málaflokka hér á landi. Þar eru tiltekin fjölmörg atriði sem eru ekki í samræmi við þær reglur sem gilda innan Evrópusambandsins og þarf að taka sérstaklega fyrir í viðræðum um aðild Íslands. Þar ber helst að nefna að innleiða þarf beingreiðslukerfi ESB með tilheyrandi lagabreytingum og breytingum á stjórnsýslunni. Sérstaklega þarf að huga að því að setja upp stofnun sem sér um greiðslur til bænda og samræmist kröfum ESB. Sú stofnun bæri ábyrgð á því að styrkir ESB til landbúnaðar og byggðaþróunar hér á landi færu á réttan stað.

Verði af aðild þarf að innleiða reglur um stuðning við framleiðslu flestra landbúnaðarafurða. Núgildandi reglur um landbúnaðarstyrki hér á landi samræmast í flestum tilfellum ekki reglum ESB og um það þarf að fjalla."

Öll frétt RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband