Leita í fréttum mbl.is

Er öryggi smáríkja í Evrópu tálsýn? Clive Archer í nýrri fundarröđ

Dr. Clive Archer, Emeritus og Jean Monnet prófessor viđ Manchester Metropolitan háskólann í Bretlandi, heldur erindi um öryggi smáríkja í Evrópu á vegum Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki, föstudaginn 9. september frá 12-13 í Odda 201 í Háskóla Íslands.

Á fyrirlestrinum mun Dr. Archer fara yfir stöđu smáríkja í Evrópu og hvađ ţau hafa gert í sínum öryggis-og varnarmálum eftir lok kalda stríđsins.  

Dr. Archer er einn helsti sérfrćđingur Evrópu á sviđi öryggismála smáríkja međ sérstaka áherslu á Norđurlöndin og Eystrasaltsríkin. Hann hefur skrifađ og ritstýrt fjölda bóka um Evrópusamrunann, alţjóđlegar stofnanir og síđast en ekki síst öryggismál Norđur Evrópu og Eystrasaltsríkjanna.  

Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjóri er Alyson Bailes, ađjúnkt viđ stjórnmálafrćđideild HÍ.

Ţessi fundur er fyrsti fundurinn í fundaröđ Alţjóđamálastofnunar Evrópa: Samrćđur viđ frćđimenn veturinn 2011-2012. Stofnunin hlaut Jean Monnet styrk til ađ stuđla ađ upplýstri umrćđu um Evrópumál á Íslandi og mun ţví bjóđa upp á fjölmarga fyrirlestra erlendra frćđimanna á föstudögum í vetur.

Meira um Dr.Archer


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband