Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold um andstæðingana sem eru á móti

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri hjá Já-Ísland skrifar enn einn fínan pistil á Eyjubloggið. Nú um hina sérkennilegu kröfu andstæðinga ESB að draga beri umsóknina til baka. Bryndís segir:

"Í mörg ár sýndu skoðanakannanir að meirihluti þjóðarinnar vildi hefja viðræður við Evrópusambandið, þá hristu andstæðingar aðildar hausinn ákaft og sögðu að það væri ekki rétti tíminn því það væri svo mikill uppgangur á Íslandi – við fengjum bara lélegan samning ef við værum of rík.

Eftir hrun var mikill þrýstingur á að sótt yrði um aðild, þá fannst andstæðingum heldur ekki rétti tíminn, því samningurinn yrði svo lélegur ef við værum svona illa stödd fjárhagslega.

Þegar svo sótt var um með stuðning meirihluta þjóðarinnar í skoðanakönnunum þá vildu andstæðingar alls ekki að þingið hæfi aðildaviðræður án þess að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild.  (sem engin þjóð hefur gert enda með öllu óljóst hvað felst í samningi fyrr en samið hefur verið um hann).

Síðasta ár hafa sömu menn í sífellu viljað draga umsóknina til baka – þeir sem standi að aðildarumsókninni eru ýmist föðurlandssvikarar eða ætla sér að kasta sjálfstæði landsins út í hafsauga. Þrátt fyrir það vilja þeir halda trygglega í EES samninginn og finnst bara í himnalagi að láta þá þarna í Brussel um að setja lög fyrir okkur.

Frá því sótt var um aðild hafa kannanir sveiflast, fyrir um ári voru 74% fylgjandi aðildarviðræðum, nú segja andstæðingar að það séu 51% á móti og nú heitir það að það eigi að ,,leggja umsóknina til hliðar” vegna þess hve margir séu á móti viðræðunum.

Ef rök andstæðinga eru notuð er ekki gott að sækja um aðild að ESB ef við erum of efnuð eða ekki nógu efnuð."

Allur pistill Bryndísar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband