Leita í fréttum mbl.is

Eru íslenskir neytendur algert aukaatriði?

dv-logoÁ vef DV.is segir:

„Þetta er móðgun við íslenska neytendur. Við erum búin að bíða eftir þessu í átta ár en reglugerðin tók gildi 2003 í Evrópusambandinu. Hagsmunaaðilar hafa bara náð að stoppa þetta eina ferðina enn,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi framkvæmdanefndar Samtaka lífrænna neytenda.

Þann 1. september átti að taka gildi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri en sama dag gaf Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út reglugerð þar sem gildistökunni er frestað til 1. janúar 2012.

Þessu mótmæla Samtök lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík en í sameiginlegri tilkynningu frá þeim segir að með þessu sé ráðuneytið greinilega að verja hagsmuni örfárra fyrirtækja sem flytji inn matvæli frá landi þar sem neytendavernd sé fórnað fyrir hagsmuni fjölþjóðafyrirtækja og hunsi hagsmuni íslenskra neytenda. „Þetta er blaut tuska í andlit neytenda og við förum fram á að fá ítarlegan rökstuðning ráðuneytisins fyrir frestun gerðarinnar,“ segir þar jafnframt."

Síðar segir í fréttinni: "Oddný segir að Ísland sé það land í Evrópu sem stendur sig sem verst í að upplýsa neytendur um innihald matvæla. „Við vitum ekkert hvað við erum borða og eina leiðin til að vera viss núna er að velja lífrænt ræktað. Þetta er því mjög mikið hagsmunamál fyrir íslenska neytendur, að hafa val,“ segir Oddný."

Þetta atriði er sérlega athyglisvert í ljósi þeirrar umræðu um "fæðuöryggi" sem fram fer hér á landi. Upplýsingar til neytenda hljóta að vera mjög mikilvægar í því samhengi. Eða er bara nóg að framleiða lambakjöt?

Og stóra spurningin er: Á hvaða forsendum er þessi neitun? Á vef ráðuneytis Jóns Bjarnasonar er ekki stafur um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Bjarna sér um sína.

Sannkallaður sérhagsmunagæslumaður.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.9.2011 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband