Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Stephensen um aðildarferlið í FRBL

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag og snýr hann að ESB-málinu. Ólafur segir:

"Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að „mun brýnni verkefnum". Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB.

Ef mark væri takandi á rökunum um breytingar á Evrópusambandinu og óvissu um framtíðina hefði ekkert ríki átt að sækja um aðild að ESB frá upphafi, því að samstarf ríkjanna í sambandinu er í stöðugri þróun og sífelld óvissa er um framtíðina. Þrátt fyrir ótal spádóma um endalok Evrópusamstarfsins hefur ESB bæði stækkað – aðildarríkin eru nú 21 fleiri en í upphafi – og samstarfið dýpkað.
ESB var stofnað til að auðvelda aðildarríkjunum að leysa ýmiss konar vandamál með því að leggja saman krafta sína og deila ríkisvaldinu á ákveðnum sviðum. Spurningin um aðild að Evrópusambandinu snýst ekki um stöðu mála í sambandinu á hverjum tíma, heldur þessa aðferðafræði við að leysa vandamál. Hún hefur gefizt vel og í langflestum aðildarríkjunum er það almenn skoðun að aðildin hafi reynzt vel.

Þeir sem halda því fram að enn eigi að bíða með aðildarumsókn minna á manninn sem vildi ekki fá sér sjónvarp á sínum tíma af því að hann taldi víst að þróun sjónvarpstækninnar væri svo hröð að bezt væri að bíða þangað til komin væru betri sjónvörp. Hann hefur misst af sjónvarpsdagskránni alveg frá 1966, því að alltaf er meiri breytinga að vænta."

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband