Leita í fréttum mbl.is

Eldingarmenn vilja ganga í ESB!

Athyglisverða frétt má lesa á vef Bæjarins besta á Ísafirði, en hún hefst svona:

"Stjórn Eldingar, félags smábátaeigenda við Ísafjarðardjúp, hyggst leggja fram tillögu um að gengið verði í Evrópusambandið, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður á sunnudag. „Við ætlum að leggja fram þessa tillögu því bæði ríkisstjórn Íslands og Hafrannsóknastofnun vinna gegn landsbyggðinni. Við vonumst til að Evrópusambandið hafi betri skilning á málefnum landsbyggðarinnar og að hagur okkar verði betur borgið þar inni,“ segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar. Sigurður segir að stjórn Eldingar vonist til að með inngöngu í ESB, geti smábátaeigendur fengið styrki frá sambandinu þannig að jafnvel verði hægt að lifa af fiskveiðum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lágt leggjast þeir, vija láta framselja fullveldi lands og þjóðar í hendur stórvelda til þess að þeir sjálfir geti lifað af snöpum hjá Evrópusambandinu!

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þeir fengju enga, bókstaflega enga tryggingu fyrir eilífðarstyrkjum frá ESB. Vita þessir menn ekki neitt í sinn haus í þessum málum?

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 12:48

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

SKynsamir menn.

Enda er engin byggðarstefna á Íslandi nema kjördæmapotið margfræga.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 13:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.

RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

• Aðlögun flotans.

• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

• Veiðistjórnun og öryggismál.

• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 15.9.2011 kl. 14:28

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Laust eldingu niður? Hraustir menn vilja vinna,standa keikir,stoltir,í stakki með stál og hníf.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2011 kl. 14:39

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Einsog Bjartur í Sumarhúsum?

Sleggjan og Hvellurinn, 15.9.2011 kl. 17:32

7 Smámynd: The Critic

Byrjar JVJ með bullið um framsal fullveldis  sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

The Critic, 15.9.2011 kl. 17:35

8 identicon

það er eitt sem sem gleymist , ef einhver á að fá styrk,  er einhver annar sem þarf að  borga.  það er ljóst að þjóðinn verður að borga mun meira í sjóði ESB heldur en kemur til baka annars hrynur kerfið.  það er alveg ljóst að það geta ekki allir komist að á styrkjaspena ESB En Samfylkingarfólki er sama um það. Því skíthælarnir, launafólkið í landinu, sem vinnur og borgar skattana skulu  sjá um þann pakka

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 19:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 15.9.2011 kl. 20:25

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins töldu árið 2002 að kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkaði um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.

"Vergar þjóðartekjur (GNI) á Íslandi árið 2005 voru 977 milljarðar króna og því má áætla að ef Ísland gengi í ESB gætu heildargreiðslur ríkissjóðs til ESB orðið um 10,5 milljarðar króna á ári (þ.e. 1,07% af 977 milljörðum króna) en að hámarki um 12,1 milljarðar króna á ári."

"En hafa verður í huga að stór hluti þess fjármagns sem greitt er til ESB mun skila sér til baka til þjóðarbúsins í styrkjum til landbúnaðar, uppbyggingarverkefna og rannsóknar- og þróunarverkefna.

Í því sambandi má nefna að 86% af tekjum ESB árið 2002 skiluðu sér aftur til aðildarríkjanna í styrkjum og þar af fóru 46% til landbúnaðar, 34% til uppbyggingarverkefna og 6% til rannsóknar- og þróunarverkefna og annarra innri málefna."

[Af 12,1 milljarði króna eru 86% um 10,4 milljarðar króna og mismunurinn er 1,7 milljarðar króna.]

Nýju aðildarríkin
, auk Portúgals, Grikklands, Írlands og Spánar, fá hins vegar meiri greiðslur frá ESB en þau greiða til sambandsins."

Beinn kostnaður Íslands vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
(EES) var um 1,4 milljarðar króna árið 2007 og 1,7 milljarðar króna að frádregnum 1,4 milljörðum króna eru allt að 300 milljóna króna kostnaður íslenska ríkisins á ári vegna aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

En
kostnaður í íslenska hagkerfinu minnkar um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru.

Sjá hér töflu 2.4 á bls. 51 um árlegan kostnað íslenska ríkisins vegna EES-samningsins:

Ísland og Evrópusambandið - Evrópunefnd

Þorsteinn Briem, 15.9.2011 kl. 20:26

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hinn nafnlausi "The Critic", sem skrifar áþannig n þess að taka ábyrgð á neinu sem hann lætur hér frá sér, hefur augljóslega ekki minnstu hugmynd um, hvað felst í afneitun hans, eða kýs að skrökva hér gegn betri vitund.

Ætli hann hafi lesið greinina hans Joschka Fischers, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands, sem birtist í aðgengilegu formi í Morgunblaðinu í síðasta mánuði? (9/8). Fullveldiskreppan í Evrópu nefnist hún og er áhugavert efni fyrir þá lesendur hér, sem eru ESB-sinnar fram í fingurgóma eins og Fischer. Hann segir þar m.a.:

"Ef evran á að lifa af mun ósvikin sameining, með frekari tilfærslu á fullveldi til sameiginlegs evrópsks vettvangs, verða óhjákvæmileg."

Þeir eru reyndar margir að segja þetta núna, ráðamenn í ESB.

Enn fremur skrifar hann: "... Í öðru lagi mun stökkið inn í gjaldeyrissjóð og sameiginlega stjórn efnahagsmála leiða til frekari og víðtækrar skerðingar á fullveldi aðildarríkjanna, í þágu evrópskrar lausnar á vettvangi sambandsins. Má til dæmis nefna að innan myntbandalagsins munu fjárlög einstakra aðildarríkja heyra undir evrópska eftirlitsstofnun."

Og kannski eins og óbein sneið til hins ókrítíska manns, sem dubbar sjálfan sig til riddara með sæmdarheitinu "The Critic", skrifar Joschka jafnvel:

"Svo Bill Clinton sé umorðaður: „Það er fullveldið, kjáninn þinn!“" ("Frægt er slagorð Clintons í kosningabaráttunni 1992: Það eru efnahagsmálin, kjáninn þinn!" en með því átti demókratinn við að staða efnahagsmála yfirskyggði önnur mál sem þá voru efst á baugi." (Aths. Morgunblaðsins á eftir greininni.))

Ég vona að sá ókrítíski skilji þetta. Nú er það sem sé (enn frekari) fullveldis-hremmingin, sem málið gengur helzt út á núna hjá ESB-ráðsherrunum, að mati eins þeirra manna, sem voru þar innstu koppar í búri fyrir nokkrum árum.

Annar slíkur er vitaskuld Jacques Delors, enn meiri "pundit", og ekki staðfestir hann það með þeim ókrítíska, að ég hafi farið hér með fleipur!

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 01:28

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem skrifar þannig án þess að ...

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 01:29

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullveldi okkar sjáum við einna helzt stað í okkar sjálfstæða ríki og hinum þremur meginþáttum þess: framkvæmdavaldi, löggjafarvaldi, dómsvaldi. Á öllum þeim sviðum yrðu fullveldisréttindi okkar stórlega skert. Skerðingin er svo alvarleg, að sumt það þungvægasta af valdi okkar hverfur með þvílíkum hætti, að nær er að tala þar um fullveldisafsal heldur en einbert "(takmarkað) fullveldisframsal".

Sá ókrítíski þarf eins og fleiri hér að lesa eftirfarandi pistil um það hvernig Evrópusambandið myndi hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald.

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 01:36

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini reynir hér enn að blekkja. Það er t.d. ekkert um það í töflu 2.4 né á bls. 51 í Skýrslu Evrópunefndar ... um að "kostnaður í íslenska hagkerfinu minnk[i] um allt að 44 milljarða króna á ári með aðild Íslands að sambandinu og upptöku evru," eins og Steini fullyrðir hér fráleitlega. Og hann ætti ekki að gapa svona yfir evrunni. Fjörsprautan sem evrusvæðið og hlutabréfamarkaðirnir þar fengu á nýliðnum degi komu vegna þess að Bandaríkjamenn fóru að styrkja þetta með dollurum!

Svo velur Steini að birta tölur frá 2002 um landbúnaðarstyrki ESB o.fl. Af hverju frá 2002, af hverju ekki nýlegri tölur? - Jú, er það ekki af því, að þetta hefur verið frá þeim tíma sem var rétt áður en landbúnaðarstyrkirnir voru HELMINGAÐIR, af því að ríkari ESB-ríkin tímdu ekki að styrkja austantjaldsríkin gömlu með sama veglega hættinum og þau gerðu við spænska, franska og ítalska bændur?!

Jafnvel þessir helminguðu styrkir geta síðan minnkað niður í ekki neitt!

Critic, vertu ekki svona ókrítískur - og ekki svona feiminn að segja til nafns!

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband