Leita í fréttum mbl.is

Valgerður Bjarnadóttir í FRBL: Andstæðingar ESB kæra sig kollótta um staðreyndir

Valgerður BjarnadóttirValgerður Bjarnadóttir, þingmaður, skrifaði grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið, sem hefst með þessum orðum:

"Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnaðarmál sem barst utanríkisráðuneytinu í síðustu viku hlýtur að hafa komið einhverjum á óvart. Sérstaklega hlýtur hún að hafa komið þeim á óvart sem hafa haldið því fram að enginn skilningur væri innan Evrópusambandsins á því að Ísland er öðru vísi en löndin sunnar í álfunni. Kannski breytir skýrslan samt engu.

Þeir sem fremstir eru í flokki andstæðinga þess að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu kæra sig kollátta um allar staðreyndir sem varða aðildarviðræður og samninga við Evrópusambandið. Þess vegna er svolítið erfitt við að ræða við það fólk, – það snýr öllu á hvolf sem sagt er.

Andstæðingarnir kæra sig kollótta um að framsal fullveldis er miklu meira í EES samningum en við inngöngu í Evrópusambandið. Allar meiriháttar ákvarðanir innan Evrópusambandsins eru teknar í ráðherraráðinu, þar sem ráðherrar aðildarríkjanna eiga sæti.

Flestar þeirra ákvarðana snerta okkur beint, en við höfum ekkert um það að segja þegar þær eru teknar. Við erum ekki einu sinni í byggingunni þar sem fundurinn er haldinn, hvað þá í fundarherberginu. Mér er fullkomlega óskiljanlegt hvernig það getur þótt betri kostur en að vera fullgildur meðlimur sem getur beitt sér í samstarfi ríkjanna. – Skilningsleysi mitt breytir því þó ekki að andstæðingarnir halda áfram hrópum um afsal fullveldis."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð fyrirsögn... og svo sönn :)

En ég er sammála  Valgerði.. NEI sinnar eru skítsama um sannleikann.

En svo betur fer er þetta fámennur hópur sem er búinn að missa allan trúverðugleika.. og þeir eru að skemma sinn eigin málstað með þessu rugli.

Sem er gott fyrir okkur JÁ sinna 

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 00:34

2 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Sjá þetta svar á Evrópuvefnum.

Upphaflega spurningin er eftirfarandi:

Hvað er fullveldi, og munu Íslendingar glata því við aðild að ESB?

Guðjón Eiríksson, 16.9.2011 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband