Leita í fréttum mbl.is

Kuosmanen um reynslu Finna af ESB og leiðina þangað

á www.visir.is stendur: "Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD).

„Það er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þið viljið fá út úr viðræðunum. Samningamennirnir ættu að hafa mjög skýra hugmynd um hvaða bil gæti reynst erfitt að brúa og leggja mesta áherslu á fá, skýr lykilatriði," segir Kuosmanen. Hann var í samninganefnd Finnlands sem samdi um aðild að ESB á árunum 1993 og 1994, og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í gær um þá vegferð."

Síðar segir í fréttinni: "Spurður hvaða mál hafi reynst erfiðust í samningaviðræðum Finna segir Kuosmanen: „Það voru nokkur mál erfið en það erfiðasta varðaði landbúnaðarmál. Framleiðni finnskra bænda er lítil vegna norðlægrar stöðu landsins."

Finnskir bændur þurfi því annaðhvort talsverða niðurgreiðslu eða hátt verð á markaði til að vera samkeppnishæfir. „Áður en við gengum í ESB tryggðu háir innflutningstollar hátt verð. Við þurftum hins vegar að breyta kerfinu með hliðsjón af landbúnaðarstefnu ESB, sem var mjög erfitt viðfangsefni," segir Kuosmanen.

„Lausnin fólst í ýmsum tæknilegum atriðum en þó aðallega í tvennu. Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja innlendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Finnskur landbúnaður stendur betur fyrir vikið.

Þetta er áhuggaverð grein. 

Það væri samt gaman að sjá þessi samningsmarkið Íslendinga.

Allavega drög að þeim... því það er aldrei gáfulegt að sýna öll spilin áður en maður spilar póker... ef maður tekur svona til orða.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 21:33

2 identicon

Hver eru samningsmarkmið Íslands?  Hvar fáum við að vita þau?  Ég vil fá að vita það sem ESB maður!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

Landbúnaðarmál:


"Er því mikilvægt að leita allra leiða til að búa svo um hnúta að stuðningi við landbúnað verði sem minnst raskað, þótt ljóst sé að ákveðin breyting í uppbyggingu styrkjakerfisins muni eiga sér stað með aðild að sambandinu.

Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.


Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]
.

Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að hagsmunir vistvænnar og lífrænnar landbúnaðarframleiðslu verði hafðir að leiðarljósi í samningsferlinu."

"Meirihlutinn telur eðlilegt að horft verði til þess hvort skynsamlegt geti verið að fara fram á TAKMARKANIR á rétti þeirra sem ekki hafa lögheimili og fasta búsetu á landinu TIL AÐ EIGNAST FASTEIGNIR HÉR á landi með tilliti til þess að viðhalda búsetu í sveitum.

Bendir meirihlutinn hvað þetta varðar meðal annars á samsvarandi SÉRREGLUR MÖLTU OG DANMERKUR.
"

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM
, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu.

Á sama hátt telur meirihlutinn ríka ástæðu til að kannað verði til hlítar hvort SÉRÁKVÆÐI Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru Í MIKILLI FJARLÆGÐ FRÁ MEGINLANDI EVRÓPU geti átt við um stöðu Íslands."

"Ísland hefur til þessa samkvæmt EES-samningnum verið UNDANÞEGIÐ VIÐSKIPTUM MEÐ LIFANDI DÝR. Undanþágan var tímabundin til ársins 2000 en búið er að ganga frá því í tengslum við matvælalöggjöfinaUNDANÞÁGAN ER NÚ VARANLEG innan EES-samningsins."

Þorsteinn Briem, 14.9.2011 kl. 22:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Við inngöngu í Evrópusambandið mundu tollar milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins falla niður en tollar á vörum frá þriðju ríkjum yrðu samkvæmt tollskrá ESB.

Til framtíðar litið munar mestu um að tollar féllu niður af varningi frá ríkjum Evrópusambandsins, meðal annars landbúnaðarafurðum."

Þorsteinn Briem, 14.9.2011 kl. 22:07

5 identicon

Takk Steini, en hvað segir landbúnaðarráðuneytið?  Hver eru samningsmarkið þess ráðuneytis?

Stundum erum við sammála, elsku ven;) 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þingsályktun

um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."

Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar

Þorsteinn Briem, 14.9.2011 kl. 22:12

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Steini

Ég les þetta við tækifæri.

Þetta er smá lestur... betra væri að fá þetta á samantektu formi .. maður er orðinn svo latur nú til dags.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2011 kl. 22:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Hér á Íslandi er ÞINGRÆÐI og landbúnaðarráðuneytið verður eins og önnur ráðuneyti að haga sér samkvæmt vilja MEIRIHLUTA Alþingis.

Sjá hér að ofan þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar.

Þorsteinn Briem, 14.9.2011 kl. 22:22

9 identicon

Já, einmitt.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 22:27

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sleggjan og Hvellurinn,

"Fram kom að þróun landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins hefur verið með þeim hætti að eiginleg framleiðslustýring hefur verið lögð af í formi kvótasetningar og MJÓLKURKVÓTI VERÐUR AFNUMINN FRÁ ÁRINU 2013.

Því er ekki lengur um að ræða framleiðslutengda styrki til bænda.

Þess í stað er þeim tryggð ákveðin lágmarksafkoma í formi BEINGREIÐSLNA sem byggð er á sögulegri framleiðslu.

Tiltekið svigrúm er þó fyrir FRAMLEIÐSLUTENGDA STYRKI NORÐAN 62. BREIDDARGRÁÐU [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR]."

"FORDÆMI þau sem sköpuð hafa verið í AÐILDARSAMNINGUM RÍKJA eins og FINNLANDS munu án efa verða mikill styrkur fyrir Ísland, þar sem ástæða er til að ætla að meðal annars verði unnt að SKILGREINA ALLT LANDIÐ sem svæði norðurslóðalandbúnaðar og SEM HARÐBÝLT SVÆÐI.

Það gæti skapað grundvöll til að styrkja íslenskan landbúnað, til dæmis með FRAMLEIÐSLUTENGDUM STYRKJUM, UMFRAM það sem ALMENNAR REGLUR Evrópusambandsins kveða á um og á það skal leggja þunga áherslu."

Þorsteinn Briem, 14.9.2011 kl. 22:48

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusambandið stefnir að enn meira ráðandi afli frjálsrar samkeppni í greininni (nýleg frétt).

Finnar eiga eftir að fara enn verr út úr þessu en nú þegar er orðið.

Svo er Steini vitaskuld í þessu máli sem alla daga þvert á móti meirihlutavilja þjóðarinnar allar götur frá því að Össur, Jóhanna, vinir og taglhnýtingar þeirra "sóttu um" 2009. Og ekki fengum við að kjósa þá, þótt 76,3% í skoðanakönnun vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina.

PS. Ég heyrði í þessum Finna á Spegli Rúv í gær, heyrðist hann reyndar alltaf kallaður anti-kúasmalinn. Það hefur þá verið misheyrn.

En eruð þið hinir hér ekki allir anti-kúasmalar, viljið þið ekki bara einfaldlega láta drepa út íslenzka kúakynið (geyma kannski nokkrar kýr og naut á safni) og fá alla okkar mjólk og osta og nautakjöt frá Evrópusambandinu?

En við fáum þá sem sagt hvorki íslenzkt skyr, sel, hval né hákarl -- og helzt engan "evrópskan" makríl (jú, kannski 3%).

Jón Valur Jensson, 14.9.2011 kl. 22:58

12 identicon

Jón Valur, er þetta bull ekki að verða þreytt?  Hvaða bull er nýtt?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 23:15

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Æ, já, þetta allra síðasta var auðvitað bull.

Við fáum nefnilega náðarsamlegast að veiða 3,1% af makrílveiðinni, segja þau í Brussel. En hvaða sannur Íslendingur lætur einhverja fröken/frí Damanaki segja sér fyrir verkum? Ekki vildi hinn vinsæli, sálugi leiðtogi grænlenzku heimastjórnarinnar láta eitthvert ítalskt möppudýr banna sér að veiða þorsk úti á grænlenzkum firði.

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 01:21

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

... fröken/frú ...

(sbr. maddama ...)

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 01:22

15 identicon

Jón Valur, við þurfum alveg eins að semja um allt þegar við erum í sambandinu og þegar við erum utan þess.

ESB er ekki alveg eins vont við okkur vegna aðildarviðræðnanna. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 07:37

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem sagt: þrátt fyrir að "við" erum í "aðildarviðræðum" (og þetta segir þú ástæðu til þess að ESB sé ekki alveg eins vont við okkur og ella) þá sýnir Evrópusambandið okkur samt þennan yfirgang í makrílmálinu, hótandi jafnvel innflutningsbanni almennt á fiskafurðir héðan til ESB!!! Daman Damanaki, sjálfur sjávarútvegsmálastjóri ESB, er ekki upplýstari er svo, að hún veit ekki, að slíkt bann væri gersamlega ólöglegt skv. EES-samningnum. En þarna birtist þó hugurinn ... Og ef við værum ekki í þessum "aðildarviðræðum", hefði ESB verið ennþá verra við okkur, að þinni sögn!! -Hvílík yfirfljótanleg gæzka og vinsemd ríkir þarna gagnvart Íslandi í Brussel !! --Nei, höldum okkar striki og veiðum 7-8 sinnum meiri makríl en þau vilja "leyfa" okkur!

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 11:32

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sem sagt: þrátt fyrir að "við" erum í "aðildarviðræðum" (og þetta segir þú ástæðu til þess að ESB sé ekki alveg eins vont við okkur og ella) þá sýnir Evrópusambandið okkur samt þennan yfirgang í makrílmálinu, hótandi jafnvel innflutningsbanni almennt á fiskafurðir héðan til ESB!!! Daman Damanaki, sjálfur sjávarútvegsmálastjóri ESB, er ekki upplýstari er svo, að hún veit ekki, að slíkt bann væri gersamlega ólöglegt skv. EES-samningnum. En þarna birtist þó hugurinn ... Og ef við værum ekki í þessum "aðildarviðræðum", hefði ESB verið ennþá verra við okkur, að þinni sögn!! -Hvílík yfirfljótanleg gæzka og vinsemd ríkir þarna gagnvart Íslandi í Brussel !! --Nei, höldum okkar striki og veiðum 7-8 sinnum meiri makríl en þau vilja "leyfa" okkur!

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 11:53

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið þessi sendingarmistök, tvíverknað óvart!

Jón Valur Jensson, 15.9.2011 kl. 11:54

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles
, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBCslíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 15.9.2011 kl. 14:41

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Íslenska hænan þótti ekki henta sem varphæna og um miðja síðustu öld hófst markviss ræktun erlendra tegunda.

Sú tegund sem aðallega gefur okkur egg og kjöt í dag er upprunnin við Miðjarðarhafið og kallast HVÍTUR ÍTALI."

Vísindavefurinn - Íslenska hænan

Þorsteinn Briem, 15.9.2011 kl. 14:45

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Íslenzka hænan er fín; góð voru eggin í Þverárhlíð ...

Og ógeðslegt er að horfa upp á meðferðina á búra-hænsnunum.

Jón Valur Jensson, 16.9.2011 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband