21.9.2011 | 22:49
Formaður Samtaka Iðnaðarins: Landsmenn vilja kjósa - stefna SI óbreytt!
Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, skrifar grein í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Greinin ber yfirskriftina: Landsmenn vilja kjósa. Í greininni segir Helgi til að byrja með: "Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september. Þessi niðurstaða er þvert á það sem ýmsir ákafir andstæðingar aðildarviðræðna hafa haldið fram í ræðu og riti. Algengt er að þeir hafi leyft sér að fullyrða að þjóðin og þingið" séu á móti aðildarviðræðum og því sé við hæfi að slíta þeim hið fyrsta.
Slíkur málflutningur fellur um sjálfan sig ef marka má þessa skoðanakönnun. Samkvæmt henni vilja landsmenn ljúka samningum með sem bestri niðurstöðu fyrir okkur og kjósa svo um málið í heild."
Síðar segir í grein Helga: "Ef Íslendingar velja að hætta við að ná hagstæðum samningum við ESB þá þurfa þeir að gera sér ljóst að með slíkri ákvörðun væri verið að ákveða að standa utan við Evrópusamstarfið næstu árin eða áratugina. Við þurfum að svara því hvort framtíðarsýnin sé sú að notast við íslenska krónu og þá væntanlega gjaldeyrishöft af einhverju tagi til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Fátt bendir til þess að krónan muni standa ein og óvarin eftir þær tilraunir sem hafa verið gerðar með hana. Tilraunir sem tókust ekki vel. Veik staða krónunnar átti sinn þátt í hruninu árið 2008. Eða trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar óvarin?
Ætla má að valið sé um íslenska krónu og væntanlega gjaldeyrishöft eða að efla samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum og horfa til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli. Gleymum því ekki að Íslendingar hafa óhræddir efnt til samstarfs við stórþjóðir heimsins á vettvangi NATO, Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, EFTA og EES svo eitthvað sé nefnt.
Ástæða er til að vara við þjóðernishyggju sem stafar af þröngsýni, þekkingarleysi og vantrausti á nútímann og framtíðina. Smáþjóðir hafa áður gengið í ESB og una þar hag sínum vel eins og Lúxemborg, sem hefur verið með frá upphafi, og Malta sem gekk inn fyrir nokkrum árum."
Í greininni leggur Helgi áherlsu á að stefna Samtaka Iðnaðarins í Evrópumálum sé óbreytrt: "Stefnan var áréttuð í tilkynningu frá samtökunum þann 18. ágúst. Þar sagði m.a.: Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu. Samtök iðnaðarins telja mikilvægt að umsóknarferlinu sé haldið áfram af fullum heilindum og í náinni samvinnu við atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila."
Ennfremur: Samtök iðnaðarins telja engar líkur til að samningur, þar sem veigamiklum hagsmunum verður fórnað, verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Af þessum sökum er mikilvægt að ljúka ferlinu með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er mjög góð grein og ég hvet alla til þess að lesa hana. Minn uppáhaldspartur er
„Ég vil fá að taka ákvörðun um hvort við göngum í ESB eða ekki. Ég vil ekki láta Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson ákveða þetta fyrir mig. Ég vil fá að sjá samninginn og meta hann sjálfur en ekki láta Jóhönnu Sigurðardóttur, Össur Skarphéðinsson, Unni Brá Konráðsdóttur eða Ásmund Einar Daðason segja mér hvernig hann komi til með að líta út. Ég tel mig, eftir 20 ára vinnu við að mynda mér skoðun á þessu máli, hafa jafn mikið vit á þessu máli og þau."
Þetta er alveg rétt.
Fáum að sjá samninginn og kjósum um málið.
Afhverju er ekki hægt að vera sammála með það ferli?
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2011 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.