Leita í fréttum mbl.is

Fleygiferð á Guðmundi Gunnarssyni!

Guðmundur GunnarssonEyjubloggarinn Guðmundur Gunnarsson, fer mikinn þessa dagana um ESB-málið og er alveg til fyrirmyndar. Í nýjasta pistli sínum fer hann víða, en staldrar við landbúnaðarmálin og segir:

"Einangrunarstefna og þjóðremba er einkenni málflutnings þeirra sem berjast gegn því að kannað verði til hlítar hvað íslendingum standi til boða gangi þeir í ESB. Þar birtist okkur forsjárhyggja og lokað samfélag sem beitir öllum brögðum til þess að verja hagsmuni valdastéttarinnar á kostnað launamanna. Drýldin sjálfumgleðin og þjóðremban einkennir málflutninginn. Aldrei horft fram á veginn, sífellt horft til fortíðar og sagan endurrituð svo hún nýtist málflutning þeirra.

Styrkjakerfi íslensks landbúnaðar snýst um mjólkurframleiðslu og lambakjöt. Bændasamtökin sjá um þá gagnagrunna sem ráða hvert styrkir fara. Stærsti hluti verðmyndunar í lambakjöti fer fram í milliliðunum, bændur eru láglaunastétt. Verð á lambakjöti skiptist um það bil til helminga, við borgum helming í búðinni og hinn helminginn í gegnum skatta.

Þrátt fyrir að forsvarsmenn bændasamtakanna beiti fyrir sig þeirri fullyrðingu að þeir berjist fyrir því að vernda dreifbýlið og búsetu í landinu, fer mjólkurbúum fækkandi, nú er verið að leggja af mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum. Bændabýlum fækkar sífellt, en þau sem eftir standa verða stærri og reyndar skuldugri.

Íslenskur landbúnaður stefnir í nákvæmlega sömu átt og sjávarútvegurinn, skuldsett upp fyrir rjáfrið. Íslendingar eiga enga dreifbýlisstefnu, en hún er til hjá ESB. Fjárfestar kaupa sífellt fleiri jarðir og bændabýlin eru að verða það stór að hinir raunverulegu eigendur eru bankarnir, engin hefur efni á því að byrja í búskap. Hér vantar samskonar lög og eru innan ESB að það land sem búið er brjóta undir landbúnað skal nýtt áfram til landbúnaðar."

Svo segir þetta:

"Ég heimsótti sláturhús í síðustu viku. Þar unnu tæplega 100 manns, nánast allt erlent fólk. Þar voru þeir lambaskrokkar sem átti að senda út einungis grófsagaðir svo það sé hagkvæmara að flytja kjötið út. Öll vinna við kjötið fer síðan fram innan ESB og í mörgum tilfellum hjá fyrirtækjum sem eru í eigu íslendinga.

Sama á við um fiskinn, íslendingar eiga verksmiðjur sem fullvinna íslenska fiskinn. Í þessum verksmiðjum vinna þúsundir launamanna innan ESB. Íslendingarnir senda síðan einungis heim með þann hluta erlends gjaldeyris sem starfsemin gefur af sér sem dugar til þess að greiða kostnað hér heima, allt annað verður eftir úti. Þetta er afleiðing þess að við erum með krónuna sem kallar á vernd í skjóli gjaldeyrishafta.

Þetta myndi gjörbreytast ef við gengjum inn í ESB, þá gætum við flutt öll þessi störf heim og allur arður myndi skila sér inn í íslenskt samfélag, hér um að ræða nokkur þúsund störf, sem öll gætu verið góð undirstaða í öflugri byggða þróun. Hvers vegna velja íslendingar frekar að vera á bótum en vinna í landbúnaði og fiskvinnslu? Hvers vegna eru kjör bænda svona slök? Hvert fara allir þeir milljarðar sem renna í gegnum styrkjakerfi landbúnaðarins?

Það eru sífellt færri sem vinna í þessum greinum og launin eru mjög slök. Ef við skoðun starfsgeira rafiðnaðarmanna, þá hefur þróunin verið þannig að undanfarin 30 ár hefur engin fjölgun rafiðnaðarmanna verið í orkugeiranum, um 300 rafiðnaðarmenn starfað í þeim geira síðan 1980. Sama á við um í landbúnað og fiskvinnslu þar hafa einnig verið að störfum þennan tíma um 300 rafiðnaðarmenn og sama á við um byggingar- og verktakageirann þar hafa verið um 500 – 800 rafvirkjar og það er í þessum geira sem allt atvinnuleysi rafvirkja er.

Á sama tíma hefur rafiðnaðarmönnum fjölgað úr 2.000 í tæplega 6.000 öll fjölgunin hefur verið í tækni og þjónustustörfum. Í dag hefur rafiðnaðarmönnum í Íslandi fækkað um 1.000 frá Hruni. Íslensk tæknifyrirtæki er flest farinn að gera allt upp í Evrum og mörg hafa flutt stöðvar sínar erlendis. Þau hafa sagt að ef Ísland gengi í ESB gætu þeir flutt heim um 3.000 störf á stuttum tíma.

Tæknifyrirtækin sem hafa verið að bjóða upp á mest spennandi störfin ásamt því að þar hefur öll fjölgum starfa verið, eru að flytja sig til ESB. Þau eru alfarið háð góðum viðskiptatengslum við ESB svæðið, góðum lánamarkaði og ekki síður hlutabréfamarkaði.Við rafiðnaðarmönnum blasir stöðnun í starfsframa hér heima. Í nýlegum könnunum kom fram að 85% ungs fólks sér ekki framtíð sína hér á landi. Ungt og velmenntað fólk menn vilja hafa möguleika til þess að viðhalda menntun og aðgang að tækifærum í vali á góðum störfum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það á greinilega að hamra á klisjunum innantómu um "einangrunarstefnu og þjóðrembu" fullveldissinnaðra andstæðinga innlimunar Íslands í ESB stað þess að viðurkenna, að hinir mætustu og greinarbeztu menn hafa borið fram mjög skýrar röksemdir gegn ESB-"aðild" Íslands. Ég nefni sem dæmi Harald Hansson, Ragnar Arnalds, Jón Baldur L'Orange og ritstjóra Morgunblaðsins (þið getið smellt á dagana í dagatalinu, en t.d. hér: Ljótur leikur, laugard. 17. sept. sl., og fjallar sá leiðari einmitt um landbúnaðarmálin).

Hálaunaði lífeyrissjóðsmaðurinn Guðmundur Gunnarsson er nú enginn sérfræðingur um Evrópusambandið, þá er snöggtum fróðari hann nafni hans, Guðmundur 2. Gunnarsson, sem góðkunnur er hér á Moggabloggi og Eyjunni. Verður Guðmundur 1. að hafa sig allan við að komast með tærnar þar sem sá 2. hefur hælana.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 00:21

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Athyglisverð grein.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2011 kl. 09:09

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það á engin að reyna að tala upp ríkisstjórn sem var sek um landráð strax sumarið 2009. Hún fór ekki að lögum þegar hún vann að þingsályktuninni varðandi umsóknina um aðild að ESB. Hún eins og aðrir urðu að fara að lögum. Hún braut stjórnarskránna. Lög um ráðherraábyrgð og síðast en ekki síst hegningalög kafla X gr. 86/7/8 sem fjalla um landráð en þar segir skírt að engin megi gera tillögu að né semja við neitt erlent ríki. Þetta eru lög okkar og það var engin undanþága veitt frá þessum lögum. Þeir eru sekir um Landráð það er víst. 

Valdimar Samúelsson, 26.9.2011 kl. 09:46

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Talandi um að andsinnar séu nöttkeis.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.9.2011 kl. 10:03

5 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Glata íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60093

Guðjón Eiríksson, 26.9.2011 kl. 19:43

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Guðjón, þetta Evrópusamband, sem ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU, það hið sama myndi hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 20:03

7 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Svarið sem ég vísaði á, er við spurningunni:

Hvað er fullveldi og og munu Íslendingar glata því við inngöngu í ESB?

Lokamálsgreinin er athyglisverð :

Gerist Ísland aðili að ESB mun það líkt og önnur aðildarríki ótvírætt þurfa að framselja vissa þætti ríkisvalds til stofnana ESB. Á móti kemur hins vegar að fulltrúar Íslands fengju þá aðild að þeim sömu stofnunum ESB sem fara með þær valdheimildir fyrir hönd allra aðildarríkja, og kæmi þar með að setningu reglna fyrir allt sambandið. Vísast væri þá nær sanni að segja að fullveldi yrði þannig deilt með öðrum ríkjum, en því ekki glatað.

Guðjón Eiríksson, 26.9.2011 kl. 20:11

8 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Höfundur svarsins er Pétur Dam Leifsson

Dósent á sviði þjóðarréttar við Lagadeild Háskóla Íslands

Guðjón Eiríksson, 26.9.2011 kl. 20:14

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

En við höfum hreint ekkert með o,8%* né o,o6%** áhrif á fullveldismál annarra ríkja að gera. Þessi beita fyrir Íslendinga missir marks!

Ég trúi því ekki upp á hann Pétur minn Dam að aðhyllast þetta!

* Aðeins o,o8% atkvæðavægi í ESB-þinginu í Strassborg og Brussel, aðeins o,o6% atkvæðavægi í ráðherraráðinu í Brussel frá 1. nóv 2014, þegar ákvæði Lissabon-sáttmálans um stóraukin áhrif stóru ríkjanna og stórminnkuð áhrif þeirra litlu ganga í gildi.

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 20:21

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þeir, sem eru ginnkeyptir fyrir því, sem Guðjón setti hér fram, eins og eitthvað eftirsókarvert fyrir Íslendinga (!), ættu að skoða betur staðreyndir málsins og gera það með hliðsjón af orðum Jóns Sigurðssonar forseta í afar sambærilegu máli. Vegna stefnu Dana með hinum illa þokkuðu stöðulögum ritaði hann í I. árg. Andvara árið 1874 (s. 116-117, hornklofainnskot JVJ):

„Um hitt, sem einungis snertir Danmörku, höfum vér aldrei óskað að hafa neitt atkvæði; það eru Danir sjálfir, sem hafa verið að ota að oss þessum málum og bersýnilega til þess að ávinna með því fullkomið yfirvald yfir oss í vorum eiginmálum, því að þá er það eftir þeirra áliti jafnrétti, að þegar vér erum til dæmis 25 sinnum færri en þeir, þá skulum vér hafa einungis eitt atkvæði móti 25 í hverju máli sem er. Þeir [Danir] eru íhaldnir [= skaðlausir], þó að þeir gefi oss eitt atkvæði af 25, þótt það sé í þeirra eiginmálum, en vér getum ekki staðizt við að hafa ekki meira en 25. part atkvæða í vorum eiginmálum. Oss finnst því auðsætt, að í þessari grein sé mikill óréttur falinn, er vér ættum sem fyrst að fá rétting á.“

Sjá menn ekki hliðstæðuna? Evrópusambands-innlimunarsinnar láta eins og það yrði til góðs fyrir okkur að fá atkvæði um „málefni Evrópu“ og að sá mikilvægi ávinningur réttlæti það að gefa þingfulltrúum og ráðherrum hinna 27 þjóðanna „hlutdeild í“ (= allsráðandi vald yfir) okkar löggjafarmálum, okkar eiginmálum, ef fulltrúum þeirra sýnist svo.

En hliðstæðan er ekki fullkomin. Í stað þess að við hefðum fengið 25. hvern þingmann á þingi Dana skv. áðurgreindu fengjum við 125. hvern þingmann á 750 manna ESB-þinginu í Strassborg og Brussel og einungis 1/1666 (0,06%) atkvæðavægis í hinu volduga ráðherraráði í Brussel – því sem t.d. fer með virkustu löggjöf um sjávarútvegsmál í Esb., m.a. „regluna“ óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða (um hana: afhjúpandi staðreyndir hér: blogg.visir.is/jvj/2010/07/25/relative-stability/)!

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 20:31

11 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Svar Péturs Dam byggir á fræðilegri skilgreiningu á fullveldi á grundvelli þjóðarréttar.

Hvað hann "aðhyllist" er hins vegar hans prívat mál.

Guðjón Eiríksson, 26.9.2011 kl. 21:12

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er alveg vitað, að fulltrúar okkar í Brussel og Strassborg fengju "hlutdeild" í fullveldi hinna ríkjanna. Málið er bara, að þetta skiptir okkur ENGU máli, og við hefðum þar ENGIN úrslitaáhrif með atkvæði okkar. Get it?

Jón Valur Jensson, 26.9.2011 kl. 21:32

13 Smámynd: Guðjón Eiríksson

Víst skiptir það "okkur" máli:-)

Got it?

Guðjón Eiríksson, 26.9.2011 kl. 22:19

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Með því að deila fullveldi okkar og á móti fáum við betri lífskjör.

Þá er svarið auðvelt.

Afhverju fer umræðan alltaf í einverjar prósentutölur á evrópuþinginu?

Hvað hefur Jón Valur t.d að segja um öll þúsund störfin í rafiðninni sem gætu skapast við inngöngu í ESB?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband