Leita í fréttum mbl.is

Hækkun í Evrópu - Evrópa/ESB er stærsta hagkerfi heims!

Viðskiptablaðið greinir frá: "Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað töluvert í verði í dag. Vonir um að vandi evruríkja verði leystur með sértækum aðgerðum hafa glatt fjárfesta í dag. Er það öfugt við þróun síðustu viku, þegar hlutabréfaverð hrundi um allan heim.

FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 1,5% í dag. Hækkunin er enn meiri í Þýskalandi og Frakklandi, þar sem DAX vísitalan og CAC 40 hafa báðar hækkað um rúmlega 3%. Þá benda framvirk viðskipti til að hlutabréf á Wall Street hækki við opnun í dag."

Í fréttinni kemur einnig fram að til standi að stækka þá sjóði sem ESB hefur yfir að ráða til að aðstoða aðildarríki, úr 440 milljörðum Evra í um 2000 milljarða Evra.

Geta Evrópuríkjanna er mikil, enda eru efnahagskerfi ESB mesta hagkerfi heims, samkvæmt IMF/AGS.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það þarf ekki mikið til að gleðja innlimunarsinna.......    

Jóhann Elíasson, 26.9.2011 kl. 16:50

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nú ekki rétt að allir alþjóðlegir fjárfestar eru evrópusinnar. En ég þakka hrósið.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 20:48

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Það er ekki hægt að gleðja einangrunarsinna

Ragna Birgisdóttir, 27.9.2011 kl. 13:52

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í ár verður vaxtastig á óleiðréttum húsnæðislánum hér á landi sennilega um 14% (með verðbólgu), á meðan írsk heimili eru aðeins að greiða um 3,5%.

Á sama tíma eru laun flestra stétta mun lægri en almennt gerist á Írlandi.
"

Þorsteinn Briem, 27.9.2011 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband