Leita í fréttum mbl.is

Krónan Akkilesarhæll?

RÚVÁ RÚV kom þetta fram í gær: "Norskt fyrirtæki hætti við að skila inn tilboði í Vaðlaheiðargöng því það varð að vera í íslenskum krónum. Aðeins eitt tilboð af fjórum var undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Framkvæmdastjóri norska félagsins telur að betri boð hefðu fengist ef bjóða hefði mátt í verkið að hluta í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum.

„Við ákváðum að draga tilboð okkar tilbaka þar sem Vegagerðin vildi ekki leyfa okkur að hafa hluta tilboðsins í norskum krónum,“ segir Frode Nilsen, framkvæmdastjóri LNS. " (Leturbreyting ES-blogg).

Gengur þetta? Hvernig getur nútímaríki búið við þessar aðstæður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Gengur þetta? Hvernig getur nútímaríki búið við þessar aðstæður?"

svar: Já þetta gengur.

Þetta norska fyritæk var einfaldlega ekki sampkeppnis fært og teysti sér ekki til að bjóða í verkið.

Sjáðu til þeir hefðu bara þurft að bjóða hærra vegna sinnar áhættu í íslenskum krónum og þeir því aldrei fengið verkið.

Guðmundur Jónsson, 12.10.2011 kl. 09:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitthvað gengur illa hjá innlimunarsinnum að koma því inn í skallann á sér að vandamálið er EKKI krónan HELDUR hvernig stjórnmálamennirnir hafa stjórnað efnahagsmálum þjóðarinnar, alveg frá stofnun lýðveldisins.........................

Jóhann Elíasson, 12.10.2011 kl. 11:45

3 Smámynd: Haraldur Hansson

En að hafa tilboðið í GULLI.

Norðmenn ganga inn í lægst boð, sem gerir um 1.320 kg af gulli. Greiðist á framkvæmdatímanum eftir framvindu verksins. Kannski á 5-6 árum.

Væri það ekki pottþétt? Engar áhyggjur af gengistapi verktakans.

Eða hvað?
Gullverð er nú yfir $1.800 únsan og í sögulegu hámarki. Það gæti lækkað um 30-40% á samningstímanum, enginn veit. Það þýddi hrikalegt gengistap fyrir verktakann.

Þeir norsku þyrftu enn frekar að hafa "hluta tilboðsins" í norskum krónum eða semja um aðrar gengistryggingar. Hvað segðu evrusinnar þá?

Þetta gull er vonlaus gjaldmiðill. Getur nútímaríki búið við þessar aðstæður?

----- ----- -----

Að sjálfsögðu tókst áróðursdeild esb á Fréttastofu RÚV að búa til úr þessu mikla frétt og stilla málinu þannig upp að "krónunnar vegna" væri þarna eitthvað skelfilegt mál á ferðinni.

Ef við værum í ESB og með evru þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af gengistapi/gengishagnaði. Og ekki af jarðgangagerð heldur. Þá værum við á grískri vegferð, hefðum ekki efni á verkinu og hugmyndinni stungið ofan í frystikistu næstu tíu árin.

Haraldur Hansson, 12.10.2011 kl. 12:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 12.10.2011 kl. 15:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

SJÁLFSTÆÐUR ÍSLENDINGUR.

"Einar Lárusson er tveggja barna faðir sem flutti með fjölskyldu sína til Svíþjóðar í janúar [2010].

Hann segist hafa fengið nóg af ástandinu á Íslandi og segir að fjölskyldunni líði mjög vel í Svíþjóð þar sem samfélagið sé manneskjulegra og fólkið jákvæðara en hér á landi.

Einar sendi þingheimi harðort bréf í vikunni þar sem hann lýsti viðhorfi sínu til ástandsins.

"Ég var á Íslandi um daginn og fékk eiginlega sjokk yfir verðlaginu.

Kaffið sem ég drekk hérna í Svíþjóð er þrisvar sinnum dýrara á Íslandi.

Ég fór með bíl í skoðun og það var 100 prósent dýrara en í Svíþjóð.

Það er of dýrt að vera Íslendingur.
"

Einar vakti athygli í vikunni þegar hann sendi þingheimi bréf þar sem hann lýsti því að hann væri búinn að fá nóg af íslensku þjóðfélagi.

Búið væri að ræna fólkið aleigunni.
"

Of dýrt að vera Íslendingur - Fluttur til Svíþjóðar

Þorsteinn Briem, 12.10.2011 kl. 15:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 3,52%, Kanadadollar um 6,72%, breska sterlingspundinu 2,28%, íslensku krónunni 3,36% og sænsku krónunni 1,92% en lækkað um 2,52% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,34% og svissneska frankanum 0,38%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,57%.

Þorsteinn Briem, 12.10.2011 kl. 16:22

7 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Mikið yrði nú frábært ef aðildarsinnar tæku sig allir til og færu úr landi t.d. til Þýskalands þá myndum við losna við þá og allt bullið í þeim með.En það er ekki víst að Þjóðverjarnir tækju vel í það aðildarsinnarnir margir hverjir eru að vinna fyrir þá hér á landi. Og að lokum evran hættulegasti gjaldmiðill í heimi gengur ekki upp og við höfum ekkert með hana að gera hér frekar en ESB aðild.

Örn Ægir Reynisson, 12.10.2011 kl. 16:27

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar hér rökin, frekar en fyrri daginn!

Þorsteinn Briem, 12.10.2011 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband