Leita í fréttum mbl.is

Fundur um landbúnaðarmál

Í tilkynningu á www.jaisland.is stendur: "Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.

Fyrsti hádegisfundur vetrarins hjá Evrópuvakt Samfylkingarinnar verður haldinn á Kaffi Sólon, Bankastræti, þriðjudaginn 18. október kl. 12.00.

Með fundinum hefst aftur hádegisfundaröð Evrópuvaktarinnar sem naut mikilla vinsælda sl. vetur. Umræðuefni fundarins að þessu sinni verður áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenskan landbúnað. Björn Sigurbjörnsson fyrrv. ráðuneytisstjóri mun segja frá þekkingu og reynslu sinni af regluverki Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum og fjalla um áhrif aðildar á íslenskan landbúnað.

Að loknu framsöguerindi verða opnar umræður og eru fundarmenn hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og er öllum opinn. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband