Leita í fréttum mbl.is

UTN: Rýniskýrsla ESB um byggðamál

UtanríkisráðuneytiðÁ vef Utanríkisráðuneytisins segir: "Íslenskum stjórnvöldum hefur borist niðurstaða Evrópusambandsins vegna rýnivinnu um byggðamál sem er liður í viðræðum Íslands um aðild að ESB. Í svonefndri rýniskýrslu ESB er tíundaður málflutningur fulltrúa Íslands um sérstöðu Íslands vegna mannfæðar, strjálbýlis, dreifbýlis og fjarlægðar frá erlendum mörkuðum. Af helstu atriðum sem fram koma í skýrslunni má nefna:

· Íslensk stjórnsýsla er lítil og sveigjanleg og til staðar er talsverð reynsla við rekstur og þátttöku í ýmsum áætlunum ESB.

· Viðeigandi löggjöf er að mestu til staðar en styrkja þarf lagagrundvöll á nokkrum sviðum og tryggja að fjárlagagerð á sviði byggðamála taki mið af áætlanagerð til lengri tíma.

· Við framkvæmd byggðastefnunnar ætlar Ísland að nýta núverandi stjórnsýslu eftir því sem kostur er og hafa hana smáa og einfalda í sniðum.

  Þróa þarf verklag sem tryggir að reglum ESB um val verkefna og framkvæmd byggðastefnunnar verði fylgt og koma á fót samráðsferli milli ráðuneyta.

· Starfsfólk stjórnsýslunnar er hæft og vel menntað en byggja þarf upp þekkingu vegna framkvæmdar byggðastefnunnar, m.a. á sviði áætlanagerðar, verkefnastjórnunar, eftirlits og mats.

· Efla þarf stjórnun og eftirlit með ríkisútgjöldum þegar kemur að þeim þáttum sem nauðsynlegir eru til framkvæmdar byggðastefnunnar.

Niðurstaða ESB er kynnt með bréfi til íslenskra stjórnvalda."

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband