Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason vill fund með Brussel!

Jón BjarnasonÁ www.mbl.is stendur: "Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir fundi með ráðamönnum í framkvæmdastjórn ESB vegna rýniskýrslu sambandsins um landbúnaðarmál.

ESB hefur óskað eftir að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um hvernig þau ætli að standa að breytingum á stofnunum svo að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem landið tekur á sig ef landsmenn samþykkja aðildarsamning við ESB."

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ráðuneyti Jóns neitað að gera breytingar á stofnunum og öðru áður en liggur fyrir hvort þjóðin samþykki aðild eða ekki. Þ.e. að halda óbreyttu ástandi.

Að sögn Bjarna Harðarsonar, upplýsingafulltrúa, ráðuneytisins, er markmiðið með fundarbeiðninni að fá skýringar á ákveðnum atriðum í rýniskýrslunni.

Frétt MBL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott hjá Jóni.  Hann stendur í lappirnar gagnvart þessu apparati sem vill fyrir allamuni reyna að troða okkur inn, til að geta komist yfir auðlindir landsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 20:44

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þið fylgist sannarlega vel með fréttum í Evrópusamtökunum. Þessi frétt er mánaðar gömul!!

Gunnar Heiðarsson, 15.10.2011 kl. 21:16

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar, Fréttin á Morgunblaðinu er frá því í dag. Það er varla kominn Nóvember hjá þér er það nokkuð.

Ásthildur, Þessar fullyrðingar þínar eru álíka sannar og hjá samsæringaliðinu sem trúir því að eðlufólkið sé að fara taka yfir Jörðina. Þetta er ekkert nema tóm þvæla sem hefur aldrei verið sönnuð að hálfu andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi.

Það segir mikið um sannleiksgildi þessar fullyrðingar. Enda er hún ekkert nema lygi og ekkert annað.

Jón Frímann Jónsson, 15.10.2011 kl. 22:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Jón minn er ekki komið nóg af þessari endalausu lygaáróðurtækni hjá þér um fólk sem ekki er þér sammála.  Þú getur alveg sjálfur verið geimvera og ert það sennilega eftir öllu að dæma, smákrútt geimvera ef manni þykir smá vænt um þig sem ég geri á vissan hátt af löngum kynnum.  Farðu bara með friði til Danmerkur og  njóttu þín þar, það er hvort sem er nákvæmlega það sem þú vilt.  Og þá þarftu ekkert að vera að spá í hvað við erum að brölta hér upp á Íslandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 23:58

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Bjarnason stendur sig.

Það er enginn grundvöllur til nokkurra samninga við ESB núna, því heimbyggðin öll stendur á öndinni vegna óuppgerðra bankarána og svika, og enginn veit stöðu né stefnu á nokkrum hlut.

Þjóðarleiðtogar heimsins verða að koma sér saman um næstu skref, til að hægt sé að vita á hverju raunhæfir og heiðarlegir samningar eiga að byggjast.

Það væri algjört ábyrgðarleysi af hvaða ráðherra sem er, að ganga til samninga við nokkurn núna, með eintómt rugl í stjórnsýslunni, fjármálakerfinu, óuppgerðum bankaránum, og galtóma buddu til að byggja þá samninga á.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.10.2011 kl. 00:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Anna Sigríður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 01:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andstæðingar Evrópusambandsins.

Einu sinni á ári fór bóndi nokkur í kaupstað og kom þá ætíð sauðdrukkinn heim með þessa yfirlýsingu:

"Ég er húsbóndi á mínu heimili!"

Aðra daga ársins minntist hann aldrei á þetta atriði, enda var hann engan veginn húsbóndinn á bænum, því húsfreyjan gegndi því hlutverki og ansaði aldrei þessu fyllerísrausi eiginmannsins.

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 03:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ef til vill heldur þú að þér hafi tekist að eyðileggja Verkamannaflokkinn og allt það fólk um allan heim sem berst fyrir fjölmenningarsamfélagi með því að drepa vini mína og flokksfélaga.

En þú skalt vita að þér hefur mistekist.
"

"Þú skalt vita að þér mistókst"

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 03:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 03:20

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.

Ísland best í heimi! - Myndband

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 03:25

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 3,88%, Kanadadollar um 6,52%, breska sterlingspundinu 2%, íslensku krónunni 3,61% og sænsku krónunni 2,33% en lækkað um 1,72% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,5% og svissneska frankanum 0,47%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113%.

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 03:52

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nú gott Jón Frímann að þið eruð loksins farnir að vitna í Moggann, það er ekki seinna vænna.

Næst á maður sjálfsagt von á að hér verði fréttir af vef Evrópuvaktarinnar til umræðu. Ykkur til hægðarauka er rétt að setja hérna tengill á þá síðu:

http://www.evropuvaktin.is/forsida/

Þá eru oft ágætar greinar í fuglakvísli amx.is:

http://www.amx.is/fuglahvisl/17760/

Gunnar Heiðarsson, 16.10.2011 kl. 10:08

14 Smámynd: Valdimar Samúelsson

HARD TALK. Steingrímur allt í plati Jóhanna. http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1198188/#comment-add

Valdimar Samúelsson, 16.10.2011 kl. 12:09

15 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópusambandið er táknmynd pólitískrar spillingar sem fólk er farið að mómtæla um allan heim.Þar sem veruleikafirrt stjórnmálastétt ráðstafar eignum almennings að eigin vild í þágu fjármálaafla.Gjörspilltrar pólitíksrar yfirstéttar sem hefur í gegnum fjármagnið tak á fjölmiðlum og heldur sér á floti með lygum og auglýsingaskrumi,við höfum litla en illkynjaða spegilmynd af þessu hér Samfylkinguna. Áfram halda Steini og félagar að dásama þettað glataða fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Velrænt og ákveðið eins og maurar sem vinna vinnuna sína.Samt er þettað allt saman að hrynja fyrir framan nefið á þeim,Evrópusambandið komið í sömu stöðu gagnvart AGS og Grikkland er í gagnvart Evrópusambandinu.Fólk um allan heim er að sjá í gegnum lygaspunaþvæluna spillinguna og ruglið mótmæli eiga eftir að aukast í veldum ekki síst í Evrópusambandinu þar sem skattborgarar fá að borga brúsan í mestum mæli.Dettur einhverjum í hug að það takist að lokka Íslendinga í klúbbinn?Eftir það sem á undan er gengið.Þrátt fyrir allan áróðurinn og takið sem Samspillingin hefur tryggt sér á Íslenskum fjölmiðlum þ.m.talið sjálfu ríkisútvarpinu

sem er misnotað í þágu núverandi stjórnvalda sem hreinlega vinna fyrir Evrópusambandið en ekki Íslendinga.Forseti Póllands segir að Evrópusambandið sé búið að múta pólsku yfirstéttini og Þjóðverjar séu að kaupa upp allt bitastætt í Póllandi.Sama hefur örugglega gerst hér það er einfaldlega búið að múta hluta af hinni Íslensku stjórnmálastétt og fleirum í þágu Evrópusambandsins

Örn Ægir Reynisson, 16.10.2011 kl. 13:05

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er það fagurt fagn,
fuglahvíslið, bölv og ragn,
til Heljar fer sá Hagavagn,
Hannes aldrei gerir gagn.

Þorsteinn Briem, 16.10.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband