Leita í fréttum mbl.is

Opna - loka - sjávarútvegsmál!

RUVÁ RÚV stendur: "Tveir samningakaflar verða opnaðir í aðildarviðræðum Íslands og ESB í vikunni. Aðalsamningamaður Íslands segir ekkert um að semja og því verði þeim jafnvel lokað strax.

Kaflarnir sem nú verða opnaðir fjalla annars vegar um frjálsa för fólks á innri markaði ESB og um hugverkaréttindi. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands í viðræðum við Evrópusambandið, reiknar ekki með erfiðum viðræðum um þessi mál. Þetta séu hvort tveggja kaflar sem falli alfarið undir EES samninginn þannig að Íslendingar séu búnir að taka yfir alla löggjöf ESB á þessum tveimur sviðum. Það séu því engin útistandandi mál í þeim köflum og ekkert um að semja þar."

Búist er við að þessum köflum verði svo lokað sama dag.  Öll frétt RÚV

Stöð 2Stöð tvö var einnig með frétt um ESB-málið, sem sneri að opnun kaflans um sjávarútvegsmál, sem samkvæmt heimildum Stöðvar tvö verður opnaður um mitt næsta ár.

MBLMorgunblaðið er einnig með frétt um þetta mál, en þar segir: "

Evrópska fréttastofan Agence Europe hefur eftir íslensku samninganefndinni við Evrópusambandið, að utanríkisráðuneytið vonist til að um mitt næsta ár verði búið að opna alla samningskaflana í aðildarviðræðum Íslands að sambandinu. Sér í lagi kaflana um flóknustu úrlausnarefnin, þ.e. um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál.

Samninganefndin segir að ráðuneytið lýsi yfir ánægju með það sem fram kemur í nýrri stöðuskýrslu ESB um umsókn Íslands. Utanríkisráðuneytið fagni skýrslunni sem undirstriki þá staðreynd að Ísland sé að mæta þeim efnahagslegu og pólitísku skilyrðum sem ESB hafi sett svo Ísland geti orðið hluti af ESB.

Það skrið sem sé komið á viðræðuferlið hjá íslensku samninganefndinni muni halda áfram."

Samkvæmt þessu verður kominn fullur þungi í ESB-málið eftir um átta mánuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband