Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Ţ. Stephensen um Evrusvćđiđ - samkomulag í Brussel

Ólafur Ţ. Stephensen skrifađi góđan leiđara í Fréttablađiđ ţann 25.október og fjallar ţar um Evrusvćđiđ og segir međal annars:

"Viđ ţekkjum orđiđ vel taliđ um ađ allt sé ađ fara til andskotans á evrusvćđinu, evran muni líđa undir lok og allt ţađ. Sumir tala eins og ţeir hlakki beinlínis til.
Ţađ getur veriđ gagnlegt ađ bregđa upp samanburđi viđ önnur öflug gjaldmiđilssvćđi. Ţađ gerđi Tristan Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráđherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag.

Hann bendir ţar á ađ á evrusvćđinu í heild sé fjárlagahallinn (meginundirrót vandans sem glímt er viđ) áćtlađur 4,1 prósent af landsframleiđslu á ţessu ári og viđskiptajöfnuđurinn (sem segir til um jafnvćgiđ í inn- og útstreymi gjaldeyris) jákvćđur um 0,1 prósent. Í Bretlandi sé fjárlagahallinn 8,5 prósent og viđskiptahallinn 2,7 prósent. Skuldir ríkissjóđs séu hćrra hlutfall af landsframleiđslu en í sumum verst settu evruríkjunum, til dćmis á Spáni. Í Bandaríkjunum er fjárlagahallinn 9,6 prósent og viđskiptajöfnuđurinn neikvćđur um 3,1 prósent.

Samt gera fáir ţví skóna ađ dollarinn eđa sterlingspundiđ leggist af fljótlega. Fjölmiđlar heimsins og fjármálamarkađir eru miklu uppteknari af evrusvćđinu en hlutskipti Bandaríkjanna eđa Bretlands (ađ ekki sé talađ um litla krónusvćđiđ okkar, ţar sem fjárlagahallinn var hátt í níu prósent af landsframleiđslu í fyrra og viđskiptahallinn rúm tíu prósent).

Á heildina litiđ er evrusvćđiđ í betri málum efnahagslega en ýmis önnur stór hagkerfi. Kreppan liggur í hallarekstri og skuldavanda einstakra ríkja (og ríflegum útlánum banka til ţessara sömu ríkja) og ţeirri stađreynd ađ smíđi Efnahags- og myntbandalagsins var aldrei kláruđ."

SAMKOMULAG NÁĐIST Í BRUSSEL

Í dag (27.10) bárust svo fréttir af öflugu samkomulagi um ađgerđir í efnbahagsmálum Evrópu, sem međal annars fela í sér mikla aukning á EFSF (Stöđugleikasjóđi Evrópusambandsins. RÚV segir međal annars frá ţessu.

Engum blöđum er um ţađ ađ fletta ađ fjárhagsleg geta Evrópuríka og ESB er mikil.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband