Leita í fréttum mbl.is

Bryndís Ísfold og mánaðarmótin á Eyjunni

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar góðan pistil á Eyjuna sem hún kallar "Sjálfstæði, takk - öll mánaðarmót" og fjallar þar um efnahagsmál. Hún segir:

"Rúmlega helmingur heimila getur ekki borgað alla reikningana sína um hver mánaðarmót samkvæmt fréttum dagsins.

Launin okkar eru í krónum og það er frábært skv. nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði frá því í gær, því þannig var mjög auðvelt að lækka þau.(rosa gott skv. þeim)

Við erum ein þjóða í Evrópu með verðtryggingu á lánunum okkar.(sem hagfræðingarnir í gær vissu ekki allir um)

Matur á Íslandi er sérstaklega dýr.

Unga fólkið vill búa, starfa og læra í ESB. Það langar ekki að verða bændur eða sjómenn enda störfum að fækka þar ekki fjölga. Gott og vel, hér var hrun – ríkissjóður er að batna. En við eigum langt í land. Og þrátt fyrir erfiðleika í Evrópu upp á síðkastið þá er enn himin og haf á milli okkar og ESB ríkjanna.

Nú mala menn um að við megum alls ekki ganga í ESB því þá missum við ,,sjálfstæðið“!?

Ég veit ekki með ykkur en ég upplifi mig ekkert sérstaklega sjálfstæða þegar ég á ekki fyrir reikningunum mínum í lok hvers mánaðar.

Efast um að hér verði hægt að búa og nýta menntun sína ef engin lausn finnst á því að laða hingað erlendar fjárfestingar sem liggja nánast niðri vegna gjaldeyrishaftanna og þeirra staðreyndar að enginn vill eiga viðskipti með myntina okkar.

Ég upplifi mig heldur ekkert sérlega sjálfstæða þegar ég kaupi í matinni og svitna við kassann þegar ég sé hvað matarinnkaupin kosta.

Né heldur þegar ég heyri hvað bekkjafélagar mínir úr náminu í Hollandi eru með í laun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband