Leita í fréttum mbl.is

Össur um ESB-málið í DV

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, skrifaði grein í DV í vikunni um ESB-málið og segir þar meðal annars: "Athyglisvert er að hópi þeirra sem berjast fyrir því að íslendingar, fólkið í landinu, fái ekki sjálft að taka afstöðu heldur vilja hætta við samningagerðina, eru margir af glæstustu fulltrúum gamla íslands. Þeir voru vanir því fyrir tíma hrunsins að ráða því sem þeir vildu. Þeim virðist slétt ama um að það var lýðræðisleg kvörðun Alþingis að veita almenningi ann sjálfsagða rétt að eiga lokaorðið um aðild, þegar samningur liggur fyrir. Þó tímarnir krefjist aukins valds til fólksins, og aukið lýðræði sé ein af niðurstöðum í umræðunum í kjölfar bankahrunsins, þá virðist það eitur í þeirra beinum að þjóðin eigi lokaorðið. Heimssýn hefur breyst í það að vera samtök gegn lýðræði.Góðu fréttirnar eru hins vegar, að þjóðin tekur ekki leiðsögn þeirra lengur. ítrekaðar kannanir sýna, að mikill meirihluti íslendinga vill fá að greiða atkvæði um samning, þegar hann liggur fyrir.
„Þeir sem koma of seint, þeim refsar lífið," voru hin fleygu orð Michaels Gorbachev við Eric Honecker á 40 ára afmæli AusturÞýskalands. Honecker skildi ekki hvað við var átt. Skömmu síðar hrundi Berlínarmúrinn. Gamla ísland vill ríghalda í gömlu múrana og óttast opnun. En íslenska þjóðin vill ráða sér sjálf. Um það snúast Evrópumálin."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hér kemur enn ein sönnunin fyrir því að Evrópusambandið var á bakvið efnahagsárásina á Ísland peningarnir sem notaðir voru í verkið komu frá mið Evrópu

Lánin sem efnahagsböðlarnir fengu (hinir svokölluðu útrásarvíkingar leitt að líkja þessum mönnum við víkinga, víkingar sviku ekki sitt eigið fólk)lánin sem þeir fengu til að kaupa upp íslenska fjölmiðla og efnahagslíf komu frá MIÐ EVRÓPU eftir að þeir komu höndum yfir bankana og fyrirtækin hófust þeir handa við að ræna allt saman innanfrá og forðuðu þýfinu í gegn um Lúxemborg og þaðan til skattaskjóla.Evrópuelítan Luxemborgar heldur hlífiskildi yfir sínum mönnum og neitar að gefa upplýsingar um hvert peningarnir fóru.Síðan átti Íslenska þjóðin að sitja eftir gjaldþrota og bera ábyrgð á lánunum.Blekkt og svikin átti hún síðan að vilja í Evrópusambandið.Þannig var plottið! Og nú erum við hér með fólk í ríkisstjórn sem er og hefur unnið með Evrópuelítuni að þessum markmiðum en hefur afhjúpast gjörsamlega.Ég myndi segja að það væri komin tími til að slíta aðildarviðræðum,og sparka þessu liði með afli útur stjórnaráðinu og kæra þá sem það eiga skilið fyrir landráð.Og að sjálfsögðu að reka þettað ESB lið mið sitt hafurtask og sendiráð úr landi sem fyrst.Og afhjúpa fyrir öllum umheimi helst, vinnubrögð og útþennsluaðferðir Evrópusambandsins

Örn Ægir Reynisson, 28.10.2011 kl. 23:15

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Nokkrar spurningar til Steingríms J Sigfússonar fjármálaráðherra norrænu velferðarstjórnarinnar og Ögmundar Jónarssonar dómsmálaráðherra.

Hvernig væri staðan í efnahagsmálum ef icesave 1 hefði verið neyddur upp á þjóðina ?

Af hverju er verið að aðlaga Íslenskt stjórnkerfi að fullum krafti að kröfum Evrópusambandsins ?

Vegna hvers fengu erlendir gráðugir kapitalistar sem gerðu efnahagsárás á landið, bankana og stökkbreyttar skuldir Íslendinga afhentar á silurfati með leynd og án allrar umræðu ?

Af hverju hefur utanríkismálanefnd alþingis og ríkistjórnin sagt þjóðinni ósatt oftar en einu sinni t.d. varðandi aðlögunarviðræður að Evrópusambandinu ?

Af hverju fær erlent ríkjasamband ( Evrópusambandið) að eyða hér hundruðum milljóna í áróður til að reyna að sannfæra Íslendinga um ágæti þess að afsala fullveldi landsins og yfirráðum yfir auðlindum til Brussel ?

Hvers vegna hélt norræna velferðarstjórnin upplýsingum um afslátt á eignasafni gömlu bankana til nýju bankana leyndum fyrir fyrir þjóðinni eins lengi og hún gat ?

Hvernig stendur á því að svo erfiðlega gengur að koma lögum yfir þá menn sem rændu hér banka og sparisjóði, lífeyrissjóði og fyrirtæki landsmanna innanfrá um fleiri hundruð milljarða ? Meðan fólk er dæmt í 3 mánaða fangelsi fyrir að stela snyrtivörum úr bónus fyrir rúmar 10 þús kr.

Yfirvöld í Lúxemborg eru víst treg til að veita íslenskum stjórnvöldum upplýsingar um miklar fjárhæðir sem fóru frá íslensku bönkunum fyrir hrun þar í gegn og þaðan í skattaskjól. Hefur norræna velferðarstjórnin reynt að beita áhrifum sínum og vinsældum meðal Evrópuelítunnar til að beita yfirvöld í Lúxemborg þrýstingi og fá upplysingar um hvert peningarnir fóru og til hverra?

Heldur stjórnmálaelíta Evrópusambandsins hlífiskildi yfir þeim efnahagsböðlum sem rændu Íslendinga?Nú nota t.d.aðildarsinnar afleiðingarnar af hruninu grimmt í áróðri sínum til að réttlæta það að ganga í Evrópusambandið.

Hefur einkavinavæðing og spilling minnkað á Íslandi í tíð norrænu velferðastjórnarinnar ?

Hefur opin og gegnsæ stjórnsýsla aukist í tíð norrænu velferðarstjórnarinnar ?

Örn Ægir Reynisson, 28.10.2011 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Örn Ægir. Hér ert þú enn að bera á borð þá þvælu að hrunið hér á landi hafi eitthvað að gera með meðvitaða árás ESB á íslenskan efnahag þegar staðreyndin er sú að það eru fyrst og fremst ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í 16 ár sem bera sökina  á því með frjálshyggjutilraunum sínum hér á landi.

Það er flokt að geta vaðið uppi með svona bull á öðrum vefsíðum meðan þú sjáflur lokar strax á menn fyrir að leiðrlétta bullið í þér á þinni eigin bloggsíðu með þeim orðum að "kratalygi" sé ekki liiðin á þinni bloggsíður.

Hvað spurningar þínar varðar þá koma hér svör mín við þeim.

Eftir að dómur fellur fyir EFTA dómstólnum í Icesave málinu eru því miður yfirgnæfandi líkur á að staða okkar verði enn verri en ef Icesave 1 semningurinn hefði verið samþykktur svo ekki sé talað um síðasta samninginn sem ver felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þeir sem þú kallar "gráðugir kapítalistar" það er kröfuhafarnir í þrotabú gömlu bankanna höfðu því miður eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar með sér og því var ekki hægt að neyða þá til að gefa eftir innheimtanlegar skuldir.

Eina lygin varðandi neintar "aðlögunarviðræður" er að það sé í gangi aðlögun að ESB vegna aðildarviðræðna okkar. Aðlögun verður að vissu undirbúin með því að gera stjórnkerfinu fært að framkvæma hana fari svo að aðildarsamningur verði samþykktur en það stendur ekki til að setja neina aðlögun í gang fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og þá aðeins ef samningurinn verður samþykktur.

ESB er aðeins samstarfsvettvangur 27 Evrópuþóða en ekki ríkjasamband og það er ekki að eyða fé í áróður helfur í hlutlausa fræðslu um ESB sem nauðsynleg er til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kosningum um aðildarsamninga að ESB. Það njóta bæði stuðningmenn og andstæðingar hluta þess fjár sem ESB leggur í fræðslu um ESB.

Upplýsingar um afslætti bankanna á lánasöfnunum voru einfaldlega viðskiptaupplýsingar bankanna sem stjórnvöld höfðu ekki heimildir til að upplýsa um frekar en aðra viðskiptasamninga sem samningsaðilar vilja að séu ekki á allra vitorði.

Dómskerfið á Íslandi er og hefur alltaf verið veikburða til að taka á fjárhagsglæpum og því tekur þetta allt tíma þó umtalsverðum upphæðum hafi verið varið til að auka skilvirkni dómskerfisins. Þetta tekur því allt tíma en vonandi tekst á endanum að koma lögum yfir umrædda fjárglæframenn. Það er allt reynt til að svo megi vera að háflu stórnvalda.

Það er ekki á færi íslenskra yfirvalda að neyða stjórnvöld í Luxemburg til að afhenda upplýsingar. Þær upplýsingar sem íslensk stjórnvöld hafa þó fengið eru örugglega meiri en verið hefði ef Ísland væri ekki í samstarfi við ESB á grunvelli EES samningsins.

Það er engin "stjórnmálaelíta ESB" að halda hlífiskildi yfir íslenskum fjárglæframönnum. Aðild okkar að EES samningum og öðrum samningum við ESB um samvinnu í baráttu gegn glæpum mun hjálpa okkur við að ná lögum yfir þá íslenska fjárglæframenn sem hafa flust til ESB landa.

Og síðast en ekki síst þá hefur einkavinavæðing ogspilling minnkað hér á landi seinustu ár og á aðild okkar að EES samningum talsverðan þátt í því.

Gagnsægi hefur aukist í tíð núvarandi ríkisstórnar þó vissulega þurfi að gera miklu betur.

Sigurður M Grétarsson, 29.10.2011 kl. 10:49

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Var Össur ekki sjálfur á meðal þeirra sem greiddi atkvæði á móti því á Alþingi að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort að sækja ætti um aðild?

Hversu sterkari væri umsóknin og allt ferlið ef það hefði verið gert og samþykki verið niðurstaðan?

Er eitthvað meira gengið fram hjá almenningi með því að slíta viðræðum en hefja þær, án þjóðaratkvæðagreiðslu?

Bara ef það hentar mér, hljómar í gömlu Stuðmannalagi, það á ágætlega við hér, sem oft áður.

G. Tómas Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 12:18

5 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sigurður M Gretarson (kratalygi alveg ekta)kratalygin drukknar í sannleikanum

Voru það ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem fengu lánaða peninga frá mið Evrópu? Og keyptu upp banka(sem voru einkavæddir að tilmælum ESB þau tilmæli komu frá Brussel 1999 EES reglur)ekki voru það ráðherrar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem fengu peningana lánaða frá mið Evrópu til að yfirtaka hér allt viðskiptalíf og ræna tryggingafélög og banka innan frá, kaupa fjölmiðlafyrirtæki sem rak og rekur ESB áróður? Nei svarið við spurningunum er það voru sérstakir vinir Samfylkingarinnar efnahagsböðlar Evrópusambandsins.Og Sigurður varðanda spurningarnar sem þú svaraðir þá varð þeim ekki beint til þín en svörin hjá þer lykta af kratlygi

Örn Ægir Reynisson, 29.10.2011 kl. 13:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Jón Valur Jensson
er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 13:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 13:57

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I didn't do it!"

Davíð Oddsson
"var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005."

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 13:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinir svokölluðu útrásarvíkingar eru langflestir í Sjálfstæðisflokknum.

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 14:00

10 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Steini Bríem. Samband Samfylkingarinnar við efnahagsböðla Evrópusambandsins er öllum ljóst enda vinna þessi tvö öfl að sama markmiði þ.e.að koma landinu í Evrópusambandið.En víkjum sögunni til Bretlands þar eru skemmtilegir hlutir að gerast./Paste

Yfirgnæfandi fjöldi Breta vill endurheimta völd frá Brussel - Cameron gefur fyrirmæli til ráðuneyta

29. október 2011 klukkan 15:21

Yfirgnæfandi meirihluti bresks almennings vill eða rúmlega 75% vill að völd verði flutt frá embættismönnum ESB í Brussel til stjórnvalda í London. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem blaðið The Daily Mail birti laugardaginn 29. október.

David Cameron

Fólk vill að forsætisráðherra Bretlands beiti sér tafaralaust fyrir því að endurheimt verði til London vald á innflytjendamála og mannréttinda, atvinnumála og sjávarútvegsmála. Bretar eigi ekki að fallast á neinar breytingar á sáttmálum ESB nema þetta gerist.

Af stuðningsmönnum Íhaldsflokksins vilja 90% endurheimta vald frá Brussel og 60% telja að strax skuli hafist handa við ræða við ráðamenn í Brussel hvernig að því verði staðið.

Aðeins 13% stuðningsmanna allra flokka telja að ESB-stofnanir í Brussel hafi ekki nógu mikið vald.

Meðal almennings er einnig viðtækur stuðningur við að lagt verði undir atkvæði í Bretlandi hvort halda eigi áfram aðild að ESB.

Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni telja flestir að þingmennirnir, 81 að tölu, sem greiddu atkvæði gegn David Cameron og stjórn hans um ESB-tillögu í byrjun vikunnar endurspegli betur viðhorf „kjósenda Íhaldsflokksins“ en forsætisráðherrann.

Eftir atkvæðagreiðsluna hefur Cameron viðurkennt að hann verði að leggja harðar að sér við að sannfæra þingmenn um að hann sé „í þeirra liði“.

The Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að forsætisráðherrann hafi gefið öllum ráðuneytum fyrirmæli um að taka saman skrá um þá málaflokka sem eigi að endurheimta frá Brussel.

Örn Ægir Reynisson, 29.10.2011 kl. 16:51

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, Davíð Oddsson er í Samfylkingunni.

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 17:15

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.10.2011:

"Tillaga um þjóðaratkvæði um samband Bretlands og ESB var kolfelld á breska þinginu í kvöld með 483 atkvæðum gegn 111.

William Hague
, utanríkisráðherra Breta,  sagði í samtali við The Guardian að um væri að ræða "ranga spurningu á röngum tíma.

Talsmaður David Cameron sagði í kvöld að það væri best fyrir hagsmuni Bretlands að vera í Evrópusambandinu."

Þorsteinn Briem, 29.10.2011 kl. 17:20

13 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Grein Össurar eru mestu öfugmæli sem birst hafa á prenti lengi. Ef hann trúir þessu sjálfur sem hann skrifar þá lifir hann í meiri draumaheimi en ég gerði mér grein fyrir.

Jón Baldur Lorange, 29.10.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband