Leita í fréttum mbl.is

Gísli Hjálmtýsson: Þurfum 30.000 ný störf (sem ekki verða til í sjávarútvegi eða landbúnaði)

Já-ÍslandÁ vefnum Jaisland.is stendur:

"Fimmtudaginn 27. október fjallaði Gísli Hjálmtýsson, fjárfestir og fyrrverandi deildarstjóri tölvunarfræðideildar hjá Háskólanum í Reykjavík, um tækifærin sem felast í aðild Íslands að Evrópusambandinu, á opnum fundi hjá Já Ísland. Á fundinum komu margir áhugaverðir punktar fram.

Gísli fjallaði um framtíðarsýn Íslands og nefndi meðal annars að velferðarsamfélagið okkar byggir á sterkum efnahag og á næstu tíu árum þurfum við að búa til 30.000 ný störf, en 50% af þeim verða fyrir háskólamenntað fólk, en sá hópur stækkar hér á landi ört. Verði þetta ekki að veruleika mun mikill fólksflutningur eiga sér stað, en hann verður að stöðva. Í dag bíður unga fólksins lítil og fábreytt atvinnutækifæri, lágt kaup, háir skattar, gjaldeyrishöft og léleg lánskjör.

Þá kom einnig fram að Ísland hefur síðustu áratugi dregist verulega aftur úr bæði Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þegar kemur að landsframleiðslu á mann, en það er nauðsynlegt fyrir Ísland að halda í við hina, jafna samkeppnisstöðuna og breyta atvinnulífinu. Við þurfum að „komast frá hrávöruhagkerfi yfir í fjölbreyttan útflutningsiðnað byggðan á þekkingu og sérhæfingu“, en í dag eru mjög fá íslensk fyrirtæki í útflutningi. Þá nefndi Gísli það að það er íslenska krónan sem er stærsta viðskiptahindrunin, en hann talaði um „ruðningsáhrif krónunnar“ sem fela í sér þau áhrif sem krónan hefur, en hún stöðvar erlenda fjárfestingu og gerir útaf við litlu útflutningsfyrirtækin."

Öll fréttin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband