3.11.2011 | 12:00
Meira um gjaldmiðilsmál: Þórlindur Kjartanssona á www.Deiglan.com
Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur, skrifar mjög beinskeytta grein um gjaldmiðilsmál á www.deiglan.com, í dag og er ekkert að skafa af því. Greinin hefst svona:
"Hvað kallarðu 100 kall eftir 99,95% gengisfall?
Fimmaur.
Frá því íslenska krónan stóð jafnfætis þeirri dönsku, þegar gjaldmiðillinn var fyrst gerður sjálfstæður, árið 1920, hefur þetta einmitt gerst. Í dag kostar ein dönsk króna tæpar 22 íslenskar krónur en í millitíðinni voru sniðin tvö núll af gjaldmiðlinum okkar þannig að nafngildi íslensku og dönsku krónunnar stóð nokkurn veginn á pari. Þetta var árið 1981. Á fyrstu 61 árum sjálfstæðs lífs var gengisfallið því 99% gagnvart dönsku krónunni, og á þeim þrjátíu árum sem eru liðin síðan hefur þetta undratæki íslenskrar hagstjórnar misst ríflega 95% af verðgildi sínu gagnvart dönsku systur sinni. Það má því segja að danskur fimmaurabrandari kosti í dag hundraðkall.
Þrátt fyrir þetta virðist ríkjandi skoðun margra íslenskra stjórnmálamanna og hagfræðinga vera að krónan sé nú samt sem áður býsna góð, það þurfi bara aðeins að stjórna henni betur eða faglegar. Þetta er sérstakt afrek í sjálfsblekkingu.
Ekki nóg með það heldur virtust nokkrir þeirra hagfræðinga sem messuðu í Hörpu í síðustu viku vera ámóta skotnir í þessum krúttaralega, ósjálfbjarga gjaldmiðli okkar sem lengst af hefur verið verndaður gagnvart veðrum og vindum raunveruleikans með höftum, skömmtunum og stórkarlalegum pólitískum inngripum. Krónan, sem í krafti ofurvaxta sinna, hjálpaði til við að gera íslenska bankakerfið að risastórri peningaryksugu í hinni miklu lánsfjárbólu, er nú sögð vera björgunarhringur þjóðarinnar í ólgusjó heimskreppunnar. Enn og aftur þarf verulega sköpunargáfu til að komast að niðurstöðunni.
Ef íslenska hagkerfið á aftur að geta orðið hluti af stærri markaði er ljóst að það verður ekki gert með notkun íslensku krónunnar. Sú tilraun er búin. Það eru því aðeins tveir kostir í stöðunni. Að halda krónunni, en setja landamæragirðingar í kringum íslenskt viðskiptalíf. Hinn kosturinn er að horfast í augu við að aðgangur íslenskra neytenda og fyrirtækja að frjálsri alþjóðlegri samkeppni verður ekki tryggður nema með því að hætta útgáfu sérstakrar myntar en leyfa fólki og fyrirtækjum að nota þá mynt sem þau treysta best og hafa mest not fyrir."
Í lokin segir: "Þrátt fyrir reynslu okkar af rekstri eigin gjaldmiðils er stöðugt reynt að troða því ofan í kokið á okkur að íslenska krónan hafi reynst "okkur" vel. Hún hefur kannski reynst stjórnmálamönnum vel á meðan þeir gátu beitt henni til þess að slá ryki í augu almennings með handvirkum gengisfellingum. En raunin er sú að hún hefur kennt íslensku þjóðinni þá dýrkeyptu vitleysu að sparnaður sé glapræði og að greidd skuld sé tapað fé, svo ekki sé minnst á höft, sérhagsmunagæslu og heimóttaskap.
Íslenska krónan er því sennilega dýrasti fimmaurabrandari í heimi."
Það sést á lestri greinarinnar að Þórlindur telur að dagar krónunnar séu taldir og hann stingur upp á einhliða upptöku á mynt sem myndi henta Íslandi.
Einnig hugmynd sem töluvert hefur verið rædd.
Það skal tekið fram að Evrópusamtökin styða upptöku Evru með aðild að ESB, en grein Þórlindar sýnir vel í hvaða ógöngur krónan leiddi íslensku þjóðina.
Okkur langar líka að benda á mjög athyglisvert línurit sem Pawel Bartozek birtir um gengisfall íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku á síðustu 30 árum:http://pabamapa.com/?p=150
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.