Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur Gylfason í DV um gjaldmiðilsmál

Þorvaldur-GylfasonDr. Þorvaldur Gylfason skrifaði grein í DV í dag um gjaldmiðilsmál, í framhald af ráðstefnu í Hörpunni í síðustu viku. Hann segir meðal annars að samhliða upptöku Evru þurfi að fara fram viðamiklar umbætur á efnahagssviðinu: 

"Það leysir engan vanda að taka upp evruna, ef gamla vitfirringin í efnahagsmálum heldur áfram að vaða uppi að öðru leyti líkt og gerðist í Grikklandi og víðar. Upptaka evrunnar getur hins vegar orðið til góðs, ef hún kallast á við gagngerar umbætur í hagstjórn."

Síðan segir: "Myndu gagngerar hagstjórnarbætur heima fyrir geta skilað sama árangri án evrunnar? Já, vissulega. En vandinn er sá, að án evrunnar er ólíklegra en ella, að nauðsynlegar umbætur nái fram að ganga. Upptaka evrunnar er hvati eins og efnafræðingar myndu segja: hún knýr á um nauðsynlegar umbætur í hagstjórn m.a. með aðhaldi að utan. Evran er hvort tveggja í senn: markmið og leið.  Þetta er ein þyngsta röksemdin fyrir upptöku evrunnar hér heima líkt og t.d. í Eystrasaltslöndunum og annars staðar í AusturEvrópu. Löndin þar eru nú loksins laus úr köldum hrammi Rússa og komin inn í hlýjan meginstraum evrópskrar menningar. Þeim tókst þetta hratt og örugglega m.a. vegna þess, að þau settu markið á ESB og evruna til að flýta fyrir sér. Fjarlægari lönd eins og t.d. Georgía eiga lengra í land, því að þau settu markið ekki á ESB og evruna. Þar heldur gamla vitleysan áfram í friði fyrir aðhaldi að utan. Þar vantar agann, sem fylgir væntanlegri inngöngu í ESB og upptöku evrunnar."

Undir lok greinarinnar segir Þorvaldur svo þetta: ..."þjóð, sem býr við ónýtan gjaldmiðil, sem enginn tekur lengur mark á, jafnvel ekki ríkisstjórnin sjálf, og enginn vill eiga, hún ætti kannski að gaumgæfa, hvort tímabært sé að skoða aðra kosti í gjaldeyrismálum. Þetta er ein ástæða þess, að ríkisstjórnin undanskildi ekki evruna, þegar hún lagði inn umsókn um aðild að ESB fyrir tveim árum."   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Hvað vilja Evrukratar gera þegar Evrópusambandið er hrunið láta innlima landið í Þýskaland?/paste

Evrópa: Markaðir hækkuðu við opnun en eru tvístígandi-Ítalía hættulegri en Grikkland segir Turner

2. nóvember 2011 klukkan 08:27

Úr sal ítalska þingsins

Markaðir í Evrópu hækkuðu við opnun i morgun. Þannig hækkaði London um 0,65%, Frankfurt um 1,19% og París um 1,42%, sem bendir til að fjármálamarkaðir séu að ná sér eftir það áfall sem þeir fengu vegna ákvörðunar Papandreous um þjóðaratkvæði í gær. Þegar leið á morgunin var London hins vegar komin i mínus og af Frankfurt og París dregið.

Turner lávarður, stjórnarformaður brezka fjármálaeftirlitsins sagði á fundi þingnefndar í gær, að efnahag Breta stafi meiri hætta af ástandinu á Ítalíu en Grikklandi. Turner segir líka, að ekki verði hægt að líta á banka, sem arðvænlegan fjárfestingarkost í fyrirsjáanlegri framtíð og að tími mikilla launaþóknana í bankakerfinu séu liðnir.

Örn Ægir Reynisson, 2.11.2011 kl. 22:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það leysir engan vanda að taka upp evruna, ef gamla vitfirringin í efnahagsmálum heldur áfram að vaða uppi að öðru leyti líkt og gerðist í Grikklandi og víðar.

Með öðrum það er ekki gjaldmiðillinn sem veldur neinum vandamálum, heldur aðeins misnotkun hans. Misnotkun er vissulega alvarlegt vandamál sem þarf að stemma stigu við í Evrópu.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2011 kl. 22:33

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er rétt mat hjá Þorvaldi. Algjörlega sammála þessu.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 08:27

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Siðferðið byggist ekki á tegundum gjaldmiðla. Það verður einfaldlega að leiðrétta innanfrá, en ekki utan úr heimi. Gleymum ekki að siðferðisbrenglunin er enn verri bak við tjöldin, hjá falda valdinu sem stjórnar öllu heimsbatteríinu. Þaðan er brenglunin upprunalega komin hingað í bankakerfið, og allt annað í kerfisbrengluninni.

Minni á vef Jóhannesar Björns: vald.org. Við getum lært af viðvörunum heiðarlegra og víðsýnna manna, ef við viljum! Spurning hvort sumir hreinlega vilji ekki þiggja nytsamleg ráð góðra manna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.11.2011 kl. 10:52

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Við getum lært af viðvörunum heiðarlegra og víðsýnna manna, ef við viljum! "

Rétt er það Anna.

Þess má geta að Þorvaldur Gylfa varaði við bankahruni margoft í aðraganda hrunsins.

Þannig að ég vona að eyrun þín verða sperrt þegar Þorvaldur Gylfa tekur til máls.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.11.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband