11.11.2011 | 09:55
Nei-sinnar: Vilja EKKI að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning - samt EKKI á móti lýðræði!!
Fjölmargir Nei-sinnar eru á móti því að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning að ESB (sem þessir sömu Nei-sinnar vilja helst ekki heyra nefndan!) og er það þá ekki að vera á móti lýðræði?
Össur Skarphéðinsson hefur alveg rétt fyrir sér þegar hann segir að samtök Nei-sinna séu á móti lýðræðinu!
Þó Nei-sinnar segist vilja ræða kosti og galla aðildar, vilja þeir samt ekki að fólk fái að kjósa um aðild.
Dæmi um þversagnarkenndari málflutning eru vandfundin!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er bara bull og kjaftæði !!! Nei sinnar hafa margsinnis farið fram á að kosið verði strax! Já sinnar hafa ekki mátt heyra á það mynnst þannig að það er ljóst hvorumegin líðræðið liggur Hverskonar kjaftæði er þetta eiginlega í ykkur já sinnum!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 11.11.2011 kl. 11:09
Ég er einn af þeim sem þið kallið "nei-sinna" og algjörlega á móti inngöngu Íslands í ESB.
En ég styð ekki að umsóknin sé dregin til baka nema að það sé gert samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Það er nóg að lýðræðið hafi verið sniðgengið þegar sótt var um.
Þingsályktun um að hætta ferlinu samþykkt á Alþingi og sú niðurstaða borin undir þjóðaratkvæði. Þá fengi líka þjóðin loksins að kjósa um málið.
Haraldur Hansson, 11.11.2011 kl. 12:50
Þessi þreytta tugga ESB-sinna um að "Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning að ESB" er varla svaraverð. Því að þeir eru að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem ríkisstjórnin ákvað 2009 að ætti ekki að vera bindandi (þ.e. ríkisstjórnin mun hunza niðurstöðurnar) og er þess vegna ónýt.
Þótt meira en tvö ár séu liðin frá þessari atkvæðagreiðslu á Alþingi, þá munum við hinir þetta einkar vel. Því að þetta sýndi að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hyggst troða lýðræðið fótum. Það er ríkisstjórnin sem er ólýðræðisleg, ekki ESB-andstæðingar. Sem er auðvitað rökrétt, því að ESB í sjálfu sér er sérstaklega ólýðræðislegt.
Með því að hafna bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum skaut ríkisstjórnin sig sjálfa í fótinn, því að þá gátu allir séð hvernig hún lítilsvirðir allar lýðræðishugsjónir. Sl. tvö árin hefur ekkert batnað, Jóhanna og Össur vaða áfram eins og sauðnaut í postulínsbúð og vilja ekkert sjá og ekkert heyra nema falsið í kommiserunum í Bruxelles.
Jóhanna heldur að einræðistilburðir hennar í ESB-málum sýni styrk, en þar skjátlast henni. Því að dramb hennar ber vott að hún hefur ekkert pólítískt vit. Og frá þeim sem þekkja hana prívat hef ég heyrt að hún hafi alltaf verið svona.
Vendetta, 11.11.2011 kl. 13:08
Fyrir u.þ.b. 2. vikum setti ég eftirfarandi athugasemd við aðra færslu á þessur bloggi, ég tel að hún eigi ekki síður við hér:
"Var Össur ekki sjálfur á meðal þeirra sem greiddi atkvæði á móti því á Alþingi að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort að sækja ætti um aðild?
Hversu sterkari væri umsóknin og allt ferlið ef það hefði verið gert og samþykki verið niðurstaðan?
Er eitthvað meira gengið fram hjá almenningi með því að slíta viðræðum en hefja þær, án þjóðaratkvæðagreiðslu?
Bara ef það hentar mér, hljómar í gömlu Stuðmannalagi, það á ágætlega við hér, sem oft áður."
Ef aðildarumsókn er dregin til baka af sama Alþingi og samþykkti hana, get ég ekki séð að það sé ólýðræðislegra að draga til baka en sækja um.
Sama gildir í raun ef slíkt yrði gert eftir kosningar, sérstaklega ef stefna flokka hefur komið skýrt fram í kosningabaráttu.
Er það ef til vill skilgreining Evrópusamtakanna að ólýðræðislega hafi verið staðið að aðildarsumsókn Íslands?
En þjóðaratkvæðagreiðsla um að draga umsóknina til baka gæti verið góð lausn. Betra að spyrja þjóðina seint en ekki.
G. Tómas Gunnarsson, 11.11.2011 kl. 14:25
Er það ekki jafngilt ef flokkar sem hafa þá yfirlýstu stefnu að draga umsóknina til baka fengju meirihluta í kosningum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 15:17
Fyrisögnin hér frá Evrópusamtökunum og textin þar fyrir neðan sýnir bara hvað landráðasinnar eru orðnir gjörsamlega rökþrota Evrópusambandið hrunið evran gengur ekki upp. Evrópusambandið blasir við öllum sem gjörspillt ónýtt verkfæri Frakka og Þjóðverja sem sýgur næringuna úr fórnarlömbunum og þar er evran aðal verkfærið.Þettað blasir við öllum almenningi um allan heim.Að sjálfsögðu reyna þeir að klóra í bakkan og ljúga upp skoðanakönnum eins og t.d.að 70% Grikkja vilji evruna áfram og vera í Evrópusambandinu.Það er bara elítan sem hefur grætt á óförum sem eru látnar bitna á almenningi svipað og þeir sem að vildu að við myndum borga icesave hér og við Íslendingar horfum á President of the European Council ljúga því í evrópska fjölmiðla um dagin að almenningur á Íslandi stæði heilshugar á bakvið aðildarumsóknina. Það blasir allstaðar við þar sem ESB og meðhjálparar þess eru er lýgin notuð alveg óspart markmiðunum til framdráttar.Þettað sér allt eðlilegt fólk en bjánarnir halda samt áfram að bulla velrænt og ákveðið enda
fá þeir borgað fyrir öllum til ama og leiðinda.
http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share
Örn Ægir Reynisson, 11.11.2011 kl. 16:18
Kíkið á slóðina Bófarnir í Brussel:
http://www.youtube.com/watch?v=n6jeIwFld3Q&feature=share
Örn Ægir Reynisson, 11.11.2011 kl. 16:21
Talandi um lýðræðisát landráðasinna kratabjánar:Paste
Jón Bjarnason
„Ég óttast það ekki að leggja ESB málið fyrir þjóðina og studdi það að farið væri í þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður við ESB. Það vildi Samfylkingin ekki. Ég get stutt þjóðaratkvæði um málið strax á morgun enda liggja öll meginatriði fyrir.“
Ummæli Jóns Bjarnasonar á nefndafundi Alþingis eru ágætt svar við þeim innantóma og öfugsnúna áróðri samfylkingarmanna að andstæðingar ESB-aðildar standi gegn því að þjóðin fái að fella sinn dóm um ESB-aðild. Auðvitað átti það að gerast áður en sótt var um inngöngu í ESB. Beiðnin um inngöngu sem leiðir til framsals fullveldisréttinda landsmanna á fjölmörgum sviðum, ef af verður, var send án nokkurrar heimildar frá þjóðinni.
Ljóst er að samfylkingarmenn ætla að halda þessu máli sem lengst frá þjóðinni þar til allt er klappað og klárt og 27 ríki ESB hafa samþykkt inngöngu Íslendinga. Þá fyrst á þjóðin að fá tækifæri til að kippa í neyðarsnúruna í þjóðaratkvæði. Og þetta kalla þeir lýðræði!
Örn Ægir Reynisson, 11.11.2011 kl. 16:25
Kratabjánar:Dæmi um þversagnarkenndari málflutning eru vandfundin!
Örn Ægir Reynisson, 11.11.2011 kl. 16:28
Ég er ánægð með svörin hér, eins og talað út úr mínu hjarta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 17:29
HÆGRI ÖFGALIÐIÐ HÉR ER ENGAN VEGINN BETRA EN KOLLEGAR ÞEIRRA Í GUÐS EIGIN LANDI.
MÖRLENSKU TEPOKARNIR GAPA HÉR SÍFELLT Í FÁVISKU SINNI.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 18:17
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Og Sjálfstæðisflokkurinn TAPAÐI NÍU ÞINGMÖNNUM í síðustu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 18:20
Svör nei sinna hér eru svosem í stíl við stofuhita IQ sem virðist vera meðaltalið hjá Heimsksýn, félagsskapnum þeirra.
Þessu liði er fyrirmunað að skilja AÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KJÓSA UM ESB AÐILD FYRR EN VIÐ VITUM HVAÐ ER Í PAKKANUM, -OG TIL ÞESS ÞARF SAMNINGUR AÐ LIGGJA Á BORÐINU!! Nei mér dettur ekki í hug að þessar gufur geti skilið þetta.
Óskar, 11.11.2011 kl. 18:21
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar."
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar
Þingmenn í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, ítem Þráinn Bertelsson, þá utan flokka, greiddu atkvæði með umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009: 33 þingmenn sögðu já en 28 nei og 2 greiddu ekki atkvæði.
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 18:36
48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 18:39
Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis 1945-2009, Í SEXTÍU OG FIMM ÁR??!!
Svar: ENGIN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að NATO árið 1949??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Var haldin hér þjóðaratkvæðagreiðsla vegna aðildar Íslands að Schengen-samstarfinu árið 2001??!!
Svar: NEI!!!
Hverjir voru þá við völd?
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu ER AÐLÖGUN ÍSLANDS AÐ EVRÓPUSAMBANDINU!!!
Hver stóð fyrir þessari gríðarlegu AÐLÖGUN??!!
Svar: SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN!!!
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 18:42
Það er nefnilega EKKERT í pakkanum skilja einangrunarsinnar ESB ekki ritmál?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 19:00
"EES samningurinn gerir ráð fyrir því að afleidd löggjöf EB, þ.e. einkum EB reglugerðir og tilskipanir, verði yfirtekin í samninginn.
Það var gert með svonefndum viðaukum við EES samninginn.
EB reglugerðir og tilskipanir ERU SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM EB, ENDA EINGÖNGU SPROTTNAR ÚR ÞEIM JARÐVEGI."
"Viðaukar sem fylgja EES samningnum eru alls 22."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 115.
(Bókin er 1.200 blaðsíður.)
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:08
"EES réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er SKYLT AÐ TAKA HANN Í LANDSLÖG í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið eftir Stefán Má Stefánsson lagaprófessor, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:09
Það er EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.
Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn Í ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU.
Með aðild að Evrópusambandinu tökum við Íslendingar SJÁLFIR þátt í að semja löggjöf Evrópusambandsins og aðildarsamningi okkar verður EKKI breytt nema með samþykki okkar Íslendinga.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:10
Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 26 og 77-79:
"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."
"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:12
Það er nu hægt að hrekja "ekkert í pakkanum" rökin hjá Cesil með einni spurningu: Tilhvers eru þá samningaviðræðurnar? Nei Cesil getur sjálfsagt ekki útskýrt hversvegna verið er að eyða miklum tíma í að semja um eitt og annað sem viðkemur ESB.
Auðvita er eitthvað í pakkanum og ÞAÐ ER MJÖG MIKIÐ Í PAKKANUM! SENNILEGA STÓRBÆTT LÍFSKJÖR FYRIR ALLA ÍSLENDINGA- LÍKA NEI-SINNA.
Óskar, 11.11.2011 kl. 19:18
Það var ljóst frá upphafi að það var aldrei samningaferli Óskar. Ef Össur og Jóhanna hefðu verið læs og ekki með tappa í eyrunum þá áttu þau að vita að það voru engar samningaviðræður eins og kemur skírt fram í þessum bæklingi um ESB. Þar er ætlast til í fyrsta lagi að einhugur og meirihlutavilji þjóðar liggi fyrir um inngöngu, og í öðru lagi að um sé að ræða aðlögun, sem er ekki umsemjanleg, heldur einungis að uppfylla tilskipanir, tíma markanir gætu verið um að ræða, þ.e. tímabundnar undanþágur, en það hefur marg oft komið fram að ekki verður vikið frá skilyrðum ESB um aðlögun. Þetta hljóta Össur og Jóhanna að hafa vitað. Annað hvort eru þau ekki læs eða skrifandi eða þau hafa vísvitandi verið að afvegaleiða þjóðina. Og hvað sem þau ætla sér að fá út úr þessu sjálf er stóra spurningin, því ekki eru þau að hugsa um þjóðarhag, svo mikið er víst.
Þess vegna held ég að ESB apparatið sé búið að gefa upp aðild við Ísland. Þegar þau heyra aðrar raddir, eins og Björn Bjarnason sem fór beinlínis til Berlín til að kanna pakkann, og hefur gert honum skilmerkilega skil á sínu bloggi. Sem er einkar fróðlegt þó ég sé ekki stuðningsmaður hans, þá er sama hvaðan gott kemur. Þar er ljóst að við erum EKKI á SKRÁ yfir umsóknarlönd. Það segir nú sína sögu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 19:45
Ég spyr þá aftur Cesil, hvað er allt þetta fólk að vinna við sem sér um aðildarviðræðurnar? Til hvers að hafa þetta fólk á launum þegar VON ER Á EINU A4 BLAÐI FRÁ ESB MEÐ FYRIRMÆLUM SEM VIÐ EIGUM AÐ FARA EFTIR svona miðað við það sem þú segir? Þetta er helvítis kjaftæði í ykkur einangrunarsinnum. Það er verið að semja um hluti eins og sjávarútvegsmálin, landbúnaðinn og fleira. ÞAÐ að þú lepjir upp náhirðarlygur Björns Bjarnasonar segir allt sem segja þarf um trúverðugleikann.
Óskar, 11.11.2011 kl. 19:49
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:52
Norðurlöndin hafa ENGAN áhuga á að segja sig úr Schengen-samstarfinu.
Schengen-samstarfið tók gildi hér á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25.3.2001.
Mbl.is 1.2.2002:
"Um 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell's Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og var 11 þeirra meinuð landganga."
"Norðurlöndin fimm hafa frá árinu 1954 átt með sér álíka samstarf, Norræna vegabréfasambandið, um afnám vegabréfaskoðunar vegna ferða milli þeirra.
Það var ekki síst til þess að varðveita það sem Noregur og Ísland afréðu að taka þátt í Schengen-samstarfinu með hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að vera ekki í Evrópusambandinu."
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:55
Nefndarálit meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðild Íslands að Evrópusambandinu:
"Undirritun aðildarsamnings með fyrirvara um staðfestingu.
Skýrsla utanríkisráðherra til Alþingis um samningsniðurstöðuna.
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninginn.
Ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar er jákvæð kynnir utanríkisráðherra þingsályktunartillögu um staðfestingu aðildarsamningsins í ríkisstjórn og leggur fyrir Alþingi að fengnu samþykki stjórnarþingflokka og forseta Íslands.
Alþingi samþykkir samkvæmt 21. grein stjórnarskrárinnar að samningurinn verði staðfestur af Íslands hálfu, með fyrirvara um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar.
Tillaga um stjórnarskrárbreytingar lögð fyrir Alþingi samkvæmt 79. grein stjórnarskrárinnar. Ef tillagan er samþykkt er þing rofið og boðað til kosninga.
Samþykki nýkjörið Alþingi ályktunina um stjórnarskrárbreytingar óbreytta skal hún staðfest af forseta Íslands og er hún þá gild stjórnskipunarlög."
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 19:59
Réttlát og raunhæf forgangsröðun er mikilvæg, bæði hjá já og nei sinnum.
Það mikilvægasta í dag, er að gefa út nýja orðabók í Íslensku, og kenna fólki að lesa sér til gagns. Merking orðanna á að vera skýr.
Á Íslandi hefur merking orða breyst verulega síðustu árin.
Góðir vinir og vinnufélagar mínir í Noregi, sem komu víðsvegar að úr heiminum, og höfðu upplifað að vera neyddir í grimmileg stríð gegn sínum vilja, hafa útskýrt fyrir mér með lífsreynslusögum (hryllilegum), hversu mikilvægt tungumálið er, til að verjast illum hernaðar-stjórnendum heimsins.
Þetta útskýrðu þeir fyrir mér, eftir að ég hafði talað kæruleysislega um hvað mér fyndist mikill óþarfi að verja tungumál hverrar þjóðar fyrir sig.
Það er áberandi mikill áhugi á ESB, hjá þeim sem einungis hafa kynnst skóla-veröld ESB-landanna.
Hraktara stríðsmanna veröldin í ESB er mjög ólík yfirborðs-þekkingu skólafólksins á ESB-raunveruleikanum.
Sannleikurinn kemur alltaf frá þrælunum sem vinna á gólfinu, og notaðir eru til skítverkanna. Stundum kallað Grasrótarfólk, þegar þeir eru að berjast fyrir réttlætinu.
Það eru tvær mjög ólíkar hliðar á lokkandi Evrópu-gjaldmiðli nýja heimsveldisins. Þeirri staðreynd getur enginn breytt, frekar en öðrum staðreyndum.
Mikilvægi þess að trúa á sína eigin rökréttu og réttlátu sýn á málin, umfram yfirlýsingar yfirborgaðra/hótaðra "stjórnenda" er lífsnauðsynleg, ásamt samstöðu allra.
Ég óska almenningi í þessum sjúka heimi alls góðs, og bið alla góða vætti að hjálpa okkur öllum, og ekki síst þeim sjúku sálum, sem stjórna hryllingnum, í gegnum AGS-ESB-áróðurs-þræla, við að reyna að heilaþvo almenning.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.11.2011 kl. 20:22
Óskar þetta er spurning sem vinir þínir í ríkisstjórninni þurfa að svara ekki ég eða þeir sem ekki vilja fara þarna inn. Hvað er allt þetta fólk að gera, þegar liggur ljóst fyrir að það er um ekkert að semja, bara samþykkja eða hafna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2011 kl. 20:25
Nei Cesil- það ert þú sem heldur því fram hér að það sé ekki verið að semja um neitt en ekki ríkisstjórnin. Því er það þitt að svara þeirri einföldu spurningu hvað allt þetta fólk í samninganefnd Íslands er að gera er það er ekkert að semja um.
Óskar, 11.11.2011 kl. 20:29
Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.
Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.
Staðbundinn þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.
Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.
En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.
Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.
Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.
Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.
Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,
Aðildarsamningi Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.
Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.
Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 20:32
Þetta er öldungis rétt hjá Ásthildi. Við vitum fyrirfram hvað er í pakkanum, þar er ekkert sem er til hagsbóta fyrir Íslendinga. En sennilega fullt af fríðindum fyrir íslenzka embættismenn. Það sem er í pakkanum er Lissabon-sáttmálinn eins og hann leggur sig og engar undanþágur.
Ég held að bæði Óskar og Steini ættu að lesa aftur það sem Ásthildur vitnaði í, því að engin ákvæði Lissabon-sáttmálans eru umsemjanleg fyrir íslenzku samninganefndina því að hin 27 aðildarríki hafa þegar samþykkt hann. Það er það sem er í pakkanum. Ekkert annað.
Íslendingar verða að aðlaga sig öllum ákvæðum sáttmálans óbreyttum, þ.m.t. CFP og CAP, áður en það hefur gerzt mun enginn samningur liggja fyrir til að setja í (óbindandi) þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og þar eð alþjóð veit þegar í dag hvað samningurinn inniheldur, þá væri alveg eins hægt að kjósa í (bindandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðlögunarviðræðnanna fyrir áramót. Það þarf ekkert að bíða með það.
Vendetta, 11.11.2011 kl. 20:34
Af íslenskum LANDBÚNAÐARVÖRUM, sem seldar eru til annarra landa fyrir ÁTTA MILLJARÐA KRÓNA Á ÁRI, fer meirihlutinn til Evrópusambandslandanna.
Og við aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði tollur af þeim felldur niður.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA EINNIG AÐ KAUPA MATVÖRUR.
Mest af þeim kemur frá Evrópusambandslöndunum og tollur af matvörum frá þeim löndum félli hér einnig niður við aðild Íslands að sambandinu.
ÍSLENSKIR BÆNDUR ÞURFA AÐ TAKA LÁN EINS OG AÐRIR ÍSLENDINGAR.
En þegar íslenskar búvörur hækka hér í verði hækka einnig lánin sem íslenskir bændur hafa tekið vegna hækkunar á vísitölu neysluverðs.
Við aðild Íslands að Evrópusambandinu FÉLLI VERÐTRYGGING HÉR NIÐUR.
EN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN HELDUR ÞVÍ FRAM AÐ GJALDÞROTA ÍSLENSKIR BÆNDUR OG HEIMILI SÉU SJÁLFSTÆÐ.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 20:35
Hvorki Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt til að gjaldmiðill okkar Íslendinga verði Kanadadollar eða Bandaríkjadollar.
Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 20:40
Steini "copy-paste" Briem, í vanþekkingu þinni kallar þú þetta fólk með þinni stórkarlaskrift "HÆGRA ÖFGALIÐIÐ HÉR" og veizt greinilega ekki af því, að Haraldur Hansson kaus Vinstri græna í kosningunum 2009, og fleiri vinstri menn eru hér trúlega.
Svo er rangt hjá þér, að ísl. bændur séu gjaldþrota, og eflaust margt annað rangt í orðaflaumi þínum, sem ég gef mér ekki tíma til að lesa hérna megin við blánóttina.
Gleymdu svo ekki, að einn hængurinn á EES er, að þar eru 6 milljarðar hirtir af okkur í þróunarsjóði Esb, þegar okkur sárvantar okkar peninga sjálf. Þetta myndi þó ekkert lagast við innlimun í stórveldisbákn þessara (8-10) gömlu nýlenduvelda, sem hafa munu þar öll tögl og hagldir og sér í lagi frá nóv. 2014.
Lesið svo þessa grein eftir Gústaf Adolf Skúlason: Hver gefur ESB undanþágu frá ofveiði og útrýmingu fiskistofna?, Mbl. 23.7. 2011.
Jón Valur Jensson, 12.11.2011 kl. 03:03
Oo, ég hlakka svo til að geta gefið Samfylkingunni "fokk" merkið og sagt eitt stórt NEI, þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Ég býð spenntur og æfi mig á hverjum degi að skrifa NEI á A4 blað. Eitt blað á dag. Mér er skítsama um hvað þessi samningur er/verður. Ætla ekki einu sinni að kynna mér það. Bara koma fram hefndum á Samfylkingunni og loka hana inni út í horni. Svo á við um tugþúsundir annara íslendinga. Við býðum spennt.
Dexter Morgan, 12.11.2011 kl. 13:42
Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 2,9%, Kanadadollar um 5,58%, íslensku krónunni 3,29% og sænsku krónunni 1,56% en lækkað um 0,01% gagnvart breska sterlingspundinu, 2,1% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,6% og svissneska frankanum 0,66%.
Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,43%.
Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 14:52
Semsagt, engir Íslendingar tóku hér lán í erlendri mynt, gengi íslensku krónunnar hrundi ekki haustið 2008, engir Íslendingar töpuðu einni einustu krónu vegna gengishrunsins og hér eru ekki gjaldeyrishöft.
Ísland best í heimi! - Myndband
Þorsteinn Briem, 12.11.2011 kl. 14:56
Okkar miklu gengislækkanir hér á Íslandi hafa ekki komið í veg fyrir, að við brytumst úr örbirgð til miklu meira en bjargálna, raunar til ríkidæmis, áður en 20. öldin var öll. Menn þurfa ekki annað en virða fyrir sér borgamyndun hér frá því um 1922, glæsilegt atvinnuhúsnæði, einn fullkomnasta fiskveiðiflota heims og húsakost landsmanna til að sjá, að ekki var krónan neinn farartálmi í vegi okkar til að færast úr hópi bláfátækustu ríkja Evrópu í hóp hinna ríkustu á jarðarkringlunni um 80 árum síðar.
Svartagallsraus Steina Briem er því hér sem víðar í bezta falli brjóstumkennanlegt dæmi um villuhugsun, sem ekkert er að marka, og írska leiðin, evrubundin, hefur sannarlega ekki gefizt vel. Heill sé þeim, sem sömdu Neyðarlögin, skömm sé hinum, sem sviku almenning og þjóðina margfaldlega í kjölfar þeirra.
Jón Valur Jensson, 13.11.2011 kl. 02:27
EFNAHAGSÁRÁS SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS kostaði þessa upphæð:
Ornolfur Arnason "Ég helt að erlendir bankar hefðu tapað 7-8 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu."
Thorvaldur Gylfason "Rétt hjá Örnólfi. Útlendingar töpuðu fimmfaldri landsframleiðslu, Íslendingar töpuðu tvöfaldri landsframleiðslu.
Skellurinn í heild var sem sagt sjöföld landsframleiðsla, sem er heimsmet."
Þorsteinn Briem, 13.11.2011 kl. 03:00
Vendette. Það er haugalygi hjá þér að ríkisstjórnin hafa tekið um þa ákvörðun fyrir tveimur árum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB ekki bindandi.
Sannleikurinn er sá að stjórnarskráin heimilar ekki bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Til þess að breyta stjórnarksránni þarf Alþingi að samþykkja breytinguna tvisvar með þingkosningum inn á milli. Þegar núverandi stjórnarflokkar voru í minnihlutastjórn fyrir síðustu kosningar þá freistuðu þeir þess að ná fram slíkri breytingu á stjórnarskránni til þess einmitt að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB bindandi. Það hefði verið hægt ef slík breyting hefði verði samþykkt fyrir kosningarnar áirð 2009 og síðan aftur eftir þær kosningar.
Það er skemmst frá því að segja að það voru þingmenn Sjálfstæðísflokksins sem komu í veg fyrir slíka samþykkt fyrir kosningarnar árið 2009 með málfþófi.
Það að kosningin um aðildarsamninga að ESB verður ekki bindandi er því Sjálfstæðisflokknum að kenna en ekki ríkisstjórnarflokkunum.
Sigurður M Grétarsson, 13.11.2011 kl. 09:18
Ásthildur og Vendette. Það er rangt hjá ykkur að ekkert sé um að semja við ESB og líka að við þurfum að taka upp allar ESB reglur áður en samningur liggur fyrir.
Öll ríki sem hafa gengið í ESB hafa náð fram einhverjum breytingum á ESB reglum í sínum samningaviðræðum. Gott dæmi um þetta er reglan um heimskautalandbúnað sem kom út úr samningaviðræðum Svía og Finna.
ESB hefur fyrir sitt leyti samþykkt þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að engar breytingar á reglum verði gerðar fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og þá aðeins ef aðild verður samþykkt í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hefur það í för með sér að við þurfum að koma öllum þeim breytingum sem nauðsynlegar verða til að við getum gengið í ESB í gagnið á einu og hálfu til tveimur árum. Saningamenn ESB vilja því fá að sá dagsetta áætlun um það hvernig það verði gert og að stofnanir hér á landi séu í stakk búnar til að koma þeim breytingum í geng á þeim stutta tíma verði aðild samþykkt.
Samningamenn ESB gera því aðeins kröfur um dagsetta átælun um þær breytingar sem þarf að gera en enga kröfu um að nein af þeim dagsetningum þurfi að vera fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir gera líka kröfu um að opinberar stjórnsýsludtofnanir verði efldar á þeim sviðum sem þarf að efla þær til að þær séu í stakk búnar til að koma í gegn öllum nauðsynlegum breytingum á þeim tíma sem verður til ráöstöfunar.
Fullyriingar um að við séum í aðlögunarferli en ekki umsóknarfelri eru því aðeins ein af lygum ESB andstæðinga til að reyna að blekkja þjóðina til að samþykkja það að draga aðildarumsóknina til baka. Þetta gera þeir því þeir vita að ef þjóðin fær að sjá aðildarsamning þá mun hún sjá í gegnum mest af þeim innistæðulausa hræðsluáróðri sem þeir hafa verið að blekkja þjóðina með og sjái þá að ESB aðild er ekki eins slæm hugmynd og ESB andstæðingar vilja vera láta.
Fullyrðingin um að ekkert sé um að semja er af sama meiði.
Sigurður M Grétarsson, 13.11.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.