Leita í fréttum mbl.is

Meira um SA og ESB-málið

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum samþykktu Samtök Atvinnulífsins (SA) á fundi að halda bæri áfram aðildarumsókn Íslands að ESB og ljúka aðildarviðræðum með því að greiða atkvæði um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttablaðið sagði frá þessu í morgun og rataði málið á vef Eyjunnar, en þar stendur:

"Atkvæði fulltrúa fyrirtækja í verslun, iðnaði og ferðaþjónustu réðu því að stjórn Samtaka atvinnulífsins samþykkti stuðning við að ljúka aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á fundi sínum í gær.

Þrjú af sex mótatkvæðum voru frá fulltrúum sjávarútvegsins en forstjóri N1, ja.is og Norvik voru einnig á móti.

Tveir sátu hjá, annar þeirra er forstjóri ríkisfyrirtækisins Rarik.

Fréttablaðið í dag greinir frá þeim átökum sem urðu í stjórn Samtaka atvinnulífsins út af ályktuninni."

Svona gekk atkvæðagreiðslan samkvæmt Fréttablaðinu og Eyjan vitnar í:

"Já sögðu:
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins
Hjörleifur Pálsson, Össur hf.
Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár,
Loftur Árnason, Ístak hf.
Grímur Sæmundsen, varaformaður SA, Bláa lónið hf.
Árni Gunnarsson, Flugfélag Íslands hf.
Finnur Árnason, Hagar hf.
Margrét Kristmannsdóttir PFAFF hf.
Kristín Pétursdóttir Auður Capital hf.

Nei sögðu:

Adolf Guðmundsson Gullberg ehf. Nei
Friðrik Jón Arngrímsson LÍÚ Nei
Arnar Sigurmundsson Samtök fiskvinnslustöðva Nei
Guðmundur H. Jónsson Norvik hf. Nei
Hermann Guðmundsson N1 hf. Nei
Sigríður Margrét Oddsdóttir Já upplýsingaveitur ehf. Nei

Þessir sátu hjá
Sigurður Viðarsson Tryggingamiðstöðin hf.
Tryggvi Þór Haraldsson RARIK ohf.

Þrír stjórnarmenn sátu ekki fundinn, þau Birna Einarsdóttir, Íslandsbanka, Ólafur Rögnvaldsson, Hraðfrystihúsi Hellissands hf. og
Rannveig Rist, Rio Tinto Alcan á Íslandi hf."

Ennfremur segir á Eyjunni: "Hjáseta forstjóra Rafmagnsveitna ríkisins, hlýtur að vekja athygli í ljósi þess að fyrirtækið er í eigu ríkisins og rekið á ábyrgð ráðherra í ríkisstjórninni sem hefur aðildarviðræðurnar á sinni stefnuskrá og ber á þeim ábyrgð."

Samantekið: Samtök atvinnulífins taka mjög skynsamlega afstöðu í málinu, sem gengur þvert á hugmyndir Nei-sinna í ESB-málinu, sem vilja neita íslenskri alþýðu um þann lýðræðislega rétt að greiða atkvæði um þetta veigamikla mál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 2,9%, Kanadadollar um 5,58%, íslensku krónunni 3,29% og sænsku krónunni 1,56% en lækkað um 0,01% gagnvart breska sterlingspundinu, 2,1% gagnvart japanska jeninu, norsku krónunni um 0,6% og svissneska frankanum 0,66%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 112,43%.

Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 21:05

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðal annars vegna þess að við Íslendingar höfum verið með minnsta fljótandi gjaldmiðil í heimi hefur OFT verið hér MIKIL VERÐBÓLGA og hér hefur áður verið töluvert atvinnuleysi.

Verðbólga á Íslandi 1940-2008


Atvinnuleysi á Íslandi 1957-2004, sjá bls. 58


Á árunum 2006-2007 var hér GRÍÐARLEG EFTIRSPURN eftir vörum og þjónustu VEGNA OFÞENSLU, gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt skráð og Jöklabréf voru keypt fyrir nokkur hundruð milljarða króna, sem við sitjum nú uppi með og GJALDEYRISHÖFT.

Vegna Jöklabréfanna hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar og eftirspurn hér eftir vörum og þjónustu jókst því meira en ella.

Og að sjálfsögðu hefðu engin Jöklabréf verið keypt ef evran hefði verið gjaldmiðill okkar Íslendinga á þessum tíma.

Jöklabréf


Stýrivextir
Seðlabanka Íslands hafa verið MUN HÆRRI en stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007


Stýrivextir Seðlabanka Íslands
voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

En að sjálfsögðu var "efnahagsstjórn" Ragnars Arnalds, Geirs H. Haarde og Davíðs Oddssonar hroðaleg.

RÉTT ER ÞAÐ.


Mörg ríki og sveitarfélög þurfa nú að draga saman seglin í útgjöldum sínum, meðal annars vegna OFÞENSLU á árunum 2006-2007, til dæmis Írland og Ísland.

Og nauðsynlegt er að ÖLL ríki og sveitarfélög setji hámark á skuldir sínar, hvort sem þau eru í Evrópusambandinu eða ekki.

Á Írlandi eru hins vegar ENGIN GJALDEYRISHÖFT, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Þorsteinn Briem, 11.11.2011 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband